Læknablaðið - 15.02.1999, Page 83
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
171
Miðlægur gagnagrunnur - hvað nú?
Heilbrigðisstofnanir og læknar á
læknastofum munu hafa áhrif á það hvaða
upplýsingar fara inn í gagnagrunninn
- segir Davíð Á. Gunnarsson ráðuneytisstjóri
Skömmu fyrir jól af-
greiddi Alþingi Iögin um
miðlægan gagnagrunn á
heilbrigðissviði eftir miklar
umræður og átök í samfé-
laginu. En þótt lögin hafi
verið samþykkt er fjölmörg-
um spurningum ósvarað um
eðli og starfrækslu gagna-
grunnsins, verði hann að
veruleika, vel að merkja, en
margir hafa dregið það í efa.
En nú er það orðið verkefni
Heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytisins að sjá um
framhaldið. Blaðamaður
Læknablaðsins gekk því á
fund Davíðs A. Gunnarsson-
ar ráðuneytisstjóra og spurði
hann hver verði næstu skref í
gagnagrunnsmálinu.
„Það sem snýr að ráðuneyt-
inu núna er að skipa starf-
rækslunefnd og setja
reglugerðir sem lögin kveða á
um. Að því loknu verður fyrst
hægt að velja leyfishafa til
þess að hefja vinnuna. Þegar
hann verður kominn til skjal-
anna verður það hlutverk
ráðuneytisins að fylgjast með
samningaviðræðum hans við
heilbrigðisstofnanir og lækna.
Það eru starfrækslunefndin,
Tölvunefnd og landlæknir
sem annast hið formlega eftir-
lit með framvindu málsins.
Þeirra verkefni er að sjá um að
allt fari samkvæmt lögunum.
Þetta eru þau verkefni sem
blasa við ráðuneytinu á næstu
vikum og mánuðum.“
Davíð A. Gunnarsson ráðuneyt-
isstjóri í Heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytinu.
- Er þetta starf hafið að ein-
hverju marki?
„Undirbúningur málsins er
í fullum gangi í ráðuneytinu.'1
Samið um innihald
gagnagrunnsins
- Það kom fram við lokaaf-
greiðslu frumvarpsins að eftir
væri að ákveða hvaða upplýs-
ingar færu inn í gagnagrunn-
inn. A hvaða stigi málsins
verður það ákveðið og hver
mun taka þá ákvörðun?
„Það gerist að hluta til und-
ir forystu ráðuneytisins í sam-
ráði við meðal annars land-
læknisembættið, en ekki síður
í samningum rekstrarleyfis-
hafa við stofnanirnar. Þar
verða menn að ræða sína á
milli um það hvaða upplýs-
ingar sé eðlilegt að setja í
grunninn. Einnig verður að sjá
svo um að upplýsingakerfið
fullnægi kröfum heilbrigðis-
þjónustunnar, þar með talinna
vísindamanna. Þar þarf líka að
leggja mat á það hvaða upp-
lýsingar gera eitthvert gagn í
grunninum.“
- Verður þá ekki sett í
reglugerð hvaða upplýsingar
eigi að fara í gagnagrunninn?
„Því treysti ég mér ekki til
að svara á þessari stundu. Eg
geri ráð fyrir að það yrði að
hluta til sett í reglugerð en
fyrst og fremst verður þetta
samkomulag milli samnings-
aðila.“
- Hefur verið rætt hvernig
valið á leyfishafanum fer fram?
„Það hefur verið rætt og ég
á von á því að ákvörðun um
það verði tekin á næstu vik-
um.“
Nauðsynleg umræða,
burtséð frá gagna-
grunninum
- Má ekki búast við því að
erfitt verði að semja um fyrir-
komulag gagnagrunnsins,
ekki síst í ljósi þess að á annað
hundrað lækna hafa lýst því
yfir að þeir muni ekki láta upp-
lýsingar af hendi nema sjúk-
lingar beinlínis krefjist þess?
„í mínum huga er það alveg
ljóst að það inunu eiga sér
áfram stað miklar umræður
um gagnagrunninn. Málinu er
alls ekki lokið þótt lögin hafi