Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1999, Page 22

Læknablaðið - 15.02.1999, Page 22
120 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Kawasaki sjúkdómur á íslandi 1979-1997 Pétur Benedikt Júlíusson,,I Hróðmar Helgason21, Árni V. Þórsson341 Júlíusson PB, Helgason H, Þórsson ÁV Kawasaki disease in Iceland 1979-1997 Læknablaðið 1999; 85: 120-4 Kawasaki disease is a multisystem inflammatory dis- ease most commonly affecting young children. The first patient documented with the disease in lceland was diagnosed in 1979. In this retrospective study we describe our experience with the disease in lceland over 19 years. From 1979 to 1997 40 children were diagnosed with Kawasaki disease, i.e. an annual incidence of 8.5 per 100,000 children younger than five years of age. Male-female ratio was 2:1. The number of patients each year varied from none to seven. Coronary aneu- risms were revealed in four of 30 patients (13%) undergoing 2D echocardiography. One patient died (2.5%) of cardiac complication (heart failure). Twenty-seven of 30 patients diagnosed after 1987 were treated with intravenous immunoglobulins. The incidence of Kawasaki disease in Iceland is com- parable to what has been reported in the other Nordic countries. Key words: Kawasaki disease, epidemiology, complica- tions. Ágrip Kawasaki sjúkdómur er bólgusjúkdómur sem einkennist aðallega af hita, húðútbrotum, tárubólgu og bólgubreytingum í munnslímhúð, Frá "barneklinikken Bergen, Haukeland Sykehus, 2lBarna- spítala Hringsins, 31barnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, "’Háskóla íslands. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Pétur B. Júlíus- son barneklinikken Bergen, Haukeland Sykehus, 5021 Bergen. Netfang: pjul@bkb.haukeland.no Lykilorö: Kawasaki sjúkdómur, faraidsfræöi, fyigikvillar. en getur haft í för með sér fylgikvilla í hjarta- og æðakerfi. Gúlamyndun í kransæðum sést hjá 15-20% ómeðhöndlaðra sjúklinga. Tilgang- ur þessarar afturskyggnu rannsóknar var að kanna nýgengi Kawasaki sjúkdóms hérlendis, tíðni hjartakvilla og annarra fylgikvilla. Fyrsti sjúklingurinn greindist á Islandi 1979. Til og með 1997 höfðu 40 börn greinst með sjúkdóm- inn hér á landi. Meðalnýgengi var 8,5/100.000 á ári hjá börnum undir fimm ára aldri. Kynja- hlutfall (drengir/stúlkur) var 2:1. Fjöldi tilfella var breytilegur frá ári til árs, frá engu til sjö barna á ári. Fljartabilun greindist hjá þremur börnum og kransæðagúlar hjá fjórum. Einn sjúklingur lést úr hjartabilun tengdri Kawasaki sjúkdómi. Öll börn greind eftir 1987, að þrem- ur undanskildum, voru meðhöndluð með mót- efnum í æð. Nýgengi sjúkdómsins innan fimm ára aldurs er sambærilegt við niðurstöður rann- sókna frá hinum Norðurlöndunum. Inngangur Kawasaki sjúkdómi var fyrst lýst í Japan af Tomisaku Kawasaki árið 1967 (1). Orsakir sjúkdómsins eru óþekktar en hann einkennist af hita, húðútbrotum, tárubólgu, bólgum í munnslímhúð, útlimabólgum og eitlastækkun- um. Hættulegasti fylgikvilli sjúkdómsins er bólga í meðalstórum slagæðum, sérlega krans- æðum, með gúlamyndun. Allt að 20% sjúk- linga fá slíka gúla án meðhöndlunar (2). Oftast ganga kransæðagúlarnir til baka án þess að valda sjúkdómseinkennum en þó geta þeir leitt til hjartadreps eða langvinns hjartasjúkdóms. Dánartíðni er lág eða undir 1% (3). Kawasaki sjúkdómur er nú algengasta orsök áunnins hjartasjúkdóms hjá bömum í hinum vestræna heimi (4).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.