Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Side 32
FÖSTudagur 1. júní 200732 Sport DV WILLUM OG LEIFUR VITA MEST Hver var valinn bestur í ensku úrvalsdeildinni? Hver er fyrirliði Everton? Hvað heita eigendur Liverpool? Hvaða lið komust upp úr ensku 1. deildinni? Hvaða lið féllu úr úrvals- deildinni? Hvað voru skoraðar margar þrennur í úrvalsdeildinni í vetur? Hvaða lið náðu að vinna Manchester United tvisvar á leiktíðinni? Númer hvað er Nemanja Vidic? Frá hvaða landi er Carlos Bocanegra? 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Hve margir Englendingar komu við sögu hjá Arsenal í vetur? „ronaldo.“ „Hver er fyrirliði Everton... Það er góð spurning...Ég segi Phil neville.“ „Þeir eru Bandaríkjamenn... Ég verð að passa á þessa... nei, Hicks heitir annar, og það er g í nafninu.“ „Sheffield united, Charlton og Watford.“ „Sunderland, Birmingham og derby.“ „úff, þú segir nokkrar, ég man bara eftir tveimur... Bíddu... Þær eru tvær, þrjár eða fjórar...Ég segi þrjár.“ „West Ham og arsenal.“ „Hann er að eðlislagi fimma... Hann er númer 15.“ „Hann er í Fulham... Hann er Englendingur eða Frakki, ég segi Englendingur.“ „Það er litla eldflaugin... Ég verð að fara í gegnum liðið í huganum... Er það þessi eini, Clichy er Frakki... Erum við að tala um einn mann... nei, Hoyte er Englendingur... Er einhver annar þarna? Ég held að það séu bara þessir tveir. Segi tveir.“ „ronaldo.“ „Er þetta djók. Það er Phil neville, hann er „team captain“ en alan Stubbs er „club captain“ sem er ekki sami hluturinn. Það er ekki hægt að rífast við mig um Everton,“ sagði Leifur og hló. „Hicks og gillett.“ „Watford, Charlton og Sheffield united.“ „derby County... Þetta á ég að vita, Sunderland og Birmingham.“ „Eiga ekki að vera neinar líkur á að menn geti allt rétt. Ég segi fimm.“ „Ekki Everton, það er nokkuð ljóst. West Ham er annað... Portsmouth.“ „Þetta veit enginn nema hann haldi með united. Ég skýt á 15.“ „Hann er Bandaríkjamaður.“ „Það er Walcott allavega, ég skýt á tvo. justin Hoyte líka.“ „ronaldo.“ „...annað hvort alan Stubbs eða Phil neville, ég hef séð þá báða sem fyrirliða.“ „gillet heitir annar... Ég man ekki hvað hinn heitir.“ „Charlton, Sheffield united og eitthvað lið. nú verð ég aðeins að hugsa... Watford“ „Sunderland, derby var að fara upp núna um daginn og bíddu, bíddu, bíddu, bíddu Birmingham, ég var með þetta allan tímann.“ „Ég held að engin hafi verið skoruð.“ „West Ham.“ „Ég man aldrei númer hvað þessir kallar eru. Hvernig á maður að muna það...? Hann er ekki númer 16, djöfull eru þetta fúlar spurningar. Ég skýt á 15 eða 25, segi 15.“ „Hann gæti verið frá einhverju ameríkulandi, tek algert „wild guess“ á það. Hann er frá, svo mikið sem Kanada... nei, hann er Kani, hann kemur frá Bandaríkj- unum.“ „Theo Walcott var þarna og síðan voru þetta nánast bara útlending- ar. Ég skýt á tvo, einn er svo ólíklegt!“ „ronaldo.“ „Fyrirliði Everton! Stubbs en það er líklega rangt hjá mér.“ „Ég veit það ekki nákvæmlega, því miður.“ „Watford, Charlton og Sheffield united“ „derby, Sunderland og Birming- ham.“ „Ég veit að rooney skoraði fyrstu. Þær voru trúlega ekki margar. Ég ætla að giska á fjórar. Þær voru fáar í ár.“ „West Ham og arsenal.“ „Fjögur! Er það rangt.“ „Bandaríkjunum, þessi var erfið. nafnið gefur ekkert en svo er eithvað af Könum í Fulham.“ „Ég ætla bara að segja einn.“ „ronaldo.“ „Phil neville.“ „gillet og Hicks. Það þarf bara eftirnöfn í erlendum nöfnum.“ „Watford, Charlton og Sheffield united“ „Það voru Sunderland, Birming- ham og derby County.“ „...þær voru fáar, engin.“ „West Ham...“ „Hann er númer... Hann er mjög óvenjulegt númer fyrir miðvörð... Hann er númer 5.“ „Bandaríkjunum.“ „Einn, tveir, eigum við ekki að segja þrír. Ég finn samt bara tvo en ég hlýt að vera gleyma einum.“ Willum Þór Þórsson var titlaður sérfræðingur á Skjá sporti þar sem hann ásamt Snorra Má Skúlasyni og guðmundi Torfasyni fór yfir leiki helgarinnar í enska boltanum og því var mikil pressa á Willum sem stóðst hana með miklum ágætum. Leifur garðarsson þjálfari Fylkis og stuðningsmaður Everton númer eitt á íslandi var nokkuð brattur fyrir keppnina. Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks tók sér 12 mínútur að svara og komst dómnefnd að því að Ólafur hafi ekki virt tímamörk og því fái hann eitt stig í mínus. Magnús gylfason þjálfari Víkings stóð sig með prýði og leiðrétti mistök dómnefndar við gerð spurninga. Því fær Magnús að byrja með eitt stig í plús. Kristján guðmundsson þjálfari Keflavíkur lýsti enska boltanum á Skjá sporti í vetur með miklum sóma og því var búist við miklu af Kristjáni. Willum stóð undir nafni sem sérfræðingur. Hann og Leifur garðarsson urðu efstir með 8,5 stig af 10 mögulegum. Leifur var með 8,5 stig að lokinni keppninni og getur vel við unað enda skaut Leifur út í loftið á spurningum 8 og 10. Ólafur var með 8 rétt en vegna þess hve lengi hann var að svara spurningum 4, 5, 8, 9 og 10 þá fær hann einn heilan dreginn af sér í einkunn og endar með 7. Magnús leiðrétti dómnefnd og því fær Magnús stóran plús. Hann fékk engu að síður aðeins 5 stig en hækkaði upp í 7 eftir að dómnefnd hafði lokið störfum. Kristján stóð sig vel og fékk 6,5 stig. Hann var fljótur að svara öllum spurningum nema númer átta þar sem hugsunartíminn fór í hartnær mínútu. Þjálfararnir í Landsbanka- deildinni eru misvel að sér um enska fót- boltann eins og sjá má benni@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.