Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1998, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.06.1998, Blaðsíða 12
464 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Table III. Complications of laparocholecystectomy. (Laparo- scopic cholecystectomy at Landspítalinn, the first 353 cases.) Number (%) Bleeding at trocar site 9 (61.3) Intraabdominal bieeding 7 (18.9) Pneumonia 5 (13.5) Bile leak 7 (18.9) lleus 2 (5.4) Deep vein thrombosis 1 (2.7) Pulmonary embolus 2 (5.4) Urinary retention 1 (2.7) Myocardial infarction 1 (2.7) Sepsis 1 (2.7) Bile duct injury 1 (2.7) Total 37 að meðaltali 94,4 mínútur (45-370 mínútur) en 115,1 mínúta við bráðaaðgerðir (30-440 mínútur) fyrir allan hópinn. Legutími eftir aðgerð og vinnutap: Meðal- legutími hjá sjúklingum þar sem aðgerð var lokið með kögun var 3,1 dagur. Stysti legutími var aðeins örfáar klukkustundir en lengstur 60 dagar hjá sjúklingi sem fékk steinalausa gall- blöðrubólgu í kjölfar kransæðahjáveituaðgerð- ar. Legutími eftir valaðgerðir var 2,8 dagar (0- 32 dagar) en 5,6 dagar eftir bráðaaðgerð (0-60 dagar). Upplýsingar um vinnutap liggja fyrir hjá 306 sjúklingum. Er bæði átt við eiginlegt vinnutap og þann tíma sem tekur sjúklinga að ná upp fyrri færni. Ef aðeins eru teknir þeir sjúklingar þar sem aðgerð var lokið með kögun, liggja fyrir svör frá 257 manns (88,6%). Meðaltími sem tók fólkið að ná fyrri færni var 17,6 dagar (minnst tveir og mest 187 daga). Meðaltími fjarvista var 15 dagar eftir valaðgerð en 21,4 dagar eftir bráðaaðgerð (p=0,025). Umræða Af reynslu okkar drögum við þá ályktun að gallkögun sé valaðgerð hjá sjúklingum með gallblöðrusteina. Frá upphafi var stefnt að því að reyna kögun þó að um bráðaaðgerð væri að ræða. Af reynslu okkar þessi þrjú ár sem um ræðir virðist gallkögun vera kjöraðgerð hvort sem um val- eða bráðaaðgerð er að ræða. Þann- ig voru 43,9% aðgerðanna bráðaaðgerðir og tíðni þeirra jókst verulega er á tímabilið leið. Þó svo að hættara sé við að snúa þurfi yfir í opna aðgerð í bráðatilfellum fækkar þeim tilfellum stöðugt með aukinni færni og ekki er hægt að sjá aukna áhættu fólgna í að reyna fyrst aðgerð með hjálp kviðsjár. Þvert á móti minnk- ar með því áhætta sjúklingsins fyrir að fá síðar fylgikvilla opinnar aðgerðar. Ekki hefur tekist að finna ákveðinn hóp sjúk- linga sem ekki er fallinn til kögunaraðgerðar. Þó virðist tilhneiging til opnunar með auknum þunga sjúklinga, með hækkandi aldri og loks ef um bráðaaðgerð er að ræða. Ekki var þó töl- fræðilega marktækur munur á. Minna vægi hefur kyn, en aukin tilhneiging er í þá átt að karlar og þeir sjúklingar sem áður hafa gengist undir aðgerðir á efri hluta kviðar séu opnaðir. Þannig finnast ekki beinar frábendingar fyrir kviðsjáraðgerð fram yfir almennar frábending- ar við aðgerð. A fyrstu árum gallkögunar töldu margir fyrri aðgerðir og bráða gallblöðrubólgu vera frábendingu fyrir þess háttar aðgerðir en í dag er truflun á blíðstorku (copagulopathia) eina raunverulega frábending (8-11). Almennt gildir að gallvegamyndatöku ber alltaf að gera ef grunur er um steina í gallpípu (12-14). Víða er alltaf gerð gallvegamyndataka, þá til að finna óvænta steina (5-10%), greina gallvegaskaða og til þjálfunar. Okkar stefna þessi fyrstu þrjú ár var að framkvæma gallrás- armyndatöku með holsjá fyrir aðgerð ef grunur var um steina í gallpípunni. Gallvegamynda- taka í aðgerð var einungis gerð ef sterkur grun- ur lék á steinum. A þessum tíma var aðstaða til myndatöku ekki góð og sú tækni sem við höf- um í dag til að fjarlægja gallpípusteina með kögunartækni var ekki fyrir hendi. (Til að gera gallvegamynd þarf C-boga en aðeins einn slík- ur var þá nothæfur á skurðgangi og nánast allt- af upptekinn í bæklunaraðgerðum. Tækið var auk þess ekki vel útbúið fyrir gallvegamynda- tökur.) Heildarbreytihlutfall 17,8% var nokkuð hátt. Þó ber á það að líta, að þetta voru fyrstu þrjú árin og það var stefna deildarinnar frá upphafi að reyna alltaf aðgerð með hjálp kviðsjár. Breytihlutfall við bráðar aðgerðir er almennt mun hærra en við valaðgerðir (10,14-17). Ef bornar eru saman fyrstu 100 aðgerðirnar og síðustu 100 hefur breytihlutfall lækkað veru- lega þrátt fyrir að 60% af síðustu 100 aðgerð- unum hafi verið bráðaaðgerðir. Þetta endur- speglar betur en margt annað aukna færni teym- isins og réttmæti þess að líta ekki á bráða gall- blöðrubólgu sem frábendingu fyrir gallkögun. Töluverður munur er á afturbata eftir því hvort um bráðaaðgerð eða valaðgerð var að ræða. Skýringin er að hluta til sú að mun al- gengara er að í bráðaaðgerðum sé breytt yfir í opna aðgerð og þar með verður sjúkrahúslega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.