Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.1998, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.06.1998, Blaðsíða 52
502 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 starfsmanninum sem hefur varðveisluskylduna. Sönnun í slíkum málum er vitaskuld erfið, en ég tel engan vafa vera á því að ef sá sem ber ábyrgð á því að varðveita skrána bregst þeirri skyldu þá verði hann bótaskyldur." - Eru þess einhver dæmi hér á landi að svona gögn hafi lekið út og verið misnotuð? „Ég hef ekki heyrt um slík dæmi. Hitt er ann- að mál að við vitum að umgengni um sjúkra- skrár mætti vera miklu betri. Ein röksemdin sem notuð hefur verið fyrir gagnagrunninum er sú að það sé alveg ótrúlegt hversu hræddir menn séu við áhrif gagnagrunnsins á trúnað læknis við sjúkling, vitandi hvernig gengið er um skrárnar núna. Það er að sjálfsögðu ekki hægt að nota það þótt menn hafi ekki iðkað nógu vönduð vinnubrögð í því að gæta trúnaðar og þagnarskyldu sem rök til að réttlæta gagna- grunn þar sem hugsanlega er ekki búið nógu vel um hnútana hvað öryggið varðar. Ég vona að þessi umræða um gagnagrunninn leiði til þess að menn fari að umgangast sjúkra- skrárnar af meiri varúð og gæti þeirra betur, því að þetta eru viðkvæmar persónuupplýsingar og það ber að fara með þær og umgangast þær sem slíkar.“ Heilbrigðiskerfíð njóti arðsins - Akvæði frumvarpsins um að stjórnvöldum sé heimilt að veita einu fyrirtæki einkarétt á að gera svona gagnagrunn hafa vakið nokkrar deilur og því hefur jafnvel verið haldið fram að það stangist á við samkeppnislög og samþykkt- ir á Evrópska efnahagssvæðinu. Hvert er þitt álit á því? „Já, þessu hefur verið haldið fram. Rökin fyrir einkaleyfinu eru eitthvað á þá leið að gerð gagnagrunnsins sé svo kostnaðarsöm að ef leyfa ætti hverjum sem er að ganga í það verk myndi það ekki borga sig. Mín skoðun er sú að ef menn telja að það borgi sig að setja upp gagnagrunn, sem ýmsir raunar draga í efa, þá væri eðlilegast að ríkið sjálft gerði það og veitti síðan aðgang að grunninum eftir fyrirfram sett- um reglum. Ríkið gæti selt aðgang að gagna- grunninum rétt eins og einkaleyfishafinn virð- ist ætla að gera. Mér finnst eðlilegt að ríkið stæði fyrir slíkri framkvæmd og gæti þess vegna fjármagnað kostnaðinn við að setja upp grunninn með lántökum. Ef gagnagrunnurinn er jafnverðmætur og þeir virðast halda sem ætla að leggja út í þetta verk þá finnst mér sanngjarnt og eðlilegt að það verði heilbrigðis- kerfið sjálft sem njóti arðsins.“ Margt illskiljanlegt í frumvarpinu - Hvernig hafa viðbrögðin við frumvarpinu og umræðan um gagnagrunninn verkað á þig? „Ég er mjög ánægð með þessa umræðu. Þeg- ar ég heyrði fyrst af þessu frumvarpi leist mér ekki á blikuna. Ég óttaðist að frumvarpið myndi verða samþykkt án mikillar efnislegrar umræðu eins og svo oft gerist hjá okkur, jafn- vel í veigamiklum málum. Sem betur fer voru menn mjög vel á verði og þessi umræða hófst sem ég held að hafi verið bæði nauðsynleg og gagnleg. Niðurstaða hennar varð sú að fresta málinu til haustsins. Ég vona að menn noti sumarið til þess að gera þær breytingar sem nauðsynlegar eru á frumvarpinu. Ég verð hins vegar að viðurkenna að það er margt í þessu frumvarpi sem er erfitt að skilja. Það hefur enginn getað útskýrt hvemig gagna- grunnurinn getur orðið jafnmikilvægur og frumvarpið lætur í veðri vaka. Þar eru talin upp atriði eins og þau að upplýsingarnar megi nýta til að búa til ný lyf, þróa nýjar aðferðir eða bæta þær sem fyrir eru við forspá, greiningu og meðferð sjúkdóma og til að leita hagkvæmustu leiða í rekstri heilbrigðiskerfa. Ég geri mér ekki grein fyrir því hvernig hægt er að gera þetta með upplýsingum úr gagnagrunni þar sem búið er að aftengja nafn og kennitölu. Ég hef varpað þessari spurningu fram, en ekki fengið svör. Ég fæ ekki betur séð en að til þess að þetta sé hægt verði menn að rekja sig með einhverjum hætti til baka til einstaklinganna. Eða hvernig ætla menn að ná þessum markmiðum með öðrum hætti?“ spyr Dögg Pálsdóttir hæsta- réttarlögmaður. -ÞH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.