Læknablaðið - 15.02.1999, Síða 67
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
157
kallaður út í átta tíma sam-
fleytt. Þetta á sérstaklega við
sérfræðinga sem eru á svo-
kallaðri gæsluvakt 2 þar sem
álagið yfir nóttina er lítið. Þær
vaktir geta haldið sér óbreytt-
ar.
Fyrir aðrar tegundir sjúkra-
húsvakta gengur þetta síður.
Auðvitað gildir það um allar
vaktir að álagið er mest á
kvöldin en minna yfir nóttina
en samt sem áður er víða þörf
fyrir útköll sérfræðinga að
næturlagi. Þar sem slíkt gerist
er gerð krafa um breyttar
vaktir, það má ekki hafa sama
lækninn á vakt frá klukkan 16
til átta næsta morgun. Við höf-
um því lagt töluverða vinnu í
að búa til nýtt vaktskipulag
sem tekur mið af þessum regl-
um en getur samt sem áður
nýst í þeirri starfsemi sem rek-
in er á sjúkrahúsunum.
Þetta er víða erfitt miðað
við þann fjölda lækna sem nú
er að störfum á sjúkrahúsun-
um. Það eru nógu margir lyf-
læknar á stóru sjúkrahúsunum
í Reykjavík til þess að manna
vaktirnar eftir að búið er að
skipta 16 tíma vakt upp í tvær
átta tíma vaktir. Þetta mun þó
tæplega vekja mikla hrifningu
þeirra sérfræðinga sem ganga
vaktir. A skurð- og handlækn-
ingadeildum er þetta hins veg-
ar vonlaust því þeir sem ganga
vaktir eru svo fáir. Þar eru
víða ekki nema fjórir til sex
læknar sem skipta vöktunum á
milli sín og ef við skiptum
vöktunum upp í átta tíma
vaktir er verið að tala um að
þeir séu á vakt annan eða
þriðja hvern sólarhring og það
gengur einfaldlega ekki. Og
þar sem meginandi reglnanna
er sá að vernda starfsmanninn
þá munu 16 tíma vaktirnar
sennilega halda sér óbreyttar
þar sem starfsmannafjöldinn
leyfir ekki annað. Þetta kallar
hins vegar á að fjölgað verði í
þeim hópum sem ganga
vaktirnar."
Getur leitt til
tekjulækkunar
- Geta þessar nýju reglur
haft áhrif á tekjumöguleika
lækna?
„Þær geta haft slík áhrif,
sérstaklega hvað varðar ung-
lækna, og þau geta verið veru-
leg. Til dæmis dettur út það
ákvæði að deildarlæknar sem
standa vaktir fram að mið-
nætti og eiga að mæta til
vinnu snemma næsta morgun
vinni á yfirvinnutaxta ef þeir
fá ekki nægilega hvfld á milli.
Þetta getur haft töluvert
launatap í för með sér fyrir
deildarlækna.
Annað atriði sem gæti snert
kjör unglækna er ákvæði 4.2.2
í kjarasamningi okkar en þar
segir að á stofnunum eða
deildum „þar sem góð nýting
tækja og húsnæðis er bundin
við lengri vinnutíma, má
ákveða dagvinnu frá mánu-
degi til föstudags á tímabilinu
frá kl. 07:00 til kl. 24:00“ í
stað þess að dagvinna sé frá
kl. 8-17. Þetta gæti leitt til
þess, samkvæmt skilningi at-
vinnurekenda, að unglæknir
sem mætir á vakt kl. 18 eða 20
og er á vakt til morguns verði
á dagvinnutaxta með álagi til
miðnættis en ekki eftirvinnu-
taxta eins og nú er. Reyndar
erum við mjög ósáttir við
þetta því við teljum að þetta
ákvæði geti ekki gilt um bráða-
þjónustu heldureinungis ef um
er að ræða fyrirfram ákveðna
þjónustu, til dæmis röntgen-
myndatöku, sem ákveðið er
að veita á kvöldin. Það er hins
vegar lykilatriði fyrir kjör
unglækna og sumra sérfræð-
inga hvernig þetta ákvæði
verður túlkað.
Því er ekki að leyna að fs-
lenskir læknar vinna of mikið
og þess vegna er ekki nema
gott eitt um það að segja að
settar séu reglur til þess að
draga úr þessari miklu vinnu.
Það sem ég sé jákvætt við
reglumar er að í þeim er farið
fram á samfellda átta tíma
hvíld á sólarhring. Við vitum
að læknar sem eru á bakvakt
heima hjá sér verða oft fyrir
ónæði af völdum símhring-
inga út af vandamálum sem
upp koma á sjúkrahúsinu.
Vandamálið er þá oft leyst með
símtali sem stendur kannski
yfir í stundarfjórðung. Þessi
símtöl hafa ekki verið greidd
sérstaklega, menn hafa fengið
sitt bakvaktarkaup en ekki
skrifað á sig sérstök útköll
vegna símtalanna. Við teljum
að burtséð frá greiðslum fyrir
svona símtöl þá séu þau óhjá-
kvæmilega röskun á sam-
felldri hvíld. Við höfum hald-
ið því fram í samningsgerð-
inni að læknum beri réttur til
frítöku vegna þeirrar skerð-
ingar á hvíldartíma sem af
svona samtölum hlýst. Að
þessu hafa viðsemjendur okk-
ar ekki viljað ganga en við
vinnum að því að fá sjónarmið
okkar viðurkennt."
Mun valda miklum
breytingum
- Hafa þessar breytingar
ekki í för með sér töluverðan
kostnaðarauka fyrir sjúkra-
húsin?
„Um það er ekki gott að
segja, en það er ljóst að þessi
tilskipun getur valdið miklum
breytingum í heilbrigðisþjón-
ustunni. Hún tengist öllum
þessum umræðum um sam-
ræmingu á rekstri eða jafnvel