Læknablaðið - 15.06.1998, Síða 22
472
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
ist var staðfest hjá 32% þeirra. í öðrum rann-
sóknum hefur verið sýnt fram á inntöku bólgu-
eyðandi gigtarlyfja hjá 18-44% þeirra sem fá
rofsár á maga og skeifugörn (2,9,17,19). Inn-
taka bólgueyðandi gigtarlyfja hefur sýnt sig að
vera algengari hjá sjúklingum með rofsár á
maga, heldur en hjá þeim sem eru með rofsár á
skeifugörn (19). I okkar rannsókn fannst ekki
marktækur munur á staðsetningu rofsára hjá
sjúklingum sem tóku bólgueyðandi gigtarlyf
við greiningu. Nokkuð margar rannsóknir hafa
verið gerðar á meðferð með verndandi maga-
lyfjum samfara inntöku bólgueyðandi gigtar-
lyfja. Bólgueyðandi gigtarlyf hafa eyðileggj-
andi áhrif vegna þess að þau draga úr fram-
leiðslu prostaglandína í slímhúð magans. Það
lyf sem best hefur gefist gegn áhrifum bólgu-
eyðandi gigtarlyfja á magaslímhúð er mísópro-
stól (afbrigði af prostaglandíni El). Lækkuð
hefur verið tíðni skeifugarnarsára með gjöf H9-
blokkera. Súkralfate hefur reynst gagnslaust til
verndunar maga- og skeifugarnarslímhúðar
þegar bólgueyðandi gigtarlyf eru annars vegar
(20). Enginn þessara 22 sjúklinga sem tóku
bólgueyðandi gigtarlyf var á verndandi með-
ferð með magalyfjum.
Staðsetning sára í maga og skeifugörn hefur
breyst töluvert á síðustu áratugum. Tíðni rof-
sára í skeifugörn hefur farið lækkandi (21).
Skeifugarnarsár eru algengust hér (tafla I) og er
það í samræmi við niðurstöður frá Noregi,
Sviss og Skotlandi (2,16,22). Ekki er mark-
tækur munur á tíðni rofsára á maga, portverði
og portvarðarmunni, í okkar rannsókn. Sam-
kvæmt öðrum rannsóknum er röðun rofsára
eftir algengi þannig: 1) skeifugörn, 2) port-
vörður, 3) portvarðarmunni og 4) magi (2,16).
Árið 1990 var kviðsjáraðgerð við rofsári
fyrst lýst (23). Fyrsta kviðsjáraðgerðin við rof-
sári var reynd hér 1992. Snúið var í opna að-
gerð. Ef tafla IV er skoðuð þá hefur kviðsjárað-
gerðum farið fjölgandi frá 7,6% af heildar-
fjölda aðgerða 1992 í 85% af heildarfjölda að-
gerða 1995. Þegar tekin er upp ný aðferð verð-
ur í upphafi að gera ráð fyrir þeim tíma sem
tekur að læra hana. Með þetta í huga verður að
skoða aðgerðartíma og fjölda aðgerða sem
breytt er í opna aðgerð. Fyrstu tvö ár kviðsjár-
aðgerðanna fékkst ekki mikil þjálfun þar sem
aðgerðir voru þrjár á þessum tíma. Árið 1994
kom síðan mikill fjöldi sjúklinga inn með rof-
sár og voru alls gerðar 16 kviðsjáraðgerðir það
ár. Bæði hefur aðgerðartími styst og færri að-
gerðum er breytt í opna aðgerð, þrátt fyrir fáar
aðgerðir í byrjun. Væg lenging á meðalaðgerð-
artíma varð árið 1995 og hlutfallslega fleiri að-
gerðum breytt í opna það ár. Ekki er augljós
skýring á þessum afturkipp.
Meðalaðgerðartíma kviðsjáraðgerða hefur
verið lýst frá 80-135 mínútur (3,8,11,24-26).
Aðgerðartími hér er sambærilegur. Hjá nokkr-
um einstaklingum voru aðrar aðgerðir gerðar í
sömu svæfingu. Þetta veldur því að aðgerðar-
tíminn er ekki nákvæmur fyrir viðgerð á rofsári
þessara sjúklinga. Engar aðgerðir voru gerðar
aukalega við kviðsjáraðgerð.
Niðurstöður okkar sýna tilhneigingu til styttri
sjúkrahúslegu eftir kviðsjáraðgerðir en þær
sem eru að hluta til eða að öllu leyti gerðar
opnar. Sjúklingar útskrifast að meðaltali 2,3
dögum fyrr eftir kviðsjáraðgerð. Nokkrir þætt-
ir geta skýrt þennan mismun. I fyrsta lagi er
með kviðsjáraðgerð komist hjá því að gera
stóran skurð í efri hluta kviðar og sársauki eftir
aðgerð er minni. Ekki eru allir sammála um að
þessi þáttur skipti miklu máli ef lífhimnubólga
er orðin mikil þegar að aðgerð kemur, því mikil
einkenni frá lífhimnubólgu yfirgnæfi einkenni
frá skurðsári hvort sem aðgerð er gerð opin eða
með kviðsjá.
I öðru lagi er vinnusvæði í kviðsjáraðgerð
minna og verkfæri fínlegri. Hnjask á maga og
görnum er minna og sjúklingarnir því fljótari
að losna við magaslöngu auk þess sem inntaka
drykkja og matar hefst fyrr. í þriðja og síðasta
lagi er hægt með kviðsjá að framkvæma betri
skolun á kviðarholi sem kemur í veg fyrir
frekari lífhimnubólgu. Gangur eftir aðgerðir er
í samræmi við erlendar niðurstöður.
Að mati skurðlækna sem meðhöndlað hafa
rofsár á maga og skeifugörn þá hefur sjúklinga-
hópurinn breyst. I seinni tíð hefur meira borið
á sjúklingum með viðameiri og alvarlegri
heilsuvandamál. Nærri helmingur sjúklinganna
var með önnur alvarleg heilsuvandamál og
kemur það heim og saman við erlendar niður-
stöður (2,27,28). Nærtækasta skýringin á þessu
er hugsanlega sú staðreynd að fólk lifir lengur
með alvarlega sjúkdóma, auk þess sem þessum
sjúklingum eru gefnir sterar og bólgueyðandi
gigtarlyf til að lina þjáningar og halda einkenn-
um niðri.
Dánartíðni hjá sjúklingum með rofsár á
maga og skeifugörn hefur aukist undanfarin ár
(16,28). Ur hinum ýmsu rannsóknum hefur
heildardánartíðni þessara sjúklinga verið á