Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Side 18
FÖSTudagur 1. júní 200718 Helgarblað DV Sigurinn breyttiSt í martröð Loftárás ísraelar unnu sex daga stríðið fyrst og fremst með yfirburðum í háloftunum. Þegar Ísraelar sigruðu alla óvini sína auðveldlega á aðeins sex dög- um í júníbyrjun 1967 töldu marg- ir þeirra að grunnur væri lagður að öruggari framtíð Ísraels. Þannig töldu menn að landsvæði sem þeir náðu á sitt vald gæti orðið til að draga úr árásum á Ísrael og ísra- elska borgara, enda lengdust þær leiðir sem árásarmenn þyrftu að fara um. Raunveruleikinn varð þó annar og vonir Ísraela um friðsam- legri framtíð fóru fyrir lítið, eins og sést nú þegar fjörutíu ár eru liðin frá stríðinu stutta sem breytti svo miklu í Mið-Austurlöndum. Hetjulegur sigur Sex daga stríðið var vopnað stríð milli herja Ísraels annars vegar og herja Egyptalands, Sýrlands og Jór- daníu hins vegar. Frá 5. júní til og með 10. júní árið 1967 náðu Ísraelar völdum yfir Sinai-skaganum, Gaza- svæðinu, Vesturbakkanum og Gól- an-hæðunum, sem í kjölfarið hafa verið kallaðar hernumdu svæðin. Auk þess náðu Ísraelar yfirráðum yfir Jerúsalem með því að reka jór- danska herinn aftur yfir Dauðahaf- ið. Þar að auki réði Ísrael yfir Grát- múrnum í Ísrael fyrsta sinn í 2.000 ár, en hann er talinn vera heilagasti staður gyðinga. Leiðtogar arabaríkjanna leiddu skömm yfir þjóðir sínar og leiðtogar Sovétríkjanna, sem studdu dyggi- lega við bakið á arabaríkjunum með ráðgjöf og hátæknivopnum, túlkuðu ósigurinn sem móðgun yfir því að bandamaður Bandaríkj- anna hefði unnið jafn auðveldan sigur og raun bar vitni. Sigurinn í sex daga stríðinu er án efa hetju- legasti og stórkostlegasti hernaðar- sigur Ísraels til þessa. Sigurinn varð til þess að festa stjórnvöld í sessi og auka vinsældir stjórnmálamanna og sem dæmi þá var herforingi ís- raelska hersins Ariel Sharon, síðar gerður að forsætisráðherra lands- ins. En afleiðingarnar voru þær að þessi svæði hafa verið uppspretta flestallra deilna ríkjanna, hvort heldur vopnaðra eða óvopnaðra, frá hernáminu. Potturinn hitnar Allt frá stofnun Ísraelsríkis árið 1948 átti landið í skærum við ar- abíska nágranna sína, eftir að hafa numið land sem Palestínumenn telja sitt föðurland. Arabísku ná- grannarnir fundu til samúðar með bræðrum sínum og systrum og réð- ust inn í landið daginn eftir stofn- un þess með það að markmiði að „þurrka Ísrael út af kortinu,“ eins og það var orðað. Ísraelar sigruðu og juku landsvæði sitt um fjórðung. Þegar Nasser forseti Egypta- lands þjóðnýtti Súez-skurðinn árið 1956 og kom þar með í veg fyr- ir eina helstu flutningaleið Ísraela inn og út úr landinu lenti þjóðun- um aftur saman með þeim afleið- ingum að Ísraelar þvinguðu Egypta í Sinai-stríðinu aftur út af Sinai- skaganum. Misserin fyrir upphaf sex daga stríðsins einkenndust af spennu milli landanna og má segja að kalt stríð hafi þegar verið haf- ið í fjölmiðlum landanna. 22. maí 1967 ákváðu Egyptar að loka fyrir alla skipaumferð um Tiran-sundið til Ísraels. Lokunin kom í veg fyrir einu flutningaleið landsins til Asíu auk þess sem hún lokaði á stærsta olíuinnflytjanda landsins, Íran. Potturinn sýður Þrátt fyrir að Ísraelar hefðu sigr- að óvini úr öllum áttum lifði friður- inn ekki lengi. Sýrlendingar héldu áfram að skjóta á þorp, bændur og sjómenn ofan úr Gólan-hæðun- um, Jórdanar leyfðu palestínskum hryðjuverkamönnum að aðhafast frjálslega við landamæri sín að Ísra- el og Egyptar gerðu sem fyrr árásir á Gaza-svæðinu. Í kjölfar fjölda skot- árása Sýrlendinga ofan af Gólan- hæðum á ísraelsk þorp í apríl 1967 skutu ísraelskar herþotur niður sex MiG-orrustuþotur sem Sýrlend- ingar höfðu fengið að gjöf frá Sov- étríkjunum og sendu þar með skýr skilaboð um að yfirgangurinn yrði ekki liðinn. Í kjölfarið bað Sýrlands- stjórn Nasser forseta Egyptalands um stuðning í baráttunni gegn Ísra- el, sem fékkst auðveldlega. Sex daga stríðið er stórkostlegasti hersigur Ísraels til þessa og styrkti stöðu landsins gagnvart arabísku nágrönnunum. Ísra- elar náðu í kjölfarið á sitt vald öllum mikilvægustu landamæra- svæðunum og gátu komið í veg fyrir frekari árásir á landið. Bandaríkjamenn stuðluðu að ítrekuðum friðarsamningavið- ræðum milli stríðandi fylkinga þar sem megináhersla var lögð á að skipta út hernumdu svæðunum fyrir frið, án árangurs. blaðamaður skrifar: skorri@dv.is Skorri GíSLaSon Þotur eyðilagðar ísraelar náðu að eyðileggja nánast allan flugflota Egypta með því að sprengja orrustuþoturnar á jörðu niðri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.