Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Page 31
DV Sport FÖSTudagur 1. júní 2007 31
Með húðflúrið góða
Birkir var ekki lengi að stilla
sér upp og hnykla vöðvana.
Birkir Már Sævarsson var léttur í lundu þegar DV náði í hann. Birkir var þá nýbúinn að borða með landsliðinu og sagðist vera stoltur af því að vera hluti af landsliðshópnum. Birk-ir ólst upp í Hlíðahverfinu og
sleit barnskónum sínum í Val. Hann fékk sér
húðflúr ekki alls fyrir löngu á öxlina og setti
þar merki Vals, ekkert annað kom til greina.
„Ég veit nú ekki hvernig það kom til, en
mig langaði bara til þess. Ég var búinn að
hugsa þetta lengi og lét verða af því á sín-
um tíma,“ segir Birkir. Aðspurður um hvað
myndi gerast ef hann myndi skipta um lið
hér á Íslandi stóð ekki á svari hjá bakverð-
inum knáa.
„Ég bara skipti ekkert um lið. Ég hef alltaf
ætlað að vera í Val og er ekkert að hugsa um
önnur lið hér heima.“
Eftir annan flokkinn beið Birkir þolin-
móður eftir tækifærinu með aðalliði Vals.
Hann lagði hart að sér á hverri einustu æf-
ingu og uppsker núna eins og hann sáði.
Mættu margir ungir knattspyrnumenn taka
hann til fyrirmyndar en alltof algengt er að
menn hætti í íþróttinni fái þeir ekki tækifæri
með uppeldisliði sínu.
„Það kom aldrei til greina að fara eitt-
hvert annað, það er óskaplega einfalt.“
Birkir var kosinn efnilegasti leikmaður
Landsbankadeildarinnar eftir síðasta sumar
og sýndu erlend lið honum áhuga. Fór hann
til Fredrikstad á reynslu en það dæmi gekk
ekki upp. Birkir segist ekki vera að hugsa
mikið um atvinnumennsku en ef eitthvað
spennandi myndi koma upp þá gæti hann
alveg stokkið á það tilboð.
„Það gerðist ekkert meira eftir reynslu-
tímann minn úti. Fredrikstad sagðist vera að
leita að reynslumeiri mönnum. Ef ég skipti
einhvern tímann um lið þá fer ég til útlanda.
Ég horfi þar helst til Skandinavíu, Danmerk-
ur eða Svíþjóðar, og held að sá bolti myndi
henta mér ágætlega. Ég er ekki hrifinn af
norska boltanum og held að hann henti mér
ekkert sérstaklega vel. En ég myndi skoða
það ef eitthvað kæmi upp.“
Heldur með Leeds
Birkir var í hálft ár við nám í Indiana í
Bandaríkjunum, árið 2004, en var boðinn
aðeins hálfur styrkur. Því boði hafnaði Birkir
og kom aftur heim. „Mér gekk ekki alltof vel
í náminu,“ segir hann og hlær.
Birkir er mikill Leedsari og lék alltaf í
gamalli Leeds-treyju undir Valsbúningnum,
nú hefur Leeds-treyjan fengið frí og er Birkir
kominn í aðra treyju innan undir.
„Ég hætti því fyrir tímabilið að spila í
Leeds-búningnum innan undir. Ég og Bald-
ur Aðalsteinsson höfum rætt mikið um að
fara út til Leeds og bjóða fram þjónustu okk-
ar. En það hefur ekki ennþá gerst. Ég hugsa
nú að við kæmumst í liðið en spurning
reyndar hvað þeir hafa fram að bjóða núna.
Hvort þeir fari ekki að nota uppalda Leeds
leikmenn. Ég myndi reyndar hiklaust spila
frítt þarna,“ segir Birkir og hlær, en Leeds
féll niður í aðra deild eftir að liðið hafði farið
fram á greiðslustöðvun.
Birkir hefur haldið áfram í sama forminu
það sem af er Landsbankadeildinni og ver-
ið mjög stöðugur í sínum leik. „Þetta tímabil
byrjar svona þokkalega. Maður er reyndar
aldrei fullkomlega sáttur, maður getur allt-
af bætt sig en mér finnst þetta hafa gengið
ágætlega. Ég finn ekkert fyrir pressunni sem
var sett á mig við það að vera valinn efnileg-
astur í fyrra, meira að maður viti af henni
en ég læt hana ekkert á mig fá. Maður reyn-
ir bara að standa sig,“ sagði Birkir að lokum.
benni@dv.is
Myndi
spila frítt
Með leeds
Birkir Már Sævarsson
leikmaður Vals var
valinn í fyrsta sinn í
íslenska landsliðið
fyrir landsleikina gegn
Liechtenstein og Sví-
þjóð. Hann beið þolin-
móður eftir tækifærinu
sínu í meistaraflokki
Vals og hefur heldur
betur nýtt það.
GetuM ekki Mætt Með
hálfuM huGa í neinn leik