Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1998, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.06.1998, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 495 ráðherra ákvað að auka þátttöku sjúklinga í lyfjakostnaði hélt hann því fram að á nokkrum mánuðum hefði hann náð því að spara stórar fjárhæðir fyrir íslenskt samfélag. Hann sýndi töluvert hugrekki með þessu því það var barið á honum úr öllum áttum fyrir að gera þetta. Á sama tíma var verið að gera slíkt hið sama í fylkinu New Hampshire í Bandaríkjunum. Þar var hlutdeild sjúklinga í lyfjakaupum aukin verulega og við það sparaðist heilmikið í lyfja- kostnaði. En þegar farið var að skoða málið nánar kom í ljós að á sama tíma hafði tapast margfalt meiri upphæð vegna aukins kostnaðar á slysadeildum og legudeildum sjúkrahúsa. Þegar lyfin hækkuðu í verði hættu sjúklingar að nota þau og fóru að nota sjúkrahúsin og þau eru miklu dýrari kostur.“ Persónuverndin mun aukast En hvað finnst Kára um þá gagnrýni sem frumvarpið hefur sætt? „Fyrsta vandamálið sem menn nefndu varð- aði vemd persónuupplýsinga. Sú gagnrýni er ekki eins hávær núna og í fyrstu og fyrir því eru einfaldar ástæður. Menn hafa spurt hver yrði aukningin á aðgengi að slíkum upplýsingum með því að setja saman miðlægan gagnagrunn. Við höfum hugsað okkur að hafa öryggiskerfið í kringum hann svo rammgert að til þess að brjótast inn í hann þyrfti ekki bara tæki, þekk- ingu og vilja til óhæfuverka heldur einnig glám- skyggni sem blindaði mönnum sýn á að það væri margfalt auðveldara að brjótast inn í alla spítala og heilsugæslustöðvar landsins heldur en að komast einu sinni inn í gagnagrunninn. I öðru lagi hefðu ekki nema örfáir aðilar að- gang að dulkóðuðu upplýsingunum, allir aðrir ynnu með afleiddar upplýsingar, niðurstöður af könnunum. í þriðja lagi væri búið að reisa himinháan múr á milli gagnagrunnsins og persónuupplýs- inganna þannig að það væri alveg ljóst að hver sá sem hefði aðgang að gagnagrunninum og væri kominn með persónuupplýsingar í hendur, væri að brjóta lög. Hinum megin við vegginn, í heilsugæslustöðvunum og sjúkrahúsunum, veit enginn hvenær verið er að brjóta lög vegna þess að allt það svæði er grátt. Núverandi upp- lýsingakerfi eru mjög slæm og opin þannig að ef leyft yrði að setja upp gagnagrunn yrði að búa til ný og betri upplýsingakerfi sem myndu minnka mjög aðgengi að persónuupplýsingum í íslensku heilbrigðiskerfi. Við þetta bætist að hér á landi er mikil reynsla fyrir því að geyma mikið af upplýsingum um alla þjóðina á einum stað án þess að það leiði til misnotkunar. Enda virðast íslendinpar yfir- leitt ekki telja þetta vera vandamál. í Banda- rfkjunum hafa menn áhyggjur af því að at- vinnurekendur geti misnotað upplýsingar úr heilbrigðiskerfinu um starfsmenn sína og þar er verið að setja lög sem banna slíkt. Því er ég alveg hjartanlega sammála. Þar er ekki verið að takmarka möguleika manna á að safna upplýs- ingum og búa til nýja þekkingu. Það er mjög mikilvægt að setja reglur um notkun upplýs- inga, hvernig við notum nýja þekkingu. Eg held að flestir séu komnir á þá skoðun að vandamálin sem tengjast persónuverndinni séu fyrst og fremst tæknilegs eðlis. Það þarf vissu- lega að leggja mikla vinnu og hugsun í að leysa þau en þau eru engin frágangssök. Truflar ekki vinnu vísindamanna Önnur röksemd sem notuð hefur verið gegn gagnagrunninum er sú að gerð hans takmarki aðgengi vísindamanna að upplýsingum og trufli rannsóknarvinnu þeirra. Eg fæ ekki séð hvernig það getur gerst. Upplýsingar eru þess eðlis að þær minnka ekki þótt af sé tekið. Þann- ig að þegar við tökum upplýsingarnar úr heil- brigðisþjónustunni, dulkóðum þær og flytjum þær inn í gagnagrunninn þá eru þær áfram til á sínum stað. Vísindamenn hafa nákvæmlega sama aðgang að þeim og nú. Það verður meira að segja auðveldara fyrir þá að ná í þær upp- lýsingar sem þá vanhagar um þegar við verðum búin að koma upp nýjum upplýsingakerfum á heilbrigðisstofnunum landsins. Það sem menn eru í raun og veru að gera at- hugasemdir við er að í samfélaginu rísi stórt fyrirtæki sem geti unnið úr upplýsingunum með meiri hraða og á skilvirkari hátt en þeir sjálfir. Það er enginn vandi að skilja slíkar til- finningar en þær eru ekki byggðar á því göfug- asta sem finnst í mannskepnunni. Því hefur líka verið haldið fram að tilkoma okkar dragi úr möguleikum íslenskra vísinda- manna á því að fá fé erlendis frá til rannsókna. Við höfum átt samstarf við vísindamenn sem hafa sótt um styrki frá erlendum aðilum til þess að vinna rannsóknarvinnu á íslandi og ég hef ekki séð betur en að samvinna þeirra við okkur hafi aukið möguleika þeirra á að fá styrki, til dæmis frá Evrópusambandinu. Eg fæ ekki með nokkru móti séð að starfsemi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.