Læknablaðið - 15.02.1999, Side 58
150
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85; 150-2
Fræðileg ábending
Erýtrómýsín ónæmir
streptókokkar á íslandi
Hratt vaxandi vandamál!
Karl G. Kristinsson'1, Einar Hjaltested", Eggert Sigfússon2’, Ólafur Steingrímsson11, Haraldur Briem31
Streptococcus pyogenes (8-hemólýtískir
streptókokkar af flokki A) er ein algengasta or-
sök hálsbólgu og er ósjaldan orsök annarra efri
loftvegasýkinga. Hún er jafnframt orsök barns-
fararsóttar og ein tveggja mikilvægustu orsaka
húð- og sárasýkinga. Ómeðhöndlaðar geta sýk-
ingarnar valdið ífarandi djúpum sýkingum og
blóðsýkingum. Þessar sýkingar voru veruleg
ógn heilsu manna fyrir tíma sýklalyfjanna. I
dag eru sýkingarnar alltaf meðhöndlaðar með
sýklalyfjum og hefur dánartíðni af þeirra sök-
um því verið lág síðustu áratugina. Kjörmeð-
ferð er og hefur verið penisillín, en mælt hefur
verið með erýtrómýsíni (eða öðrum makrólíð
sýklalyfjum) hjá einstaklingum með penisillín
ofnæmi. Meðferð með erýtrómýsíni við háls-
bólgu gefur mun lakari árangur ef sýking er af
völdum erýtrómýsín ónæms stofns, heldur en
ef hún orsakast af erýtrómýsín næmum stofni
(1). Vaxandi ónæmi baktenunnar fyrir erýtró-
mýsíni og öðrum makrólíðum er því verulegt
áhyggjuefni. Há tíðni ónæmis í Finnlandi og á
Italíu hafa vakið heimsathygli og hefur mikilli
notkun makrólíð sýklalyfja verið kennt um (1,2).
A Islandi hefur sýklalyfjanæmi S. pyogenes
verið kannað í upphafi hvers árs hjá stofnum
sem ræktast frá efri loftvegum og húð, en alltaf
hjá stofnum sem hafa ræktast frá ífarandi sýk-
ingum (3). í júlí á síðasta ári reyndist einn
stofn, sem ræktaðist úr blóði sjúklings, vera
erýtrómýsín ónæmur. Þegar annar ónæmur stofn
Frá "sýklafræöideild Landspítalans, !lHeilbrigöis- og trygg-
ingamálaráöuneytinu, 3lsóttvarnalækni. Fyrirspurnir, bréfa-
skipti: Karl G. Kristinsson, sýklafræðideild Landspítalans,
sími: 560 1952; bréfsími: 560 1957; netfang: karl@rsp.is
fannst í september síðastliðnum, var ákveðið
að athuga næmi fyrir erýtrómýsíni hjá öllum S.
pyogenes stofnum á sýklafræðideild Landspít-
alans. Sýklafræðideildin hefur geymt eldri
stofna í þeim tilgangi að fylgjast með breyting-
um á stofngerðum og er verið að kanna næmi
þeirra stofna. Næmi fyrir klindamýsíni hefur
einnig verið athugað á erýtrómýsín ónæmum
stofnum til þess að ákvarða svipgerð (pheno-
type) þeirra, auk þess að nú er unnið að frekari
stofngreiningu stofnanna. Rannsókn þessi er á
byrjunarstigi en hröð aukning erýtrómýsín
ónæmis og hátt hlutfall ónæmra stofna í des-
ember er ástæða þessarar kynningar.
Mynd 1. sýnir fjölda stofna sem ræktast hafa
á sýklafræðideild Landspítalans og næmi
þeirra fyrir erýtrómýsíni. Hlutfall ónæmra
stofna hefur aukist hratt á seinni hluta síðasta
árs og var komið í 22% í desember. Ekki hefur
fundist skýring á lágu hlutfalli í október. Þrír
(9%) erýtrómýsín ónæmir stofnar reyndust
hafa innleiðanlegt ónæmi gegn klindamýsíni
og tilheyrðu því svokallaðri IR (inducible re-
sistance) svipgerð. Allir hinir erýtrómýsín
stofnarnir, eða 31 (91%), voru klindamýsín
næmir og tilheyrðu svokallaðri M (makrólíð
ónæmir en linkósamíð næmir) svipgerð. Eng-
inn stofn reyndist vera af CR (constitutive
resistance) svipgerð. Flestir stofnamir greind-
ust í börnum á leikskólaaldri eða 19 (56%), þrír
(9%) í börnum yngri en tveggja ára, þrír (9%) í
börnum á aldrinum 7-16 ára og níu (26%) í
fullorðnum. Tuttugu og sex (76%) stofnanna
ræktuðust frá hálsi, sex (18%) frá húð eða sár-
um, einn (3%) úr blóði og einn (3%) stofn
ræktaðist úr þvagi. Stærstur hluti sýnanna eða
28 (82%) komu frá heilsugæslulæknum eða
læknum á stofum en sex (18%) frá sjúkrahús-