Læknablaðið - 15.02.1999, Qupperneq 74
164
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
Högni Óskarsson
Flísar og bjálkar
Frumvarp um miðlægan
gagnagrunn á heilbrigðissviði
varð að lögum þann 17. des-
ember síðastliðinn. Átök á
lokaspretti urðu töluverð, sum
á efnislegum forsendum, önn-
ur báru vott um að kosningar
eru í nánd. Það er mat þessa
höfundar að frumvarpið hafi
batnað mikið síðustu mánuði,
álitamál hafa verið skýrð, þó
að enn virðist vanta upp á að
þau hafi komist til skila. Eitt
lítið dæmi um það er sú gagn-
rýni að enginn viti hvaða
heilsufarsupplýsingar eigi að
fara í gagnagrunninn. Þó svo
að ekki sé nákvæmlega skil-
greint í lögunum hvaða upp-
lýsingar eigi að fara í gagna-
grunninn þá stóð í frumvarp-
inu, nú í lögum og greinar-
gerð, að samráð verði við sér-
greinafélög lækna og for-
stöðumenn sviða um það
hvaða upplýsingar skuli vinna
úr sjúkraskrám inn í miðlægan
gagnagrunn og eins hvaða
upplýsingar eigi ekki að vinna
í gagnagrunninn. Er þetta öllu
skynsamlegra heldur en að
fela það í vald alþingismanna
að ákveða slíkt. Haft skal að
leiðarljósi að upplýsingarnar
nýtist sem best til stjórnunar
og þróunarvinnu, til skýrslu-
gerðar fyrir heilbrigðisyfir-
völd og til allrar vísindastarf-
semi. Síðan er það tölvu-
nefndar að tryggja að per-
sónuverndar sé gætt.
Umræðan hefur verið áköf,
en merkilega laus við per-
sónuleg ónot. Kom það mér
því nokkuð á óvart að lesa
grein í desemberhefti Lækna-
blaðsins eftir Árna Björnsson
lýtalækni þar sem hann afbak-
ar margt af því, sem ég skrif-
aði í Morgunblaðsgrein um
gagnagrunnsmálið. Árni
Björnsson hefur í mínum huga
skipað virðingarsess í áratugi
sem brautryðjandi í sinni sér-
grein, sem íhugull læknir og
vopnabróðir í ýmsum málum,
sem snerta hinn húmanistíska
og siðfræðilega þátt læknis-
starfsins.
En lítum efnislega á málið.
Þeim fjölmörgu, sem ekki
lásu Morgunblaðsgrein mína
en lásu grein Árna, kemur
ekkert annað í hug en að þar
hafi ég skautað létt yfir álita-
mál og logið þar sem hindran-
Mannvernd
Frmhald af bls. 162
Mikilvægt er að læknum sé
kunnugt um þennan rétt sjúk-
linga því margir spyrjast fyrir
um þetta nú þegar. Mann-
vernd mun aðstoða fólk við að
koma þessari ósk á framfæri.
Samtökin hafa í samráði við
lögfræðinga látið hanna eyðu-
blað með slíkri tilkynningu til
landlæknis. Mannvernd hefur
sent landlækni drög að eyðu-
blaðinu, í von um að það gæti
flýtt fyrir framgangi þessa
máls. Svar hefur ekki borist
þegar þetta er ritað en eyðu-
blaðið er birt hér og er lækn-
um frjálst að nota það að vild.
Læknar eru hvattir til að
kynna sér sjónarmið Mann-
verndar en þau koma fram á
heimasíðu samtakanna. Slóð-
in er www.simnet.is/mannvernd
Þar er meðal annars að finna
umsögn stjórnar Siðfræðiráðs
L.I. þar sem læknum er ráð-
lagt að taka ekki þátt í gerð
grunnsins, einnig samantekt í
töfluformi á öllum umsögnum
um frumvarpið sem sendar
voru til Heilbrigðis- og trygg-
inganefndar Alþingis, um-
fjöllun erlendra fjölmiðla,
umræður og deilur. Læknar
sem áhuga hafa á að gerast fé-
lagar eða jafnvel taka þátt í
starfi Mannverndar geta skráð
sig í síma 881 7194 eða snúið
sér til stjórnarmanna. Sig-
mundur Guðbjarnason pró-
fessor er formaður Mann-
verndar, en aðrir í stjórn eru
Laufey Tryggvadóttir faralds-
fræðingur, Friðrik Jónsson
verkfræðingur og Anna Atla-
dóttir læknaritari, auk undir-
ritaðs.
Pétur Hauksson