Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1998, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.06.1998, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 487 Table I. Effects of treatment clianges on viral load. Treatment Patients Changes in viral load (log10) Range Mean (log-io) Various 25 0.7 to -2.88 -0.9 Saq+(2RTI) 11 0.7 to -0.78 -0.23 Saq+RTI(RTI) 6 0.24 to -2.26 -0.65 Saq+2RTI 4 -01.8 to -2.67 -02.37 Rit+(2RTI) 1 -02.19 HTF reverse transcriptase Saq: saquinavir Rit: ritonavir (): treatment prior to addition of drugs allt frá 0,7 log aukningu (+0,7 log) niður í 2,88 log minnkun (-2,88 log), sem er að meðaltali minnkun um 0,9 log (-0,9 log). Breyting á fjölda CD4+ frumna alls hópsins spannaði fækkun um 195 frumur/mm3 í aukningu um 143 frumur/mm’. Að meðaltali var aukning um 6,9 frumur/mm'. Hjá 11 sjúklingum sem meðhöndlaðir voru með tveimur bakritahemlum (sjö á zídóvúdíni og lamívúdíni, fjórir á zidovudíni og stavúdíni) var sakvínavír bætt við lyfjameðferðina. Breyt- ing á veirumagni var frá +0,7 log til -0,78 log, sem var að meðaltali -0,23 log. Lækkunin var marktæk hjá þremur af 11 sjúklingum. Sex sjúklingar voru meðhöndlaðir með ein- um bakritahemli. Sakvínavír og öðrum bakrita- hemli var bætt við þá meðferð hjá fjórum þeirra en hjá tveimur var meðferð hætt og sjúklingur meðhöndlaður með sakvínavír og tveimur öðr- um bakritahemlum. Breyting á veirumagni þessa hóps var frá +0,24 log í -2,26 log, sem er að meðaltali -0,65 log. Sex einstaklingar voru lyfjalausir, þrír höfðu aldrei tekið lyf gegn retróveirum, þrír höfðu fengið meðferð áður en ekki nýlega. Áhrif meðferðar var ekki unnt að meta hjá tveimur því veirumagn var ómælanlegt fyrir meðferð. Hjá fjórum fyrrnefndum var hafin meðferð með tveimur bakritahemlum og sakvínavír. Breyting á veirumagni reyndist frá -1,8 log til - 2,67 log, sem er að meðaltali -2,37 log. Meðferð með rítonavír ásamt tveimur bak- ritahemlum var beitt hjá 11 sjúklingum. Rít- onavír var bætt við meðferð með tveimur bak- ritahemlum hjá einum sjúklingi og leiddi sú breyting til minnkunar á veirumagni um 2,19 log. Hjá 10 af 11 sjúklingum var rítonavír með- ferð hafin í kjölfar breytinga á meðferð með sakvínavír og tveimur bakritahemlum. Áhrif þeirra breytinga á veirumagn lágu ekki fyrir við lok rannsóknartímabils. Umræða Lýst hefur verið notkun mælinga á RNA al- næmisveirunnar í plasma HIV sýktra einstak- linga á Islandi um rúmlega eins árs skeið. Spannaði RNA magn hinna HIV sýktu allt svið mælingaraðferðarinnar það er frá því að mælast ekki, en greiningarmörk aðferðarinnar eru 400 eintök/mL, upp í mjög há gildi (6,13 log). At- hyglisvert er að rúmlega tveir þriðju hlutar mældra höfðu fleiri en 10.000 eintök veira í hverjum mL plasma en af þeim voru 11 (25% hópsins) sem ekki höfðu verið meðhöndlaðir með lyfjum gegn HIV-1 og eru meiri líkur á að sjúkdómur ágerist meðal þeirra en sambærilegs hóps með færri en 10.000 veirueintök í mL plasma (7). I nýlegum leiðbeiningum frá alþjóðlegri nefnd sérfræðinga í rannsóknum á alnæmi og umönnun HIV sýktra er mælt með að meðhöndla alla sem hafa færri en 500 CD4+ frumur/mm' eða hafa fleiri en 5.000-10.000 veirueintök/mL og þá án tillits til fjölda CD4+ frumna eða einkenna (10). Upphafsbreyting á meðferð hjá hópnum leiddi til mjög breytilegra áhrifa á RNA magn (+0,7 logio til -2,8 logio) og lítillar aukningar á fjölda CD4+ frumna; að meðaltali aðeins um 6,9 frumur í mm3. Breytileg svörun í veiru- magni skýrist væntanlega af því hve ólíkir ein- staklingarnir eru með tilliti til veirumagns, stigs sjúkdóms, meðferðar fyrir breytingu og þeirrar breytingar sem gerð var á meðferðinni. Mest meðaltalsaukning CD4+ frumna reyndist í undirhópnum sem hafði minnsta lækkun veirumagns en einnig varð að meðaltali fækkun CD4+ frumna í hópi lyfjalausra sem svöruðu meðferð best með tilliti til veirumagns (niður- stöður ekki sýndar). Þekkt er að CD4+ frumur eru ekki næm mælistika á áhrif lyfja gegn HIV (11). Einnig er til staðar verulegur líffræðilegur breytileiki og auk þess breytileiki sem tengist mælingaraðferð (12,13). Líka ber að hafa í huga að hópurinn var lítill og margbreytilegur. Algengasta breyting sem gerð var á meðferð var að bæta sakvínavír einu við tvo bakrita- hemla (11 sjúklingar) en sakvínavír kom fyrst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.