Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1999, Qupperneq 37

Læknablaðið - 15.02.1999, Qupperneq 37
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 131 The Face in Fetal Alcohol Syndrome Discriminating Features short palpebral fissures flat midface indistinct philtrum Associated Features epicanthal folds low nasal bridge minor ear anomalies short nose thin upper lip "" micrognathia ln the Young Child Mynd 1. Andlitseinkenni í heilkenni fósturskaða afvöldum áfengis (15). því að valda dauða fósturs til þess að valda vægri hegðunarröskun hjá börnum. í aldanna rás hefur fólk grunað að áfengis- neysla á meðgöngu gæti haft skaðleg áhrif á fóstrið. Sem dæmi má nefna að í Karþagóborg til forna var brúðhjónum bannað að drekka vín á brúðkaupsnóttina af ótta við að afbrigðilegt barn kæmi undir (1). I svokölluðum ginfaraldri á Bretlandi á fyrri hluta 18. aldar vöruðu lækn- ar við því að áfengisneysla á meðgöngu gæti skaðað fóstrið (2). Árið 1932 lýsti Huxley því í bók sinni Veröld ný og góð, hvernig Gammar, Deltar og Epsilonar voru búnir til í svokölluðu Bokanovskyferli. Það ferli var nokkurs konar klónunaraðferð á fólki, sem fólst í því að hindra eðlilegan vöxt og þroska hjá frjóvguð- um eggjum með því meðal annars að gefa þeim næstum banvænan skammt af alkóhóli. Þeir sem lifðu þetta ferli af urðu kyrkingslegir vexti og treggáfaðir (3). Þessi trú manna á neikvæð áhrif áfengisneyslu hélst fram á 20. öldina, en eftir bannárin var tilhneiging hjá læknum að líta á ótta við áfengisneyslu á meðgöngu sem óþarfa siðavendni. Talið var að börn drykkju- kvenna fæddust óeðlileg vegna erfðafræðilegra þátta, þeirra sömu og yllu drykkjusýkinni hjá mæðrum þeirra (4). Það var ekki fyrr en í lok sjöunda áratugarins og byrjun þess áttunda að áhugi á neikvæðum afleiðingum áfengisneyslu á meðgöngu vakn- aði á ný. Árið 1968 birti hópur franskra vís- indamanna niðurstöðu rannsóknar á 127 börn- um sem áttu drykkjusjúka foreldra. Þeir lýstu mjög einkennandi útliti þessara barna, einkum ef mæðurnar voru áfengissjúklingar (5,6). Árið 1973 voru það svo sérfræðingar í lýtalækning- um, Jones og félagar, sem lýstu svipuðum nið- urstöðum í Lancet og komu fram með skil- greininguna á heilkenni fósturskaða af völdum áfengis (fetal alcohol syndrome, FAS) (1,7). Þrír aðgreinandi þættir heilkennisins voru vaxtarskerðing, andlitsvanskapnaður og þroskaskerðing. Vanskapnaðurinn og vaxtar- skerðingin sem einkenna heilkennið eru afleið- ing mikillar áfengisneyslu snemma á með- göngu og er aðeins toppurinn á fósturskaðaís- jakanum. Minni áfengisskammtar og tíðari, heldur en þeir sem valda heilkenninu, geta valdið starf- rænum skaða í formi vitsmunaskerðingar og hegðunarvandamála. Starfræni skaðinn, sem veldur einstaklingnum miklu alvarlegri erfið- leikum til langs tíma litið heldur en sá líkam- legi, stafar aðallega af neyslu áfengis eftir fyrsta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.