Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Síða 38
„Fasteignasalar reyna nú að selja steinhús eitt niðri við sjó. Þeir gátu ekki stillt sig um að nefna í auglýsingunni að það hefði ver- ið hannað fyrir Jóhannes S. Kjarval og gefið honum af íslensku þjóðinni. Þeir vilja víst 120 til 200 milljónir fyrir slotið. Í auglýsing- unum er húsið kallað Kjarvalshús. Snyrti- legra hefði þó verið að blanda Kjarval alls ekkert í málið. Húsið er jú frægast fyrir að vera húsið sem Kjarval hafnaði.“ Vandamálið er að þessi frétt er ekki rétt. Virð- ist 365 mikið mál að segja sem mest rangt um Kjarval og fjölskyldu mína. Fyrsta rangfærsl- an höfð eftir Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, þá borgarstjóra, í Fréttablaðinu (leiðrétt dag- inn eftir) var að afkomendur Kjarvals væru ekki „samstíga“. Hvort fjölskylda mín kann að ganga þannig veit ég ekki en hef grun um að það yrði undarleg sjón. Síðan hafa vitleysurn- ar um Kjarvalsmálið verið svo margar og end- urteknar að þessi grein dygði ekki til að gera þeim skil. Virðist sem talsmenn Reykjavíkur- borgar séu einu heimildarmenn blaðsins og málstaðurinn eingöngu ósannindi og rang- færslur. Eitt má þó ekki standa. Rétt eftir dóm- inn í héraðsdómi 3. janúar 2007 var falsfrétt á visir.is og örugglega annars staðar hjá 365, lík- legast frá sama heimildarmanni: Í dómnum segir að óumdeilt sé að Reykja- víkurborg hafi nú í hartnær 40 ár haft óslit- ið eignarhald á gjöf Kjarvals og hafi frá upphafi umráða sinna á verkum og mun- um Kjarvals umgengist þau sem sína eign og sýnt þá afstöðu sína í verki. Í ljósi hins stórkostlega tómlætis stefnanda að gera ekki fyrr en nú, mörgum áratugum eftir að Reykjavíkurborg hafi fengið umráð yfir gjöf Kjarvals, tilkall til hennar, sé það stefnanda að sanna að hefð samkvæmt hefðarlögum hafi ekki komist á. Vandamálið er að ekkert slíkt er í dómnum, fréttin skáldskapur. Orðin bera þó keim mál- flutnings lögmanns borgarinnar. Í vörn henn- ar segir: „Nú tæpum 40 árum síðar.“ Hvernig lögmaðurinn fær út 40 ár er mér ráð- gáta. Afi minn lést 1972 eða fyrir 35 árum. Ég hef rekið málið í að minnsta kosti sex ár og þau þá réttlega 29. Hvað um það, fólk getur reikn- að sér í hag ef það vill en þessi 40 ár eru ekki í dómnum heldur vörn lögmanns Reykjavíkur- borgar. Hvað er lögmaðurinn að segja? Að þýfi verði eign á 40 árum? Einnig segir í vörninni: „Þegar þetta stórkostlega tómlæti af hálfu erfingja er virt má ljóst vera ...“ Ekki orð um þetta „stórkostlega tómlæti“ í dómnum. Ef eitthvað þá gefur dómari fjöl- skyldunni að hafa mótmælt þessu frá byrjun. Segir í niðurstöðu dómsins: „Af gögnum málsins, þar á meðal framburði barna Sveins Kjarvals, má ráða að niðjar Jóhannesar S. Kjarvals töldu fljótlega eftir að einkaskiptum á dánarbúi Jóhannesar S. Kjarval lauk árið 1973 að Reykjavíkurborg væri ekki lögmætur eigandi þeirra muna sem komust í vörslu borgarinnar haustið 1968.“ Hvað á hinn almenni lesandi að halda? Hann hlýtur að álykta samkvæmt fréttinni að fjöl- skyldan hafi ekkert til síns máls og erfitt að ná slíku úr huga fólks. Í dómnum segir þetta: „Engin gögn hafa komið fram á tímabilinu 1968 til 1982 þar sem fram koma staðhæf- ingar af hálfu Reykjavíkurborgar eða fyr- irsvarsmanna hennar um það með hvaða hætti gjafayfirlýsing var gefin. Við athug- un Baldurs Guðlaugssonar hæstaréttar- lögmanns á árinu 1982 kom fram að engin skrifleg gögn væru til um það hvers konar afhendingu hefði verið um að ræða. Þannig lá á þessu tímabili ekki ljóst fyrir hvort Reykjavíkurborg hefði í fórum sínum gjafa- bréf sem stafaði frá Jóhannesi S. Kjarval.“ Ég sjálfur hafði alltaf gengið út frá því að til væri „gjafabréf“ en lagði samt út í málaferli, vildi ekki að þetta stæði ómótmælt, heiður fjölskyldunnar í veði að mínu mati. Fyrsta verk fyrsta lögmannsins sem kom að þessu fyrir mína hönd (margir sprungnir á limminu sem er efni í aðra grein) var að fá þennan gjafa- gerning. Dauðaleitin og bréfaviðskiptin innan borgarkerfisins voru furðuleg þó að þáverandi borgarlögmaður vissi fullvel að gjafagerning- urinn væri ekki til. Gerð „ítarleit“ þar sem all- ir virtust ganga út frá því að gjafagerningurinn væri einhvers staðar, sem ég held að sé ein- mitt kjarninn; embættismenn Reykjavíkur- borgar hafa alltaf gengið út frá að „hinn“ vissi um gjafagerninginn. Nema auðvitað æðstu valdamenn borgarinnar, þeir vissu alltaf að Reykjavíkurborg átti þetta ekki, allavega frá ár- inu 1982. Skoðum lítillega þetta „stórkostlega tómlæti“ núverandi lögmanns borgarinnar. Hlutirn- ir voru keyrðir úr vinnustofu afa míns seint árið 1968 á meðan Kjarval var enn úti í þjóð- félaginu og lagalega sjálfráður og þess vegna ekki fjölskyldunnar að stöðva það. Steinunn Bjarmann, starfsmaður Borgarskjalasafns, af- hendir afa svo lista „yfir muni Kjarvals“ og bréf um hvernig hún hafi gengið frá þeim, innsigl- að kassana og svo framvegis. Bréfið og listinn eru afhent Kjarval tíu dögum áður en hann er lagður inn á geðdeild, hvergi minnst á gjöf í bréfinu eða listanum. Við verðum að muna að á listanum voru engin listaverk sérstaklega skráð, ekkert sem benti til þess að meira en 5.000 listaverk væru í þessum kössum. Seg- ir einmitt í dagbók Guðmundar Alfreðssonar, sem í dag er helsta „sönnunargagn“ borgar- innar, að afi hafi gefið „nokkra tugi teikninga“. Mín skoðun er að þessir „nokkrir tugir“ sé skrifað til þess að hylja sannleikann, sannleik- ann um að þúsundir listaverka voru falin uppi á Korpúlfsstöðum í 17 ár. Fjölskyldan vissi ekki þegar dagbókin kom fram árið 1982 að þetta magn listaverka væri á Korpúlfsstöðum, hvergi heimildir um það. Hvernig gat Guðmundur Alfreðsson ekki vitað að þúsundir verka voru í þessum kössum þegar hann segir einmitt í dagbókinni að hann hafi hjálpað við að pakka í þá. Segjum að hann hafi ekki fylgst með, en munurinn á nokkrum tugum og meira en 5.000 er meiriháttar eftirtektarleysi ef hann aðstoðaði eins og hann skrifaði sjálfur. Fað- ir minn lést árið 1981 en kassarnir voru ekki fluttir á Kjarvalsstaði af Korpúlfsstöðum og innsiglin rofin fyrr en árið 1985. Börn Kjarvals, faðir minn og Ása, héldu uppi stöðugri baráttu allt frá láti föður þeirra, fyrsti lögfræðingurinn ráðinn innan árs frá láti Kjarvals en sú sorgar- saga er efni í aðra grein. Árið 1982, eða eftir lát föður míns, kemst málið lengst; Baldur Guð- laugsson hrl. ráðinn til þess að rannsaka það fyrir hönd fjölskyldunnar. Hann semur skýrslu og fer til Kaupmannahafnar til að hitta móður mína yfir tebolla á Hótel D‘Angleterre. Móðir mín segir um þann fund í skýrslutöku sinni 22. september 2003: „Guðrún kveðst minnast þess eins að hún hafi hitt Baldur Guðlaugsson í Kaupmanna- höfn. Hann hafi gert boð á undan sér og hafi hún hitt hann á veitingastað á Hótel D‘Ang- leterre. Hún kveðst telja að þetta hafi ver- ið í ágúst 1982. Hún kveðst hafa upplifað þennan fund sem fyrirmæli eða hótun um að hún ætti ekkert að gera í málinu. Guðrún kveðst ekki hafa fengið neitt sent frá Baldri eða Guðmundi Axlessyni um niðurstöður athugunar Baldurs. Guðrún kveðst ekkert hafa komið nálægt þessum málum frá þessum tíma fram að því að hreyft var að nýju við þessu máli á síðustu tveimur árum.“ Baldur segir sjálfur um þessa ásökun í skýrslu- töku sinni í héraðsdómi 29. nóvember síðast- liðinn: „Það er af og frá.“ Síðan leggur Baldur út í langa skýringu á hvers vegna móðir mín gæti hafa skilið fundinn þannig. En eitt stendur, þetta voru hennar orð og staðreynd að Bald- ur Guðlaugsson lét hana ekki fá skýrsluna sem hann samdi þetta haust. Hvert sú skýrsla fór er efni í aðra grein. Ég ætla ekki að eyða orðum í tengingar Baldurs í íslensku þjóðfélagi sem gerðu hann gjörsamlega vanhæfan. Systir mín Kolbrún Kjarval segir í skýrslutöku í héraðs- dómi 20. september síðastliðinn: Lögmaður: En minnist þú þess, nú ert þú í miklum samskiptum eða býrð með móður þinni er það ekki 1982 í Danmörku? Kol- brún: Já. Lögmaður: Manst þú eitthvað eftir hvernig hún lýsti upplifun sinni af þessum fundi? Kolbrún: Ég man ekki eftir að hún fór á fundinn en ég man þegar hún kom af honum þegar hún kom heim, já það man ég mjög vel. Lögmaður: Manst þú eitthvað eftir því hvernig hún lýsti upplifun sinni af þeim fundi? Kolbrún: Ja, það er bara eina sem ég man að hún sagði, mér var hótað. Það er það sem ég man. Lögmaður: Hvaða skiln- ing? Kolbrún: Og svo var ekki nein önnur skýring svo sem í kringum það. En það var – ja hún upplifði það þannig að það væri hót- un. Hún notaði þessi orð og hún sagði að hún hefði verið beðin um að láta þetta kyrrt liggja og það væri betra fyrir hana.“ Gleymum ekki að þetta haust er móðir mín nýorðin ekkja, að missa húsið, verslunina og fyrirtækið sem foreldrar mínir áttu, höfðu byggt það upp eftir að þau fluttu frá Íslandi með ótrúlegum fórnum og vinnu. Íslendingar verða að skilja níðingsverkið í því að neita for- eldrum mínum um réttindi sín. Þetta er svo hið „stórkostlega tómlæti“ lög- manns borgarinnar og 365. Ég er á því að helstu vopn borgarinnar séu ósannindi og sví- virðingar, eins konar „þjófóttur fjósamaður“ aðdróttanir. Aðeins þannig er hægt að réttlæta óréttlætið, bæði fyrir þeim sjálfum og almenn- ingi. Lögmaður borgarinnar segir í vörn sinni og notar sem rök fyrir því að þetta hafi verið gjöf: „Væntanlega sá Kjarval fyrir að börn hans hefðu ekki bolmagn til að búa nægilega vel að gjöfinni og uppfylla þær kvaðir sem slíkri eign fylgja og lúta að dýru sýningar- og geymsluhúsnæði, forvörslu, skráningu og söfnun.“ Þetta tók ég og geri enn sem örgustu móðgun. Ekki nóg með að lögmaður borgarinnar þykist vita hvað afi hugsaði; hann þykist líka vita að álit hans á eigin börnum hafi ekki verið hátt. Ég held að lögmaður borgarinnar trúi þessu og hafi ekki sagt þetta sem vísvitandi fölsun. Ég held að þeir sem koma nálægt þessu máli fyrir hönd Reykjavíkurborgar verði að réttlæta sig með slíkri hugarleikfimi, lítilsvirða afkom- endur Kjarvals í eigin huga, annars gætu þeir ekki haldið áfram, engin siðferðilegur grund- völlur. Ég vorkenni lögmönnum borgarinnar að þurfa að verja málstað Reykjavíkurborgar. Í því sambandi má segja frá skoplegu ef ekki grátlegu atviki. Í málflutningi sínum fyrir hér- aðsdómi eyddi lögmaður borgarinnar mörg- um orðum í hvað Reykjavíkurborg hefði ver- ið góð við afa minn þetta haust áður en hann var lagður inn á geðdeild Borgarspítalans. Lík- lega rök fyrir því að þetta hefði verið gjöf. Hún hélt svo áfram með þá fullyrðingu (sem er fjar- stæða) að fjölskyldan hefði ekki verið þar, van- rækt gamla manninn. Þá var kvenfólkinu (við karlmennirnir þögðum eins og aumingjar) nóg boðið, heyrðist hátt ósjálfrátt uss frá þeim öllum sem einni. Lögmaður fjölskyldunnar leit upp, nærri óttasleginn að því er virtist, til þess að þagga niður í þeim, kannski hrædd- ur um að fjölskyldan léti ekki þar við sitja. En rétt skal vera rétt; þennan vetur var ég 18 ára á Hvanneyri í Borgarfirði en hefði betur ver- ið í kringum afa minn til að verja hann gegn hrægömmum Reykjavíkurborgar. Í dag hrell- ir sú hugsun mig, kannski vegna þess að ég þagði undir orðum lögmannsins, vissi upp á mig sökina. Eldri bróðir minn var þennan vet- ur eða haust við nám í Edinborg og faðir minn Sveinn Kjarval sjúklingur og brotinn maður hjá systur sinni í Danmörku (kom heim fyrir jól). En meira um það seinna. Móðir mín vinnandi fulla vinnu til þess að bjarga fjölskyldunni, eða með hennar eigin orðum við skýrslutöku 22. sept. 2003: „Guðrún telur að meðan Sveinn var í Dan- mörku hafi allur hennar tími farið í að vinna og hádegishlé hafi hún notað til þess að gera upp kröfur og þess háttar. Tel- ur hún fjárhagsstöðu fjölskyldunnar hafa verið afar bágborna á þessum tíma, fyrst og fremst vegna veikinda Sveins. Guðrún kveðst hafa þurft að berjast fyrir að bjarga fjármálum fjölskyldunnar á þessum tíma og hafi sú barátta staðið frá degi til dags.“ Davíð Oddsson lýsti þessu nokkuð vel í skýrslutöku sinni í héraðsdómi 29. nóvember síðastliðinn: „Ég minnist þess að Páll Líndal borgarlög- maður sagði mér síðar að Geir hefði fal- ið honum að líta með Kjarval og reyna að hafa samband við eigendur Hótel Borgar og passa upp á það að menn væru ekki að ónáða hann eða kvabba á honum eða jafn- vel reyna að hafa út úr honum fjármuni eða þess háttar. Þannig að honum var mjög umhugað um velferð Kjarvals. Ég held að honum hafi verið nokkuð brugðið að menn væru að ef- ast um það að hann hefði sagt satt og rétt frá um þetta efni.“ Merkilegt með þessa ítrekuðu yfirlýsingu Geirs, að afi minn hefði átt í vök að verjast og menn að notfæra sér ástand hans. En hvað gerði Geir Hallgrímsson sjálfur? Nema, og þetta skipt- ir máli, að Geir hafi aldrei gert það sem aðrir sögðu hann hafa gert; hann hafi látið glepjast og byrjað að trúa því sem aðrir sögðu honum. Geir Hallgrímsson segir í skýrslu Baldurs Guð- laugssonar árið 1982: „Geir Hallgrímsson, þá v. borgarstjóri, seg- ist sannfærður um að um gjöf hafi verið að ræða, en man ekki eftir því hvernig þetta bar að ...“ Og í minnisblaði Davíðs Oddssonar frá sama ári, haft eftir Geir: „Enginn vafi sé á því í sínum huga, að þar hafi verið um að ræða gjöf til borgarinnar.“ Hann sagði ekki að enginn vafi hefði verið í sínum huga þegar hann talaði við Kjarval árið 1968, heldur að enginn vafi væri í huga hans þegar hann sagði þetta árið 1982. Þessi orðhengilsháttur skiptir máli því þessi orð eru næst því að vera yfirlýsing frá Geir Hallgrímssyni um að þetta hafi verið gjöf. Í minnisblaði Davíðs Oddssonar er einnig haft eftir Geir: „Nokkuð löngu áður höfðu vinir Kjarvals haft samband við Geir, m.a. þeir Alfreð Guðmundsson, Jón Þorsteinsson o.fl., og kvartað undan einsemd Kjarvals og sagt sér, að menn færu til hans og notfærðu sér einsemd hans og væru að slá hann um fé og fjármuni.“ Aftur áhyggjur Geirs af líðan Kjarvals og að menn væru að notfæra sér hann. Ég spyr ykk- ur sem þekktuð Geir Hallgrímsson: Trúið þið því að hann hefði látað keyra ævistarf mesta listmanns Íslands í geymslur Reykjavíkurborg- ar til eignar án þess að ganga lögformlega frá því? Hlýtur skýringin ekki að vera að hann hafi meint til varðveislu en ekki eignar þegar hann sagði til varðveislu við móðir mína. Hún hringdi í Geir Hallgrímsson þegar hún fékk fréttir að verið væri að flytja hluti úr vinnustofu Kjarvals, engin deila um þetta símtal og að Geir sagði til varðveislu. Lögmaður borgarinnar í dag held- ur því fram að orðið „varðveisla“ þýði til eignar, eða með hennar eigin orðum: . „Er hugtakanotkun lögfræðingsins Geirs Hallgrímssonar í fullu samræmi við hug- takanotkun í lögum nr. 7/1947 um hér- aðsskjalasöfn og reglugerð nr. 61/1951 um héraðsskjalasöfn en þar er hugtakið varð- veisla notað yfir það að varðveita eignir sýslunefnda og bæjarstjórna.“ Og þá spyr ég ykkur aftur sem þekktuð Geir Hallgrímsson: Trúið þið því að Geir hefði not- að slík lögfræðihugtök til þess að véla móð- ur mína eða að móðir mín hefði átt að vita að til „varðveislu“ væri til „eignar“ vegna laga nr. 7/1947 og reglugerðar nr. 61/1951? Rétt hjá lögmanni borgarinnar; bæði reglugerðin og lögin voru til staðar fyrir árið 1968 og að móð- ir mín hefði að sjálfsögðu átt að vita af þeim. Enda man ég eftir henni lesandi reglugerðir og lög fram á nætur. Fimm barna mæður verða náttúrlega að þekkja lög landsins; þetta veit lögmaður borgarinnar að sjálfsögðu. Þegar dómurinn féll 3. janúar sl. sagði lögmað- ur borgarinnar strax eftir dóminn í réttarsal við fjölmiðla að Reykjavíkurborg hefði haldið fram allt frá 7. nóv. 1968 að þetta væri gjöf. Ekki rétt! Þessi orð hennar voru svo í Sjónvarpinu, mbl.is, visir.is og öðrum fjölmiðlum. Sannleik- urinn er bara allt annar; fyrsta opinbera yfir- lýsingin um þessa meintu gjöf er haustið 1971, fyrsta yfirlýsingin nokkurs staðar, opinber eða ekki; ekki til stafur eða setning um gjöf fyrir þann tíma nokkurs staðar í heiminum nema þá í dagbók Guðmundar Alfreðssonar sem enginn vissi um fyrr en árið 1982. Stutt frétt í Morgunblaðinu 2. nóvember um að afi minn hefði gefið Reykjavíkurborg: „Jóhannes S. Kjarval, listmálari hefur gef- ið Reykjavíkurborg stórt safn teikninga. Páll Líndal borgarlögmaður, tjáði Mbl. í gær að ekki lægi ákveðið fyrir hversu mik- ið þetta safn væri að vöxtum en unnið er nú að röðun teikninganna og fleiru í sambandi við þær. Páll sagði að stefnt væri að því að Myndlistarskálinn á Miklatúni verði tilbú- inn í vor...“ Þá var afi minn að sjálfsögðu út úr heimin- um. Búinn að vera í meira en tvö ár á geð- deild Borgarpítalans þar sem hann lést þá um vorið, hafði hrakað hægt og sígandi sam- kvæmt sjúkraskýrslu. Til viðmiðunar má vitna í sjúkraskýrsluna næst þessari frétt: Níunda maí síðastliðinn var þessi frétt í Fréttablaðinu:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.