Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.06.1998, Page 58

Læknablaðið - 15.06.1998, Page 58
508 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Lyfjamál 67 Frá Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneyti og landlækni Notkun geð- deyfðarlyfja eykst Enn og aftur fjöllum við um geðdeyfðarlyf og vísum til súlu- rits í Lyfjamálum 63 í febrúar síðastliðnum. Þar er sýnd notk- unin á Norðurlöndum nokkur síðustu ár. Nú liggja fyrir notk- unartölur á Islandi á síðasta ári og enn heldur aukning áfram. Flokkur N06AB, sérhæfðir blokkarar serótónín endurupp- töku (SSRI), vex úr 24,2 DDD/ 1000 íbúa/dag 1996 í 28,6 (18%). Flokkur N06AA, ósérhæfðir blokkarar mónóamín endurupp- töku (TCA) vex einnig í svipuðu hlutfalli, 10,0 DDD/1000 íbúa/ dag 1996 í 11,5 og er það nokkur breyting því notkunin hefur ver- ið tiltölulega stöðug síðustu ár. Söluverðmæti geðdeyfðarlyfja (N06A) vex úr 468 mkr 1996 í 558 mkr 1997 reiknað á apóteks- verði með vsk. Þar af er flokkur N06AB 419 mkr á síðasta ári. A vegum Canadian Coordinat- ing Ojfice for Health Tecnology Assessment fór á síðasta ári fram yfirlitsathugun (meta-analysis) á 162 lyfjarannsóknum þar sem borin er saman geðdeyfðarmeð- ferð með SSRI lyfjum annars vegar og TCA lyfjum hins vegar þegar um er að ræða mikla geð- deyfð (severe depression). Til- gangurinn var að bera saman virkni, meðferðarheldni og auka- verkanir. Aðeins voru athugaðar tvíblindar slembiúrtaks rann- sóknir þar sem meðferðartími var 4-12 vikur og niðurstöður voru sýndar tölulega eða myndrænt. Niðurstöður voru í aðalatrið- um þær að lyfjaflokkarnir væru jafngildir að virkni og meðferð- arheldni einnig svipuð. Tíðni aukaverkana var meiri með SSRI-lyfjum og voru helstar ógleði og kvíði, en með TCA- lyfjum voru helstu aukaverkanir munnþurrkur og hægðatregða. Fyrir neðan birtist sama mynd og í lyfjamálum 63, nema að nú hafa bæst við tölur frá Færeyjum 1996og 1997, Finnlandi 1996og íslandi 1997. DDD/ioooíb./dag Sa|g geödeyföarlyfja á Noröurlöndum 45 0 N06AX Önnurgeðdeyfðarlyf □ N06AG MAO blokkarar, aðrir en hydrazíð ■ N06AB Séræfðir blokkarar serótónín endurupptöku N06AA Ósérhæfðir blokkara mónóamín endurupptöku 10 5 B Danmörk Finnland ísland Noregur Svíþjóö Færeyjar

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.