Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1999, Qupperneq 66

Læknablaðið - 15.02.1999, Qupperneq 66
156 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Vinnutímatilskipun Evrópusambandsins hefur áhrif á starfsumhverfi sjúkrahúslækna Vaktaskipulagi sjúkrahúsanna verður umturnað, læknum fjölgað og þrýstingur eykst á meiri samvinnu sjúkrahúsa Arnór Víkingsson. Fyrir nokkrum árum lög- festi Alþingi svonefnda vinnutímatiiskipun Evrópu- sambandsins. Samkvæmt henni eru takmörk sett fyrir því hversu lengi atvinnu- rekendur geta látið fóik vinna, bæði á sólarhring og á viku. I stað þess að binda nákvæm ákvæði um vinnu- tíma í lög eða reglugerðir ákváðu stjórnvöld að láta aðilum vinnumarkaðarins eftir að semja um nánari útfærslu tilskipunarinnar. Flest stærri samtök launa- fólks, svo sem ASÍ, BSRB og BHM, hafa samið við við- semjendur sína og nú er röð- in komin að sjúkrahúslækn- um. Arnór Víkingsson ritari stjórnar LI á sæti í nefnd sem er að tjalla um áhrif vinnu- tímatilskipunar Evrópusam- bandsins á störf og vinnutíma lækna. Nefndin er skipuð samkvæmt bókun í kjara- samningi sjúkrahúslækna frá 1997 en auk Arnórs eiga sæti í henni Ásgeir Böðvarsson fyrir hönd LI, Inga Þráinsdóttir fyrir hönd Félags ungra lækna, Guðlaug Björnsdóttir fyrir hönd Ríkisspítala, Oddur Gunnarsson fyrir hönd Sjúkrahúss Reykjavíkur og Halldór Jónsson fyrir hönd Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri. Arnór sagði í viðtali við Læknablaðið nú um miðjan janúar að stefnt væri að því að ljúka samningum í febrúar en að því loknu yrðu niðurstöður kynntar læknum og bornar undir atkvæði. En um hvað snýst þessi tilskipun? „Hún hefur þann tilgang að vernda starfsmenn fyrir ágangi atvinnurekenda að þeir geti ekki lagt á starfsfólk sitt of mikla vinnu. Hún snertir því ekki sjálfstæðan rekstur, til dæmis stofurekstur lækna. Tilskipunin setur þau mörk að vikulegur vinnutími sé ekki meiri en 48 stundir og að á hverjum sólarhring fái starfs- menn að minnsta kosti 11 tíma samfellda hvíld og er þá mið- að við næstu 24 tíma eftir að viðkomandi mætir til vinnu. Frá þessu síðarnefnda ákvæði er að vísu undanþága niður í átta tíma hvíld en fyrir því verður að færa sterk rök. Það er ekki hægt að hnika vinnu- tímanum upp fyrir sextán tíma á sólarhring." Nýtt vaktskipulag að fæðast - Snertir þetta stóran hluta sjúkrahúslækna? „Já, eins og vinnutíma sjúkrahúslækna er háttað þýð- ir þetta að það þarf að um- turna öllu vaktaskipulagi sjúkrahúsanna. Að vísu ber að geta þess að þótt rætt sé um 16 stunda hámarksvinnu á sólar- hring þá má læknir vera á gæsluvakt, ef hann er ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.