Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1999, Qupperneq 58

Læknablaðið - 15.02.1999, Qupperneq 58
150 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85; 150-2 Fræðileg ábending Erýtrómýsín ónæmir streptókokkar á íslandi Hratt vaxandi vandamál! Karl G. Kristinsson'1, Einar Hjaltested", Eggert Sigfússon2’, Ólafur Steingrímsson11, Haraldur Briem31 Streptococcus pyogenes (8-hemólýtískir streptókokkar af flokki A) er ein algengasta or- sök hálsbólgu og er ósjaldan orsök annarra efri loftvegasýkinga. Hún er jafnframt orsök barns- fararsóttar og ein tveggja mikilvægustu orsaka húð- og sárasýkinga. Ómeðhöndlaðar geta sýk- ingarnar valdið ífarandi djúpum sýkingum og blóðsýkingum. Þessar sýkingar voru veruleg ógn heilsu manna fyrir tíma sýklalyfjanna. I dag eru sýkingarnar alltaf meðhöndlaðar með sýklalyfjum og hefur dánartíðni af þeirra sök- um því verið lág síðustu áratugina. Kjörmeð- ferð er og hefur verið penisillín, en mælt hefur verið með erýtrómýsíni (eða öðrum makrólíð sýklalyfjum) hjá einstaklingum með penisillín ofnæmi. Meðferð með erýtrómýsíni við háls- bólgu gefur mun lakari árangur ef sýking er af völdum erýtrómýsín ónæms stofns, heldur en ef hún orsakast af erýtrómýsín næmum stofni (1). Vaxandi ónæmi baktenunnar fyrir erýtró- mýsíni og öðrum makrólíðum er því verulegt áhyggjuefni. Há tíðni ónæmis í Finnlandi og á Italíu hafa vakið heimsathygli og hefur mikilli notkun makrólíð sýklalyfja verið kennt um (1,2). A Islandi hefur sýklalyfjanæmi S. pyogenes verið kannað í upphafi hvers árs hjá stofnum sem ræktast frá efri loftvegum og húð, en alltaf hjá stofnum sem hafa ræktast frá ífarandi sýk- ingum (3). í júlí á síðasta ári reyndist einn stofn, sem ræktaðist úr blóði sjúklings, vera erýtrómýsín ónæmur. Þegar annar ónæmur stofn Frá "sýklafræöideild Landspítalans, !lHeilbrigöis- og trygg- ingamálaráöuneytinu, 3lsóttvarnalækni. Fyrirspurnir, bréfa- skipti: Karl G. Kristinsson, sýklafræðideild Landspítalans, sími: 560 1952; bréfsími: 560 1957; netfang: karl@rsp.is fannst í september síðastliðnum, var ákveðið að athuga næmi fyrir erýtrómýsíni hjá öllum S. pyogenes stofnum á sýklafræðideild Landspít- alans. Sýklafræðideildin hefur geymt eldri stofna í þeim tilgangi að fylgjast með breyting- um á stofngerðum og er verið að kanna næmi þeirra stofna. Næmi fyrir klindamýsíni hefur einnig verið athugað á erýtrómýsín ónæmum stofnum til þess að ákvarða svipgerð (pheno- type) þeirra, auk þess að nú er unnið að frekari stofngreiningu stofnanna. Rannsókn þessi er á byrjunarstigi en hröð aukning erýtrómýsín ónæmis og hátt hlutfall ónæmra stofna í des- ember er ástæða þessarar kynningar. Mynd 1. sýnir fjölda stofna sem ræktast hafa á sýklafræðideild Landspítalans og næmi þeirra fyrir erýtrómýsíni. Hlutfall ónæmra stofna hefur aukist hratt á seinni hluta síðasta árs og var komið í 22% í desember. Ekki hefur fundist skýring á lágu hlutfalli í október. Þrír (9%) erýtrómýsín ónæmir stofnar reyndust hafa innleiðanlegt ónæmi gegn klindamýsíni og tilheyrðu því svokallaðri IR (inducible re- sistance) svipgerð. Allir hinir erýtrómýsín stofnarnir, eða 31 (91%), voru klindamýsín næmir og tilheyrðu svokallaðri M (makrólíð ónæmir en linkósamíð næmir) svipgerð. Eng- inn stofn reyndist vera af CR (constitutive resistance) svipgerð. Flestir stofnamir greind- ust í börnum á leikskólaaldri eða 19 (56%), þrír (9%) í börnum yngri en tveggja ára, þrír (9%) í börnum á aldrinum 7-16 ára og níu (26%) í fullorðnum. Tuttugu og sex (76%) stofnanna ræktuðust frá hálsi, sex (18%) frá húð eða sár- um, einn (3%) úr blóði og einn (3%) stofn ræktaðist úr þvagi. Stærstur hluti sýnanna eða 28 (82%) komu frá heilsugæslulæknum eða læknum á stofum en sex (18%) frá sjúkrahús-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.