Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.06.1998, Side 35

Læknablaðið - 15.06.1998, Side 35
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 485 Fig. 1. Distribution of the initial HlV-l RNA copy numbers among the group. blóðsýna. Blóð var dregið á þriggja til sex mánaða fresti nema þegar lyfjameðferð var breytt en þá var sýni mælt fyrir breytingu, þremur til fjórum vikurn síðar og á þriggja til fjögurra mánaða fresti eftir það. Meðferð og lyfjaval var í höndum lækna sjúklinganna. Áhrif fyrstu meðferðar eða breytingar á með- ferð voru metin á tímabilinu desember 1995 til nóvember 1996. Sjúklingar: Fylgst hefur verið með öllum HIV sýktum einstaklingum sem sýni hafa bor- ist frá, frá því rannsóknin hófst til ársloka 1996. Ætla má að sýni hafi borist frá flestum greindum HIV-1 sýktum einstaklingum á lífi á rannsóknartímabili, sem smitsjúkdómalæknum var kunnugt um. HIV-1 RNA mœlingar: Magn veiru í plasma var ákvarðað með kjarnsýrumögnun, sem gerð var með Amplicor HIV Monitor™ prófi frá Roche (8,9), og voru allar mælingar fram- kvæmdar á rannsóknastofu Landspítalans í veirufræði. Dregnir voru 4-5 mL blóðs í glös sem í er EDTA. Plasma var nauðsynlegt að skilja frá innan sex klukkustunda frá töku sýnis og var fryst strax við -70°C þar til mæling var gerð. RNA var svo einangrað úr plasma sjúk- linga og umritað í DNA. Eitthundrað fjörutíu og tveggja basapara röð í gag geni HIV var mögnuð með hjálp sérhæfðra biotin merktra þreiflinga (primers). Þekktu magni RNA stað- als, sem hefur sömu þreiflinga bindistaði og HIV markið en basaröð (þreifaröð) sem er sér- stök fyrir staðalinn, var bætt í hvert sýni í upp- hafi. í prófinu bindast biotin merktir genbútar HIV sérhæfðum þreifum (probes) sem þekja brunna 96 holu ELISA bakka. Fimmfaldar þynningar voru gerðar til greiningar á fjölda magnaðra afurða (amplicona). Magn merktra genbúta var síðan ákvarðað með avidin-pipar- rótar peroxíðasa conjugati og litarhvarfi tengdu því. Fjöldi RNA eintaka í sýni var reiknaður með því að bera saman gleypni sýnis í ljósmæli og þekkts RNA staðals. Neðri greiningarmörk aðferðarinnar eru 400 RNA eintök í mL plasma. Mælingar á fjölda CD4+ frumna: Þær voru gerðar á rannsóknastofu í ónæmisfræði. CD4+ frumur voru merktar með einstofna mótefnum gegn CD4 (Leu3a, Becton Dickinson, Moun- tain View, California) og síðan taldar í flæði- frumusjá (FACScan, Becton Dickinson). Niðurstöður Einkenni hópsins: Fjörutíu og fjórir einstak- lingar höfðu staðfesta HIV sýkingu. Allir greindust með HIV smit áður en mælingar hóf- ust. Þrír einstaklingar, tvær konur og einn karl, greindust með HIV sýkingu um það leyti sem rannsókninni var hrundið af stað. Karlar voru 36 (82%) og konur 8 (18%). Sjúklingarnir voru á aldrinum 22 til 59 ára. Meðalaldur hópsins var 36,5 ár, karlanna 38 ár og kvennanna 28,5 ár. Fjórir karlanna voru á sextugsaldri en flestir milli þrítugs og fertugs. Fjöldi CD4+ frumna hópsins var á bilinu 2-641 frumur/mm1, að meðaltali 230 frumur/mm3 (normalgildi: 600- 1200 frumur/míkrólítra). Tuttugu og einn af 44 (48%) sjúklingum var ekki á meðferð gegn HIV en 23 af 44 (52%) voru á meðferð er þeir komu inn í rannsóknina, níu af 23 tóku einn bakritahemil en 14 af 23 tvo bakritahemla. RNA gildi hópsins voru á bilinu < 2,6 logio(400 eintök/mL) til 6,13 logio (1.363.450 eintök/ mL); ineðaltalið var 5,02 log (105.377 eintök/ mL). Upphafleg RNA gildi: Mynd 1 sýnir nánari dreifingu RNA gilda við fyrstu mælingu. Rúm- lega tveir þriðju hlutar sjúklinga reyndust hafa fleiri en 10.000 veirueintök/mL. Ellefu þeirra höfðu ekki verið meðhöndlaðir með lyfjum. Áhrif breytinga á meðferð á veirumagn og fjölda CD4+ frumna. Myndir 2 og 3 sýna áhrif fjöllyfjameðferðar á veirumagn og fjölda CD4+ frumna hjá tveimur sjúklingum. í fyrra tilfellinu (mynd 2) hafði sjúklingur verið með- höndlaður ineð lyfjum gegn HIV-1 og þurfti tvær lyfjabreytingar til að bæla fjölgun veir- unnar svo að hún mældist ekki í plasma, en í seinna tilfellinu (mynd 3) hafði sjúklingur ekki verið á meðferð gegn veirunni en fyrsta breyt- ing á meðferð hafði í för með sér að veirumagn varð ómælanlegt.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.