Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.1999, Side 42

Læknablaðið - 15.02.1999, Side 42
136 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Mynd 2. Músafóstur, annaðfóstrið (A) er heilbrigt en hiít (B) er skaddað af völdutn Mynd 3. Þriggja ára samsk stúlka með áfengis. Ljósm.: K.K. Sulik, University of North Carolina, Chapel Hill. heilkenni fósturskaða af völdum áfengis. Ljósm.: George Steinmetz. (© G. Steinmetz) Hugtakið áfengistengdur fósturskaði (fetal alcohol effect, FAE) hefur oft verið notað, þeg- ar barn hefur aðeins tvö af ofangreindum þrem- ur einkennum. Þetta hugtak hefur verið gagn- rýnt fyrir óljós greiningarskilmerki og óskipu- lega notkun um böm með hin marvíslegustu vandamál (9). í nýjum greiningarskilmerkjum IOM eru í stað þessa hugtaks komin hugtökin áfengistengdir fæðingargallar (alcohol-related birth defects, ARBD) og áfengistengd röskun á taugaþroska (alcohol-related neurodevelop- mental disorder, ARND). Greiningarskilmerki fyrir áfengistengda röskun á taugaþroska eru: 1. Einkenni um óeðlilegan þroska miðtauga- kerfisins eins og lýst er í lið 3 hér að ofan og/eða: 2. Einkenni um marvíslegan afbrigðilegan hegðunar- og vitsmunaþroska sem er í ósam- ræmi við þroskastig og skýrist ekki af erfð- um og umhverfisáhrifum eingöngu. Þar má nefna erfiðleika við að læra, skerta frammi- stöðu í skóla, lélega hvatastjórnun, skort á innsæi í mannlegum samskiptum, skertan málskilning og máltjáningu, erfiðleika við afstæða hugsun, sértæka stærðfræðierfið- leika eða vandamál í sambandi við minni, athygli eða dómgreind. Greining á heilkenni fósturskaða af völdum áfengis hefur reynst erfið vegna þess að hana er aðeins hægt að framkvæma með klínísku mati og flest tilfelli (89%) eru greind eftir sex ára aldur (10). Tíðni Tölur um tíðni heilkennis fósturskaða af völdum áfengis eru mjög breytilegar eftir því hvaða skilmerki eru notuð og hvers konar þýði er skoðað. I ritum um efnið er algengast, að tíðni þess sé talin vera eitt til þrjú af hverjum 1000 lifandi fæddum börnum meðal vestrænna þjóða (11,12). Abel telur tíðnina um eitt af hverjum 1000 börnum í hinu almenna fæðing- arþýði og 4,3% meðal ofdrykkjufólks eða þeirra sem drekka 3,7 drykki á dag eða meira. Hann álítur að tíðnin sé 20 sinnum hærri í Bandaríkjunum (1,95/1000) samanborið við Evrópu og önnur lönd (0,08/1000). í Banda- ríkjunum er tíðnin hæst í lægri stéttum samfé- lagsins og meðal svartra og indíána (2,29/ 1000), en lægri í mið- og efri stéttum og hjá hvítu fólki (0,26/1000). í rannsókn, sem gerð var fyrir rúmum áratug í einangruðu fátæku indíánasamfélagi í bresku Kólumbíu þar sem áfengissýki var á háu stigi, kom í ljós að 190 börn af hverjum 1000 undir 18 ára aldri voru með heilkenni fósturskaða af völdum áfengis eða áfengistengdan fóstur- skaða (13). Samkvæmt rannsóknum í Svíþjóð var tíðni heilkennis fósturskaða af völdum áfengis áætl- uð vera eitt af hverjum 600 lifandi fæddum bömum í Gautaborg árið 1976, en árið 1983 hafði tíðnin minnkað í eitt af hverjum 2400 börnum og var það þakkað forvarnarstarfi heilbrigðisstarfsmanna og félagsráðgjafa með- al þungaðra kvenna og einnig upplýsingamiðl- un fjölmiðla. Afengisneysla meðal ungra kvenna í Svíþjóð minnkaði frá 2,2 lítrum af hreinum vínanda á ári árið 1976 niður í 1,2 lítra á ári 1985. Neyslan hafði aukist aftur í 1,9 lítra á ári 1989 og var það eingöngu vegna aukinnar neyslu á sterkum bjór. Ekki er vitað um núver- andi tíðni í Svíþjóð (14).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.