Læknablaðið - 15.02.1999, Síða 68
158
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
sameiningu sjúkrahúsanna.
Það blasir við að hún muni
auka þrýsting á að þar sem
haldið er uppi vöktum bæði á
Landspítalanum og Sjúkra-
húsi Reykjavíkur í tilteknum
undirgreinum verði vaktirnar
sameinaðar og aðeins hafður
einn sérfræðingur á vakt í stað
tveggja. Þessi eini mun þá
vinna meira en áður en samt
hefur þetta í för með sér
sparnað fyrir kerfið í heild.
Þetta mun einnig auka eftir-
spurn eftir unglæknum. Nú
eru á bilinu 110-120 unglækn-
ar í starfi á sjúkrahúsunum en
þegar nýju reglurnar verða
komnar til framkvæmda þarf
að fjölga þeim upp í 180 eða
þar um bil. Spurningin sem þá
vaknar er hvernig hægt er að
brúa þetta bil. Ein leiðin er að
fjölga nemendum í lækna-
deild en sú leið gæti verið
varasöm því það er hæpið að
mæta skorti á unglæknum sem
eru að störfum í tvö til þrjú ár
með því að fjölga læknum
sem við eigum svo í vandræð-
um með að taka við sem sér-
fræðingum síðar. Þetta gæti
orðið dýr leið fyrir samfélag-
ið. Önnur leið og fýsilegri
væri að auka sérfræðinám hér
á landi. Þá myndu unglæknar
staldra lengur við hér að loknu
námi. Þetta hefur verið til um-
ræðu en er flókið mál og gæti
reynst erfitt í framkvæmd.
Þriðja leiðin væri sú að fjölga
sérfræðingum sem gætu tekið
að sér störf unglækna að ein-
hverju leyti og einnig gengið
inn í þær sérfræðingastöður
sem óhjákvæmilega munu
verða til.
Með þessu er ég í raun að
segja að launafólki á sjúkra-
húsunum muni fjölga á næstu
árum. Það mun óhjákvæmi-
lega auka kostnað fyrir
sjúkrahúsin en á móti gæti
komið aukin hagræðing og
samræming á störfum sjúkra-
húsanna sem yrði til þess að
draga úr kostnaði.“
Læknar vinna of rnikið
- En er ekki tómt mál að
tala um fjölgun lækna á sama
tíma og það ríkir læknaskortur
og í sumum greinum blasir
við fækkun lækna?
„Jú, við erum óneitanlega í
erfiðri stöðu. Ef við berum
okkur saman við Norðurlönd
þá vinna allir íslenskir læknar
mikið, bæði unglæknar og
sérfræðingar. Sérfræðingar
sem vinna eingöngu á spítöl-
unum taka mikið af aukavökt-
um og þeir sem eru í hluta-
stöðum reka flestir stofu.
Svona er mynstrið hér á landi
og menn telja sig þurfa á þess-
um tekjum að halda. Raunar
eru íslenskir læknar með svip-
aðar brúttótekjur og læknar á
Norðurlöndunum en vinnan
að baki þeim er miklu meiri
hér á landi. Þetta held ég að sé
aðalástæðan fyrir því hversu
margir læknar setjast að á
Norðurlöndunum, þeir sjá fyr-
ir sér miklu þægilegra líf þar
en hér.
I ljósi þessa sést hversu
mikilvægt skref var stigið í
síðustu samningum þegar
byrjað var að færa yfirvinnu-
tekjurnar inn í fastakaupið og
á þann hátt að draga úr þess-
um langa vinnutíma. Við þurf-
um að halda áfram á þeirri
braut því ef okkur tekst að
koma hér á mannvænni vinnu-
tíma þá hef ég trú á því að
margir þeirra sem nú starfa
utanlands muni líta það hýru
auga að snúa heim. Þetta á
ekki síst við störf lækna í
heilsugæslunni úti á landi þar
sem vinnuálagið er óhóflegt.
Þar nægir ekki að hækka
kaupið, það verður að draga
úr vinnuálaginu.“
Snertir ekki
stofurekstur
- En ef sérfræðingur sem
rekur stofu verður fyrir því að
vaktirnar hans eru skornar
niður í krafti vinnutímatil-
skipunarinnar, getur hann þá
ekki bætt sér það upp með
lengri vinnutíma á stofunni?
„Jú, það er í raun ekkert
sem bannar honum það. Til-
skipunin nær eingöngu til
starfsmanna en ekki sjálf-
stæðra atvinnurekenda, þeir
síðamefndu mega vinna 24
tíma á sólarhring sjö daga vik-
unnar ef þeim sýnist svo. Sú
hugmynd hefur kviknað að
læknar stofni fyrirtæki sem
taki að sér vaktirnar og vinni
þær sem verktakar. (Með því
móti kæmust þeir framhjá
vinnutímatilskipuninni. Eg
get ekki tekið undir þetta sjón-
armið því ég tel það af hinu
góða að draga úr vinnutíma
lækna þótt ekki megi ganga of
langt í þeim efnum. Læknar
þurfa að vinna töluvert til þess
að viðhalda sérfræðiþekkingu
sinni.
Reyndar er líka uppi
ágreiningur um það hvort til-
skipunin nái til allra lækna
sem starfa sem launamenn.
Samkvæmt úrskurði frá Evr-
ópusambandinu eru unglækn-
ar ekki fyllilega undir hana
seldir, það má í sumum tilvik-
um leggja meira á þá en til-
skipunin segir til um. En til-
hneigingin hefur verið í þá átt
að allir unglæknar skuli hlíta
tilskipuninni.
Þetta og önnur ágreinings-
atriði verða skoðuð af sér-
stakri úrskurðarnefnd á veg-
um ASÍ, BSRB, BHM og rík-
isins. Þessi nefnd hefur ekki