Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1998, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.06.1998, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 479 eftir endurskoðun vefjagreininga greindust með illkynja mesóþelíóma kemur í ljós talsvert misræmi (tafla IV). Hjá átta af 20 eru tilgreind önnur dánarmein en illkynja mesóþelíóma samkvæmt númerum á dánarvottorðunum og er í öllum tilfellum nema einu um önnur krabba- mein að ræða. Þó að þessir átta væru skráðir með önnur dánarmeinanúmer úr Hinni alþjóð- legu sjúkdóma- og dánarmeinaskrá, var í fjór- um tilfellum illkynja mesóþelíóma nefnt með orðum, sem dánarmein á dánarvottorðunum. Mynd 1 sýnir árlegt magn í tonnum sem flutt var inn í þeim tollflokkum þar sem nefndar voru vörur úr asbesti eða vörur sem meðal ann- ars innihalda asbest. Hluti efnis í töflunni hef- ur áður verið birtur í fyrri grein um mesóþel- íóma (26). Mikill innflutningur á asbestvörum á árunum 1980 til 1982 skýrist af umfangs- miklum hitaveituframkvæmdum, en í megin- æðar hitaveitanna voru notuð asbeströr. Eftir að bann var sett á asbestnotkun árið 1983, nema í undantekningartilvikum, dró mikið úr innflutn- ingi á vörum í tollflokkum þar sem asbest var nefnt, en virðist síðan aftur hafa aukist frá 1990. Þegar litið er á tollflokkinn 6812 og cif- verð skoðað eftir árum frá 1988 verður dreif- ingin eins og sýnd er á mynd 2, miðað við verð- lag ársins 1995. Þegar litið er á einstakar vörutegundir í flokknum sést að nokkuð er mismunandi hvað flutt er inn á hverju ári. Öll árin nema eitt er flutt inn fyrir tugi þúsunda króna fatnaður, fata- hlutar, skófatnaður og höfuðfatnaður úr asbesti eða asbestblöndum, mest árið 1992, en þá nam sá innflutningur 225 þúsund krónum. Vélaþétt- ingar úr asbesti eru fluttar inn fyrir mesta verð- mætið á hverju ári í þessum tollflokki. Umræða Þessi rannsókn sýnir að nýgengi illkynja mesóþelíóma virðist hafa hækkað á síðustu 30 árum. Hækkað nýgengi hefur einnig fundist í nálægum iðnvæddum löndum þar sem asbest- notkun hefur verið mikil (8-15). Ef til vill staf- ar einhver hluti hækkunarinnar af betri þekk- ingu á sjúkdómnum og greiningu hans, en meg- inskýringin er þó jafnan talin mikil asbestnotk- un áður fyrr (8-15). Illkynja mesóþelíóma er, þrátt fyrir að það sé orðið tíðara, engu að síður sjaldgæfur sjúkdómur, en á nýgengi þess hefur verið litið sem vísbendingu um asbesttengda sjúkdóma (11,15). Áður hefur verið bent á að varlega skyldi farið í að bera saman nýgengi illkynja mesóþelíóma milli landa (26). Kemur þar ekki einungis til mismunur á skráningu krabbameina, heldur einnig mismunur í aldurs- stöðlun. Á tímabilinu 1985-1992 var nýgengi mesóþelíóma í Finnlandi meðal karla um átta tilfelli á hverja eina milljón á ári, en meðal kvenna var það um þrjú tilfelli (15), en á sama TONS Fig 1. Annual weight of imports in metric tons by the tarijf numbers with mention of asbestos.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.