Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1999, Blaðsíða 83

Læknablaðið - 15.02.1999, Blaðsíða 83
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 171 Miðlægur gagnagrunnur - hvað nú? Heilbrigðisstofnanir og læknar á læknastofum munu hafa áhrif á það hvaða upplýsingar fara inn í gagnagrunninn - segir Davíð Á. Gunnarsson ráðuneytisstjóri Skömmu fyrir jól af- greiddi Alþingi Iögin um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði eftir miklar umræður og átök í samfé- laginu. En þótt lögin hafi verið samþykkt er fjölmörg- um spurningum ósvarað um eðli og starfrækslu gagna- grunnsins, verði hann að veruleika, vel að merkja, en margir hafa dregið það í efa. En nú er það orðið verkefni Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins að sjá um framhaldið. Blaðamaður Læknablaðsins gekk því á fund Davíðs A. Gunnarsson- ar ráðuneytisstjóra og spurði hann hver verði næstu skref í gagnagrunnsmálinu. „Það sem snýr að ráðuneyt- inu núna er að skipa starf- rækslunefnd og setja reglugerðir sem lögin kveða á um. Að því loknu verður fyrst hægt að velja leyfishafa til þess að hefja vinnuna. Þegar hann verður kominn til skjal- anna verður það hlutverk ráðuneytisins að fylgjast með samningaviðræðum hans við heilbrigðisstofnanir og lækna. Það eru starfrækslunefndin, Tölvunefnd og landlæknir sem annast hið formlega eftir- lit með framvindu málsins. Þeirra verkefni er að sjá um að allt fari samkvæmt lögunum. Þetta eru þau verkefni sem blasa við ráðuneytinu á næstu vikum og mánuðum.“ Davíð A. Gunnarsson ráðuneyt- isstjóri í Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu. - Er þetta starf hafið að ein- hverju marki? „Undirbúningur málsins er í fullum gangi í ráðuneytinu.'1 Samið um innihald gagnagrunnsins - Það kom fram við lokaaf- greiðslu frumvarpsins að eftir væri að ákveða hvaða upplýs- ingar færu inn í gagnagrunn- inn. A hvaða stigi málsins verður það ákveðið og hver mun taka þá ákvörðun? „Það gerist að hluta til und- ir forystu ráðuneytisins í sam- ráði við meðal annars land- læknisembættið, en ekki síður í samningum rekstrarleyfis- hafa við stofnanirnar. Þar verða menn að ræða sína á milli um það hvaða upplýs- ingar sé eðlilegt að setja í grunninn. Einnig verður að sjá svo um að upplýsingakerfið fullnægi kröfum heilbrigðis- þjónustunnar, þar með talinna vísindamanna. Þar þarf líka að leggja mat á það hvaða upp- lýsingar gera eitthvert gagn í grunninum.“ - Verður þá ekki sett í reglugerð hvaða upplýsingar eigi að fara í gagnagrunninn? „Því treysti ég mér ekki til að svara á þessari stundu. Eg geri ráð fyrir að það yrði að hluta til sett í reglugerð en fyrst og fremst verður þetta samkomulag milli samnings- aðila.“ - Hefur verið rætt hvernig valið á leyfishafanum fer fram? „Það hefur verið rætt og ég á von á því að ákvörðun um það verði tekin á næstu vik- um.“ Nauðsynleg umræða, burtséð frá gagna- grunninum - Má ekki búast við því að erfitt verði að semja um fyrir- komulag gagnagrunnsins, ekki síst í ljósi þess að á annað hundrað lækna hafa lýst því yfir að þeir muni ekki láta upp- lýsingar af hendi nema sjúk- lingar beinlínis krefjist þess? „í mínum huga er það alveg ljóst að það inunu eiga sér áfram stað miklar umræður um gagnagrunninn. Málinu er alls ekki lokið þótt lögin hafi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.