Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Side 8
föstudagur 1. júní 20078 Fréttir DV
erlendarFréttir
ritstjorn@dv.is
Viðurkenndi
fjöldamorð
Rússneskur táningur hefur
viðurkennt að hafa myrt yfir 30
manns í Moskvu í viðleitni sinni
við að „hreinsa borgina“, að
sögn The Moscow Times. Tán-
ingurinn segist meðal annars
hafa drepið menn frá Armeníu,
Asíu og Tadsjikistan með því að
stinga fórnarlömbin með hnífi
tuttugu sinnum, hið minnsta.
Pilturinn er nemi í íkona-mynd-
list og er talinn hafa framið flest
morðanna í félagi við annan
mann. Síðasta morðið framdi
hann um miðjan apríl síðast-
liðinn og þá handtók lögreglan
hann alblóðugan með hníf í fór-
um sínum, auk þess sem árásin
náðist á öryggismyndavélar.
Stuðningsmenn TRT-flokksins
voru harmi slegnir á miðvikudag
þegar dómur var kveðinn upp um
að flokkurinn þeirra skyldi leyst-
ur upp. Formaður flokksins segir
dóminn alltof harðan en bað fé-
laga sína um að virða hann. For-
sætisráðherrann og stofnandi
flokksins, Thaksin Shinawatra, er
enn í útlegð eftir að herforingjar
tóku stjórn landsins í sínar hend-
ur. Ástæðan fyrir valdaráninu var
meint kosningasvik TRT-flokksins
en Shinawatra má ekki taka þátt
í stjórnmálum í Taílandi næstu
fimm ár samkvæmt úrskurðinum
og það sama gildir um rúmlega
hundrað félaga hans.
Keppinauturinn sýknaður
Niðurstöður kosninganna í apríl
á síðasta ári voru ógiltar eftir að upp
komst um svindlið. Var flokkurinn
meðal annars fundinn sekur um að
hafa búið til flokka til að bjóða fram
gegn sér á svæðum þar sem eng-
in mótframboð voru til staðar til að
komast hjá reglum um lágmarks
kosningaþátttöku.
Lýðræðisflokkurinn sem er hinn
stóri flokkurinn í landinu var einn-
ig sakaður um að hafa óhreint mjöl
í pokahorninu. Félagsmenn hans
voru hins vegar sýknaðir af öll-
um ákærum og samkvæmt fréttum
brutust út mikil fagnaðarlæti fyr-
ir utan dómhúsið í Bangkok, höf-
uðborg landsins, þegar sá úrskurð-
ur lá fyrir. Glöddust meðal annars
stuðningsmenn TRT-flokksins sem
vonuðust til að dómurinn væri
undanfari sýknudóms yfir sínum
mönnum. Það reyndist þó ekki vera.
Formaðurinn segir dóminn vera
stuðningsyfirlýsingu við núverandi
stjórnarherra þótt þeir hafi komist
til valda með því að láta vopnin tala.
Samkvæmt fréttavef BBC er talið lík-
legt að niðurstaðan muni valda reiði
meðal hinna fjöldamörgu stuðn-
ingsmanna flokksins en hann sækir
fylgi sitt að miklu leyti til fólks í dreif-
býli og þeirra fátækustu. Lögreglan
hafði viðbúnað í höfuðborg landsins
í gær vegna fjölmennra mótmæla
þar gegn herforingjastjórninni.
Kosningar fyrir árslok
Núverandi forsætisráðherra
landsins, herforinginn Surayud
Chulanont hefur lofað því að ný
stjórnarskrá landsins verði kynnt
á þessu ári og kosningar muni fara
fram fyrir árslok. Talið er líklegt
að þeir félagsmenn TRT-flokks-
ins sem ekki voru dæmdir muni
reyna að stofna nýjan flokk og
bjóða sig fram í þeim kosningum.
Það myndi ekki stríða gegn lög-
um landsins samkvæmt frétt The
Guardian í gær.
Það er ekki óalgengt að herinn
taki fram fyrir hendur stjórnmála-
manna í landinu líkt og gerðist í
september í fyrra. Þá tók herinn
völdin á friðsamlegan hátt á með-
an forsætisráðherrann var á fundi
hjá Sameinuðu þjóðunum í New
York. Hann hefur ekki snúið til-
baka eftir það. Valdaránið hefur
haft slæm áhrif á efnahag landsins
þar sem gengi gjaldmiðils lands-
ins hefur lækkað töluvert og dreg-
ið hefur úr straumi ferðamanna.
Konungur landsins sem er í guða-
tölu hefur hvatt þegna sína til að
sýna stillingu á meðan jafnvægi
næst á nýjan leik í stjórnmálalífi
landsins. kristjan@dv.is
RingulReið í Taílandi
Surayud Chulanon núverandi
forsætisráðherra landsins er herforingi
og hefur lofað landsmönnum nýrri
stjórnarskrá og kosningum fyrir árslok.
Thaksin Shinawatra stofnandi trt-
flokksins og fyrrverandi forsætisráð-
herra var dæmdur í fimm ára bann frá
þátttöku í taílenskum stjórnmálum.
Úrskurður dómstóls í
Taílandi á miðvikudag
þess efnis að flokkur
Thaksins Shinawatra,
hins útlæga forsætisráð-
herra landsins, skyldi
leystur upp og rúmlega
hundrað háttsettir fé-
lagsmenn bannaðir frá
stjórnmálastarfi hefur
valdið skjálfta í Taílandi
þar sem herforingja-
stjórn hefur setið við
völd síðustu mánuði:
Enn sem fyrr hefur árlegur fund-
ur Alþjóðahvalveiðiráðsins leyst upp
í hávaðarifrildi og klofning og nú
standa öll spjót á Japan. Helstu and-
stæðingar hvalveiða náðu samstöðu
gegn Japönum og samþykktu álykt-
un þar sem hvalveiðar þeirra í vís-
indaskyni voru fordæmdar með 40
atkvæðum gegn 2. Flestar, ef ekki all-
ar þær þjóðir sem eru fylgjandi hval-
veiðum sátu hjá við atkvæðagreiðsl-
una, sem hefur engin áhrif á veiðar
Japana.
Aftur á móti var ráðið sammála
um að herða reglur um mótmæla-
aðgerðir umhverfissamtaka. Ráðið
virðist gera skýran greinarmun hvers
kyns mótmæli eru. Á meðan Græn-
friðungum var boðið að senda full-
trúa á fund ráðsins í ljósi þess að þeir
hafa um áratuga skeið rekið það sem
þeir kalla friðsöm mótmæli, sendi
ráðið umhverfissamtökum óbein
skilaboð. Þvert á móti var Sea Shep-
herd ekki boðið að sitja fundinn en
þau samtök hafa síðustu tvo áratug-
ina ítrekað framkvæmt skemmdar-
verk til að koma málefnum sínum
á framfæri. Talið er að þetta sé eina
málefnið þar sem fullkomin sam-
staða náðist meðal nefndarmanna.
Öllum aðildarlöndum ráðsins er
leyfilegt að veiða hval í vísindaskyni.
Japanar veiða í nafni vísindanna um
1.000 hvali í Norður-Kyrrahafinu og
Antartíku ár hvert. Andstæðingar
hvalveiða telja að Japanar hafi víkkað
út veiðiheimildir sínar, eins og þær
voru skilgreindar við stofnun sam-
takanna árið 1946, út fyrir öll viðmið-
unarmörk. Samkvæmt útreikningum
Hvalveiðiráðsins hafa Japanar veitt
um 7.000 hvali síðastliðin 18 ár, eða
tæplega 400 á ári.
Stærsta fátæktar-
hverfi asíu rifið
Yfirvöld í Mumbai á Indlandi
ætla að jafna stærsta fátæktar-
hverfi Asíu við jörðu og byggja
í staðinn íbúðir fyrir fólkið sem
þar býr. Hverfið er í námunda
við fjármálahverfi borgarinnar.
Verkið verður boðið út og vonast
er til að verktakar taki vel í boð
borgaryfirvalda sem hyggjast
meðal annars greiða fyrir fram-
kvæmdina með jörðum undir
verslunarhúsnæði. Ástandið í
fátæktarhverfum Indlands er oft
á tíðum skelfilegt þótt efnahag-
ur landsins hafi snarbatnað síð-
ustu ár.
læknir
nýr forseti
Þingmenn á lettneska þing-
inu hafa valið nýjan forseta fyrir
þjóðina. Hann heitir Valdis Zatl-
ers og er fimmtíu og tveggja ára
læknir. Hann var frambjóðandi
stjórnarmeirihlutans og hlaut 58
atkvæði af þeim níutíu og átta
sem greidd voru.
Zatlers verður þriðji forseti
landsins síðan það fékk sjálf-
stæði árið 1991. Nýi forsetinn
hefur verið sakaður um að hafa
þegið ólöglegar greiðslur frá
sjúklingum sínum en hann neit-
ar allri sekt. Helstu skyldur for-
setans eru að vera fulltrúi lands-
ins á erlendri grundu samkvæmt
fréttavef BBC.
Grænfriðungum var boðið að sitja fundinn, en Sea Shepherd ekki:
Upplausn í Alþjóðahvalveiðiráðinu
Hvalveiðar Japana
Helstu andstæðingar hvalveiða í
alþjóðahvalveiðiráðinu hafa náð
samstöðu gegn japönum.