Læknablaðið - 15.06.1998, Síða 56
506
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
Að finna upp hjólið
Ye canna say a thing thats new
however hard ye try
Ye can but tac a thing thats ould
and say it anither way
Ég lærði þessa gömlu skosku
vísu, (réttritunin er án ábyrgð-
ar) af einum lærifeðra minna í
byrjun starfsævinnar í lýta-
lækningum, en sá hét Alaister
Burns Wallace. Hann var
mjög hógvær maður og, eins
og margir slíkir, spekingur að
viti.
Þessi vísa kemur oft upp í
hugann, þegar ungir og áhuga-
samir kollegar koma fram á
sjónarsviðið í fjölmiðlum, til
að segja alþjóð frá þeirri nýju
þekkingu sem þeir eru að færa
okkur hingað uppá skerið og
hvernig þeir ætli að nýta þá
þekkingu til að lækna sjúka,
eða eins og nú er mjög í tísku,
til að forða okkur frá þeim
sjúkdómum sem hrjáð hafa
mannkynið um aldir. Þá er
þess gjarna getið, svona í
„forbifarten", hversu mikið
það muni spara í heilbrigðis-
kerfinu að innlima aðferðirnar
í kerfið.
Annar lærifaðir minn úr
æsku, Allan Ragnell sagði líka
einu sinni við mig, eitthvað á
þessa leið. „Það er dæmalaust
ergilegt að í hvert sinn sem
maður heldur sig hafa fundið
nýja aðferð, er einhver helv,-
Þjóðverjinn, búinn að finna
hana fyrir löngu“.
Nú kann einhver að segja
að hér sé á ferðinni nöldur
gamals manns, sem hefur
misst fótanna í þjóðfélagi,
sem metur manngildi fremur
eftir fyrirferð en innihald. Lát-
um það vera, en hugleiðum
aðeins, hver áhrif upphafin og
jafnvel uppblásin umfjöllun
um vísindi og þá sérlega heil-
brigðisvísindi hefur í þjóðfé-
laginu.
Um leið og vísindaleg upp-
götvun, sem tengist sjúkdóm-
um, kemst í hámæli, hugsar
hver einstaklingur um það
hvort uppgötvunin kunni að
hafa áhrif á sjúkdóma, sem
hann þekkir hjá sér eða sínum
og sé svo, er líklegast að hann
túlki hana þannig að lækning
við sjúkdómnum, eða sjúk-
dómunum sé á allra næsta
leyti. Ljós dæmi um þetta er
umfjöllunin um „gagnagrunn-
inn“ og nýútblásnar fréttir um
lækningar á krabbameini,
reyndar í músum. Þetta við-
horf er bæði jákvætt og nei-
kvætt. Hið jákvæða er, að sér-
hver ný uppgvötun í læknavís-
indum gerir viðhorf almenn-
ings til þeirra jákvæðara en
það leiðir af sér auknar líkur á
stuðningi opinberra aðila og
almennings við vísindin. Hið
neikvæða er, að hástemmd
loforð leiða óhjákvæmilega til
hástemmdra væntinga og ef
þær væntingar uppfyllast
ekki, heldur fyrr en seinna,
veikist trúin á vísindin og
getur snúist í andúð. Þetta eru
engin ný sannindi og höfund-
ur þessa greinakorns hefur
oftar en einu sinni dregið þau
fram í dagsljósið í ræðu og
riti, en þau vilja gleymast og
því ber að hafa þau stöðugt í
huga, þegar okkur finnst við
hafa bætt nýju hjóli í gang-
verk vísindanna.
Þó að íslensk læknavísindi
séu ekki gömul, sakar ekki að
muna að vísirinn að flestu því
sem læknavísindin eru nú að
fást við var eða varð til á fyrri
hluta þessarar aldar, meðal
annars hér á íslandi.
Björn Olafsson gerði fyrstu
húðágræðslu á íslandi árið
1902, Árni Árnason skrifaði
doktorsrit um arfgengar heila-
blæðingar árið 1925, Matthías
Einarsson gerði fyrsta heppn-
aða keisaraskurð á íslandi árið
1910 og þannig mætti lengi
telja. Aðferðafræðin breytist
stöðugt en hugmyndafræðin
er sparsöm á nýjungar. Því er
hollt að athuga fortíðina vand-
lega, áður en við helgum okk-
ur frumlegar uppfinningar eða
aðferðir í nútíðinni og minnast
orða Prédikarans: „Það sem
hefur verið mun verða og það
sem gjörst hefur mun gjörast
og ekkert er nýtt undir sólinni.
Sé nokkuð til er um verður
sagt; sjá þetta er nýtt, þá hefur
það orðið fyrir löngu, á tímum
sem á undan oss voru.“
HELSTU HEIMILDIR:
Ævisaga Björns Ólafssonar. Höf. Guð-
mundur Bjömsson
Læknar á íslandi 1984.
Lækningar og saga. Höf. Vilmundur
Jónsson
Gamla Testamentið: Prédikarinn
í maf 1998.
Arni Björnsson