Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1998, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.06.1998, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 485 Fig. 1. Distribution of the initial HlV-l RNA copy numbers among the group. blóðsýna. Blóð var dregið á þriggja til sex mánaða fresti nema þegar lyfjameðferð var breytt en þá var sýni mælt fyrir breytingu, þremur til fjórum vikurn síðar og á þriggja til fjögurra mánaða fresti eftir það. Meðferð og lyfjaval var í höndum lækna sjúklinganna. Áhrif fyrstu meðferðar eða breytingar á með- ferð voru metin á tímabilinu desember 1995 til nóvember 1996. Sjúklingar: Fylgst hefur verið með öllum HIV sýktum einstaklingum sem sýni hafa bor- ist frá, frá því rannsóknin hófst til ársloka 1996. Ætla má að sýni hafi borist frá flestum greindum HIV-1 sýktum einstaklingum á lífi á rannsóknartímabili, sem smitsjúkdómalæknum var kunnugt um. HIV-1 RNA mœlingar: Magn veiru í plasma var ákvarðað með kjarnsýrumögnun, sem gerð var með Amplicor HIV Monitor™ prófi frá Roche (8,9), og voru allar mælingar fram- kvæmdar á rannsóknastofu Landspítalans í veirufræði. Dregnir voru 4-5 mL blóðs í glös sem í er EDTA. Plasma var nauðsynlegt að skilja frá innan sex klukkustunda frá töku sýnis og var fryst strax við -70°C þar til mæling var gerð. RNA var svo einangrað úr plasma sjúk- linga og umritað í DNA. Eitthundrað fjörutíu og tveggja basapara röð í gag geni HIV var mögnuð með hjálp sérhæfðra biotin merktra þreiflinga (primers). Þekktu magni RNA stað- als, sem hefur sömu þreiflinga bindistaði og HIV markið en basaröð (þreifaröð) sem er sér- stök fyrir staðalinn, var bætt í hvert sýni í upp- hafi. í prófinu bindast biotin merktir genbútar HIV sérhæfðum þreifum (probes) sem þekja brunna 96 holu ELISA bakka. Fimmfaldar þynningar voru gerðar til greiningar á fjölda magnaðra afurða (amplicona). Magn merktra genbúta var síðan ákvarðað með avidin-pipar- rótar peroxíðasa conjugati og litarhvarfi tengdu því. Fjöldi RNA eintaka í sýni var reiknaður með því að bera saman gleypni sýnis í ljósmæli og þekkts RNA staðals. Neðri greiningarmörk aðferðarinnar eru 400 RNA eintök í mL plasma. Mælingar á fjölda CD4+ frumna: Þær voru gerðar á rannsóknastofu í ónæmisfræði. CD4+ frumur voru merktar með einstofna mótefnum gegn CD4 (Leu3a, Becton Dickinson, Moun- tain View, California) og síðan taldar í flæði- frumusjá (FACScan, Becton Dickinson). Niðurstöður Einkenni hópsins: Fjörutíu og fjórir einstak- lingar höfðu staðfesta HIV sýkingu. Allir greindust með HIV smit áður en mælingar hóf- ust. Þrír einstaklingar, tvær konur og einn karl, greindust með HIV sýkingu um það leyti sem rannsókninni var hrundið af stað. Karlar voru 36 (82%) og konur 8 (18%). Sjúklingarnir voru á aldrinum 22 til 59 ára. Meðalaldur hópsins var 36,5 ár, karlanna 38 ár og kvennanna 28,5 ár. Fjórir karlanna voru á sextugsaldri en flestir milli þrítugs og fertugs. Fjöldi CD4+ frumna hópsins var á bilinu 2-641 frumur/mm1, að meðaltali 230 frumur/mm3 (normalgildi: 600- 1200 frumur/míkrólítra). Tuttugu og einn af 44 (48%) sjúklingum var ekki á meðferð gegn HIV en 23 af 44 (52%) voru á meðferð er þeir komu inn í rannsóknina, níu af 23 tóku einn bakritahemil en 14 af 23 tvo bakritahemla. RNA gildi hópsins voru á bilinu < 2,6 logio(400 eintök/mL) til 6,13 logio (1.363.450 eintök/ mL); ineðaltalið var 5,02 log (105.377 eintök/ mL). Upphafleg RNA gildi: Mynd 1 sýnir nánari dreifingu RNA gilda við fyrstu mælingu. Rúm- lega tveir þriðju hlutar sjúklinga reyndust hafa fleiri en 10.000 veirueintök/mL. Ellefu þeirra höfðu ekki verið meðhöndlaðir með lyfjum. Áhrif breytinga á meðferð á veirumagn og fjölda CD4+ frumna. Myndir 2 og 3 sýna áhrif fjöllyfjameðferðar á veirumagn og fjölda CD4+ frumna hjá tveimur sjúklingum. í fyrra tilfellinu (mynd 2) hafði sjúklingur verið með- höndlaður ineð lyfjum gegn HIV-1 og þurfti tvær lyfjabreytingar til að bæla fjölgun veir- unnar svo að hún mældist ekki í plasma, en í seinna tilfellinu (mynd 3) hafði sjúklingur ekki verið á meðferð gegn veirunni en fyrsta breyt- ing á meðferð hafði í för með sér að veirumagn varð ómælanlegt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.