Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.1998, Side 44

Læknablaðið - 15.06.1998, Side 44
494 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Frumvarp til laga um gagnagrunna á heilbrigðissviði Nauðsynlegt að laga ýmislegt í frumvarpinu um gagnagrunninn - segir Kári Stefánsson forstjóri íslenskrar erfðagreiningar Kári Stefánsson forstjóri íslenskrar erfða- greiningar hefur verið í brennidepli þeirrar umræðu sem orðið hefur um frumvarp til laga um miðlægan gagnagrunn í heilbrigð- isþjónustu að undanförnu. Ástæðan fyrir því er augljós, enda hefur Kári ekki dregið dul á það að hann átti frumkvæði að samn- ingu frumvarpsins og að fyrirtæki hans hef- ur fullan hug á að ráðast í gerð slíks gagna- grunns. Það var því eðlilegt að Læknablaðið leitaði til hans og bæði hann að svara nokkr- um spurningum um þau viðbrögð sem frum- varpið hefur kallað fram. Kári lýsti þeim hugmyndum sem að baki gagnagrunninum liggja en þær eiga rætur í því að hann velti því fyrir sér hver framtíð fyrir- tækisins gæti orðið eftir að leitinni að erfðavís- unum verður lokið. Að hans mati verður búið að finna flesta erfðavísa mannsins eftir fimm til sjö ár og þá þarf að finna einhver verkefni fyrir þann fjölmenna hóp vísindamanna sem ráðinn hefur verið til starfa. Kári sagði að það sem honum fyndist liggja beinast við væri að leita leiða til að nota erfðafræði sem stýritæki í heilbrigðisþjónustu. Læknisfræði sem stýritæki „Mér er ljóst að erfðafræði sem stýritæki mun ekki leysa öll vandamál heilbrigðisþjónustunn- ar. Hún er bara ein af mörgum aðferðum til að bæta þjónustuna og gera hana skilvirkari. Stað- reyndin er sú að það er búið að hola innan heil- brigðisþjónustu vestrænna þjóða með sparnaði á undanförnum 10-15 árum að því marki að ef haldið verður áfram á þann hátt sem nú er gert munu gæðin í heilbrigðisþjónustunni hrynja. Það má leiða að því rök að við lifum eins og stendur á gömlum merg. Viðbrögðin við þessari staðreynd hafa ekki skilað öðru en því að draga úr hraðanum á aukningu kostnaðar við heilbrigðisþjónustuna, það hefur ekki verið hægt að minnka kostnað- inn. Það er því mjög ólíklegt að fjárveitinga- valdið hér á landi og í öðrum vestrænum lönd- um fari að veita auknu fé til kerfisins. Þess vegna hafa menn farið að leita nýrra leiða til þess að skipuleggja heilbrigðisþjónustu og ein þeirra er að leggja meiri áherslu á fyrirbyggj- andi læknisfræði. Þetta er það sem verið er að ræða á ráðstefn- um erlendis þar sem verið er að fjalla um skipulag heilbrigðisþjónustu. Það er því aug- ljóslega til markaður fyrir læknisfræði sem stýritæki í heilbrigðisþjónustu. Ég get nefnt dæmi þessu til stuðnings. Þegar Sighvatur Björgvinsson þáverandi heilbrigðis-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.