Læknablaðið - 15.02.1999, Blaðsíða 57
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
149
Eins og nafn þessa sjúkdóms bendir til eru
hjartsláttartruflanir alvarlegasti fylgikvillinn. í
byrjun geta komið fram tiltölulega vægar hjart-
sláttartruflanir frá sleglum sem oftast versna
við áreynslu. Smám saman koma fram hviður
af sleglahraðtakti sem leiða til óþæginda frá
brjósti, yfirliða og geta jafnvel dregið til dauða.
Rannsóknir hafa sýnt að sleglahraðtaktur er
vegna hringsóls (re-entry) og vegna þess að
hringsólsferill er í hægri slegli kemur fram
vinstra greinrof á hjartalínuriti. Hringsól gerir
það að verkum að tiltölulega auðvelt er að
framkalla hraðtaktinn með örvun hjá þessum
sjúklingum við raflífeðlisfræðilega athugun.
Meðferð hjartsláttartruflana í ARVD er eink-
um tvenns konar. í vægari tilfellum er beitt
lyfjameðferð. Þar hefur sotalol reynst best og
er í dag talið kjörlyf. Hafi sjúklingurinn fallið í
yfirlið eða fengið hjartastopp verður ekki hjá
því komist að græða í hann raflostsgangráð
(defibrillator) þar sem þessi atriði þykja benda
til aukinnar hættu á alvarlegum takttruflunum.
Reynd hefur verið skurðaðgerð með því að
nema á brott sjúkt svæði. Með því móti hefur
verið unnt að bæta hjartsláttartruflanir en starf-
semi slegils skerðist þá til muna.
Lokaorð
Sjúkratilfelli mánaðarins fjallar um fyrsta
tilfelli ARVD sem greinst hefur á íslandi. Þó
sjúkdómurinn sé sjaldgæfur er líklegt að hann
sé vangreindur. Með aukinni notkun hjartaóm-
unar og segulómunar má búast við nokkurri
aukningu á þessari sjúkdómsgreiningu á kom-
andi árum.
HEIMILDIR
1. McKenna WJ, Thiene G, Nava A, Fontaliran F, Blomström-
Lundqvist C, Fontaine G, et al, on behalf of the Task Force
of the Working Group Myocardial and Pericardial Disease
ofThe European Society of Cardiology and of the Scientific
Council on Cardiomyopathies of the International Society
and Federation of Cardiology, supported by the Schoepfer
Association. Diagnosis of arrhythmogenic right ventricular
dysplasia/cardiomyopathy. Br Heart J 1994; 71: 215-8.
2. Corrado D, Basso C, Thiene G, McKenna WJ, Davies MJ,
Fontaliran F, et al. Spectrum of Clinicopathological Mani-
festations of Arrhythmogenic Right Ventricular Cardio-
myopathy/Dysplasia: A Multicenter Study. J Am Coll
Cardiol 1997; 30: 1512-20.
3. Benn M, Steen P, Lund B, Schiönning JD, Baandrup U,
Pedersen AK. Arytmogen höjre ventrikel kardiomyopati.
UgeskrLæger 1998; 160: 1454-9.
4. Fontaine G, Fontaliran F, Frank R. Arrhythmogenic Right
Ventricular Cardiomyopathies. Clinical Forms and Main
Differential Diagnoses. Circulation 1998; 97: 1532-5.
5. Burke AP, Farb A, Tashko G, Virmani R. Arrhythmogenic
Right Ventricular Cardiomyopathy and Fatty Replacement
of the Right Ventricular Myocardium. Are They Different
Diseases? Circulation 1998; 97: 1571-80.