Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1998, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.06.1998, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 499 mun verða fólgið í þeim upplýsingum sem við öflum í framtíðinni á kerfisbundinn hátt. Gildi gömlu upplýsinganna liggur fyrst og fremst í því að þær varpa ljósi á það sem við söfnum í framtíðinni." Hyggjumst selja áskrift - Hverjum ætlið þið að selja aðgang að gagnagrunninum? „Hugmynd okkar er sú að selja áskrift að honum þannig að menn fái ekki aðgang að sjálf- um grundvallarupplýsingunum heldur geti þeir spurt ákveðinna spurninga og fengið svör við þeim, ekki bara úr vélum heldur einnig frá ráð- gjafarþjónustu sem starfrækt yrði í tengslum við gagnagrunninn. Það verður eingöngu hægt að spyrja um hópinn, ekki einstaklinginn. Það verður hægt að spyrja um ákveðna erfðafræði- lega eiginleika hópsins og líkur á því að hann fái ákveðna sjúkdóma og þess háttar en það verður ekki hægt að spyrja um tiltekna einstak- linga. Kaupendur yrðu væntanlega erlend lyfja- fyrirtæki og heilbrigðisþjónusta annarra ríkja sem gæti notað upplýsingarnar við líkanasmíð.“ - Mun þessi gagnagrunnur nýtast læknum á einhvern hátt í daglegum störfum þeirra og um- önnun við sjúklinga? „Allt það sem eykur sparnað og skilvirkni í heilbrigðisþjónustunni gagnast læknum í dag- legri vinnu sinni. En þetta gagnast þeim ekki á þann hátt að þeir geti leitað í gagnagrunninum að upplýsingum um tiltekna einstaklinga. Það kemur að sjálfsögðu ekki til greina. Það má hins vegar setja upp í tengslum við svona gagnagrunn ýmsa kennsluþjónustu. Það hefur verið gert með góðum árangri við erlenda spít- ala. En það er ekki hugsunin að baki gagna- grunninum. Honum er ætlað að gagnast við makró-þjónustu frekar en míkró-þjónustu, ef svo má segja.“ Mikil og góð umræða - Hvernig hafa þér þótt viðbrögðin við frum- varpinu og umræðurnar sem það hefur kveikt? „Viðbrögðin hafa verið tvenns konar. Annars vegar hefur fólkið í landinu og stjórnmálamenn tekið þessu mjög vel, lýst miklum stuðningi við það sem við erum að gera og talið það þjóð- þrifamál. Hins vegar hefur ákveðinn hópur manna, að mestu leyti úr íslenskri læknastétt, brugðist mjög hart við. Þau viðbrögð hafa helg- ast af tvennu. I fyrsta lagi er ýmislegt í frumvarpinu sem mætti fara betur. Því er ég sammála og það gildir einnig um heilbrigðisráðherra og aðra þá sem unnið hafa að frumvarpinu. Það þarf að laga ýmislegt í því og margir hafa brugðist hart við vegna misskilnings sem stafar af því að lagatextinn hefði mátt vera betri. A hinn bóginn eru viðbrögð sem byggjast á hreinum misskilningi og á köflum hefur mér fundist það vera vegna þess að menn vilji mis- skilja hugmyndina. Læknarnir í þessum hópi hafa haft um þetta þung orð, líkt okkur sem að þessu stöndum við nasista og annað í þeim dúr. Þetta stafar að hluta til af hreinum stéttarhags- munalegum ástæðum, læknum finnst þetta muni ógna stöðu þeirra og völdum í samfélag- inu. En það sem ég held að hafi valdið mestu um þessar mótbárur er sú tilraun sem gerð var til að koma þessu í gegn nú í vor. Ég hef að undanförnu talað við marga áhrifamenn innan íslenskrar læknastéttar og fundið að stór hluti andstöðunnar gegn frumvarpinu byggðist á því að það væri ekki verið að sýna stéttinni þá virð- ingu sem hún ætti skilið. Ég held að það sé rétt, það hafi verið gerð mistök þegar kom að því að kynna málið. Það er að vísu ekki til nein form- úla fyrir því hvernig á að leggja fram frumvarp. Þegar menn velja að leggja það fram án þess að bera það fyrst undir hagsmunaaðila þá vilja umræðurnar'oft verða hvassari eins og raunin varð núna. Það getur þó oft verið af hinu góða, í það minnsta verður ekki kvartað undan því að þetta frumvarp hafi ekki hlotið mikla umræðu.“ I lokin var Kári spurður hvort hann efaðist ekkert um að það tækist að finna þá 400 sér- fræðinga sem hann kveðst þurfa til þess að sinna þeim verkefnum sem íslensk erfðagrein- ing hefur tekist á hendur. Hann sagðist ekki hafa neinar áhyggjur af því. Nú starfa um 200 manns hjá fyrirtækinu og þá sem vantar sagðist hann finna hér innanlands og meðal íslenskra lækna og vísindamanna sem búsettir eru í út- löndum. Einnig fyndist honum æskilegt að hluti starfsliðsins, 10-20 af hundraði, væru út- lendingar því þannig væri hægt að flytja er- lenda þekkingu inn í landið. -ÞH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.