Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1998, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.06.1998, Blaðsíða 38
488 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 próteasahemla á markað. Meðaltalslækkun á RNA magni hjá þessum undirhópi nam aðeins 0,23 log, sem er ekki marktæk lækkun. Lækk- unin var einungis marktæk hjá þremur af 11 sjúklingum (27%). Sennilegar skýringar á þess- ari slöku svörun eru takmarkað frásog sakvína- vírs frá gömum og að þessir sjúklingar höfðu verið á annarri retróveiru meðferð um skeið. Geta má þess að aðrir próteasahemlar meðal annars rítonavír, indínavír og nelfínavír auka styrk sakvínavírs í sermi og eru rannsóknir á samsetningum ofangreindra lyfja í gangi (14- 16). Erlendar rannsóknir hafa sýnt að áhrif sak- vínavírs á veirumagn í plasma eru síðri en pró- teasahemla eins og rítonavírs og indínavírs (17). Næst algengasta breyting á meðferð var að bæta sakvínavír ásamt bakritahemli við einn bakritahemil, sem sjúklingur hafði verið að taka, eða að fyrri meðferð var hætt og hafin meðferð með tveimur öðrum bakritahemlum og sakvínavír. Leiddi þessi breyting til 0,65 log meðaltalsminnkunar á veirumagni, sem er marktækt fall, og næstum þrefalt meira en þeg- ar sakvínavír einu sér var bætt við meðferð með tveimur bakritahemlum. Mest lækkun veirumagns reyndist hjá þeim sem ekki höfðu verið á meðferð gegn HIV og var lækkunin meiri meðal þeirra sem þriggja lyfja meðferð var hafin hjá (meðaltalslækkun RNA 2,37 log) en hjá þeim sem fengu tveggja lyfja meðferð. Er þetta í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna sem sýnt hafa að sjúklingar sem ekki hafa verið meðhöndlaðir nteð retróveiru lyfjum svara meðferð betur en einstaklingar sem hafa tekið slík lyf um skeið (18,19). Rítonavír kom nokkru síðar í notkun en sakvínavír. Aðgengi rítonavírs er betra en sakvínavírs og eru því áhrif þess á veiru- og ónæmisfræðilega þætti mun kröftugri en sakvínavírs (20-22). Unnið er að framleiðslu sakvínavírs í nýju sérlyfi (saquinavir soft gel capsule) sem mun bæta aðgengi þess verulega. Rítonavír meðferð var beitt hjá 11 sjúklingum, oftast í kjölfar dræmrar svörunar við sakvínavír (10 sjúklingar), hækkandi veirumagns og/eða aukaverkana. Einn sjúklingur var meðhöndlað- ur fyrst með rítonavír, en var fyrir á tveiinur bakritahemlum. Minnkaði veirumagn rúmlega eitthundraðfalt. Nauðsynlegt er að sníða fjöllyfjameðferð gegn HIV að þörfum hins sýkta. Taka þarf tillit til líkna á meðferðarheldni og óska sjúklings. Lyfin þarf að taka frá einu sinni á dag og upp í þrisvar á dag. Sum verður að taka á fastandi maga en önnur með mat. Aukaverkanir eru mismunandi. Líkur á ónæmismyndun gegn lyfjunum eru töluverðar og aukast ef lyfin eru ekki tekin sem skyldi. Krossónæmi milli lyfja er verulegt vandamál, einkum meðal sumra próteasahemla, og skerðir það aðra möguleika á meðferð. Einnig ber að hafa í huga að það getur tekið nokkurn tíma og fleiri en eina breytingu á meðferð að finna heppilegustu fjöl- lyfjameðferðina (sjá mynd 2). Megin markmið þessarar rannsóknar var að meta áhrif nýrrar fjöllyfjameðferðar gegn HIV á veirumagn í plasma. Hins vegar ber að geta þess að í sumum tilvikum voru áhrif hinna nýju lyfjasamsetninga til eflingar heilbrigði sjúk- lings ákaflega augljós. Dæmi voru um einstak- linga með langt gengið alnæmi, veruleg sjúk- dómseinkenni, færri en 10 CD4+ frumur/mm3 og hátt veirumagn. Þriggja lyfja meðferð (tveir bakritahemlar og einn próteasahemill) leiddi til rúmlega 100 faldrar lækkunar veirumagns í plasma þessara einstaklinga og sýnilegra merkja um betri heilsu. Nýlegar rannsóknir (23,24) benda til að tilkoma próteasahemla og notkun fjöllyfjameðferðar hafi leitt til verulegr- ar fækkunar dauðsfalla af völdum alnæmis (23) svo og fækkunar sjúkrahúslega og atburða sem leiða til alnæmisgreiningar árið 1996 (24). Auk hefðbundinnar notkunar má í völdum tilvikum nota mælingu á HIV-1 RNA til grein- ingar á hugsanlegu smiti áður en mótefni ná að mælast (gluggatímabil) svo og hjá nýburum HIV sýktra mæðra þar sem mótefnamæling er ekki áreiðanleg til greiningar fyrr en meira en sex mánuðum eftir fæðingu. Mælingar á HIV-1 RNA hafa leitt í ljós að stór hluti HIV smitaðra á íslandi reyndist hafa fleiri en 10.000 veirueintök/mL. Þær hafa einn- ig sýnt að breyting veirumagns í kjölfar fjöl- lyfjameðferðar (einn próteasahemill og tveir bakritahemlar) gegn alnæmisveirunni er veru- lega einstaklingsbundin en slíkar samsetningar geta haft mikil áhrif til hins betra það er leitt til þyngdaraukningar og eflt þrek og ónæmiskerfi sjúklinga með langt genginn sjúkdóm. Hins vegar eru áhrif á veirumagnið lítil þegar sak- vínavír er bætt við meðferð með tveimur bak- ritahemlum. Líklegt er því að sakvínavír verði gefið með lyfjum sem auka aðgengi þess, svo sem rítonavír, indínavír og nelfínavír í meðferð gegn HIV-1 sýkingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.