Læknablaðið - 15.02.1999, Page 94
180
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
Lyfjamál 74
Frá Heílbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti
og landlækni
Nú er nokkuð um liðið síð-
an bókin LYFJAVAL kom út.
Til upprifjunar þá er bókin af-
rakstur samstarfsverkefnis Fé-
lags íslenskra heimilislækna,
Heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytisins, lándlækn-
isembættisins og Trygginga-
stofnunar ríkisins. í bókinni
eru leiðbeiningar um meðferð
og notkun lyfja við ákveðnum
sjúkdómum eða einkennum.
Verkefnið er ennþá í fullum
gangi og senn kemur að 2. út-
gáfu bókarinnar. Að hverjum
kafla vinna oftast tveir til þrír
læknar í sameiningu. Unnið er
út frá „evidence based medi-
cine“ þannig að sú meðferð
sem mælt er með er vísinda-
lega studd og vel þekkt og
reynd. Lyfjafræðinemar hafa
einnig lagt verkefninu lið. Það
var ekki ætlunin að svo langt
liði á milli áfanga, en af ýms-
um orsökum hægðist nokkuð
á verkefninu. I haust og fram
eftir vetri var unnið vel og
voru yfir 20 kaflar í vinnslu. í
október síðastliðnum var
haldinn fundur þar sem lækn-
ar kynntu þá kafla sem búið
var að vinna og var innihald
þeirra rætt og komst hópurinn
að samkomulagi um hvernig
viðkomandi kafli myndi birt-
ast í Lyfjavalinu. Nú eru 17
kaflar svo gott sem tilbúnir til
uppsetningar og prentunar.
Sigurður Helgason hefur
sem fyrr verið aðaldriffjöður-
in í verkefninu í samvinnu við
lyfjafræðing Tryggingastofn-
unar. Tryggingastofnun vill
nota tækifærið og koma á
framfæri þakklæti til Sigurðar
og allra þeirra sem að verk-
efninu hafa komið, fyrir
ánægjulegt samstarf. Ákveðið
hefur verið að ráða lyfjafræð-
ing tímabundið til starfa, sem
eingöngu mun sinna Lyfjaval-
inu. Með þessu vill stofnunin
leggja sitt að mörkum til að
verkefnið gangi sem best.
Verkefni eins og Lyfjaval
lýkur aldrei. Nýir kaflar eiga
að birtast jafnt og þétt og áður
birtir kaflar þurfa reglulegrar
endurskoðunar við vegna sí-
felldra nýjunga. Heyrst hefur
frá læknum sem tekið hafa
þátt í þessu starfi að það sé
mjög ánægjulegt og jafnist á
við góða endurmenntun. Hluti
af verkefninu er síðan að
fylgja bókinni eftir og sjá til
þess að hún sé notuð, en ryk-
falli ekki uppi í hillu. Lækna-
deild Tryggingastofnunar hef-
ur sýnt í verki áhuga á að
koma að verkefninu, bæði
hvað varðar vinnslu kaflanna,
yfirlestur og eftirfylgni.
Heilbrigðisyfirvöld gera á
hverju ári kröfur um sparnað
meðal annars í lyfjakostnaði.
Lyfjakostnaður kemur ekki til
með að lækka, hann eykst á
hverju ári og aðallega vegna
nýrra lyfja sem oftar en ekki
eru mjög dýr. Með samstarfi
sem þessu þá er unnið að því
að nota lyfín, bæði þau gömlu
og nýju, á skynsaman og
markvissan hátt svo fjármun-
irnir nýtist sem best. Lyfja-
framleiðendur eyða gífurleg-
um fjármunum í að segja
læknum frá kostum nýju lyfj-
anna. Á síðasta ári voru tvö ný
lyf tekin snögglega af markaði
vegna hættulegra aukaverk-
ana. Læknar verða því ávallt
að vera mjög gagnrýnir á aug-
lýsingar lyfjaframleiðenda.
Upplag Lyfjavalsins er því
miður búið, en hægt er að
panta bókin hjá Ingu J. Arnar-
dóttur hjá Tryggingastofnun,
eða með tölvupósti, netfangið
er: ingaja@tr.is