Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Blaðsíða 47
DV Helgarblað föstudagur 1. júní 2007 47 Sakamál Átján ára bandarísk stúlka sem læddist inn um bakdyrnar heima hjá sér seint að kvöldi átti sér einskis ills von þegar faðir hennar skaut hana skyndilega í fótinn. Pabbinn starf- ar sem lögregluþjónn í borginni New Haven. Hann greip til byssunnar þegar hann varð var við mannaferðir í húsinu sér að óvörum. En hann mun hafa verið viss um að dóttir sín væri sofandi inni í herberginu sínu. Byssukúlan fór í hné stúlkunnar og þaðan upp í læri þar sem hún stöðvaðist. Þegar faðirinn áttaði sig á því hvað hann hafði gert hringdi hann í neyðarlín- una og bað um aðstoð. Stúlkan var flutt á spít- ala þar sem aðgerð var gerð á henni með hraði en líðan hennar var þá orðin stöðug. Aðgerð- in heppnaðist vel og var hún útskrifuð stuttu síðar. Faðir stúlkunnar sleppur við ákæru og þar af leiðandi fangelsisvist enda heimila banda- rísk lög að borgarar verji heimili sín fyrir innbrotsþjófum þótt þeir þurfi að nota til þess skotvopn. Þar sem maðurinn taldi dóttur sína vera einn slíkan þá fellur þetta tilfelli undir þessi tilteknu lög. Eng- ar fréttir er að fá af því hvaða áhrif þetta atvik hafði á samband þeirra feðgina. Eitt er víst að stúlkan hugsar sig tvisvar sinnum um áður en hún læðist inn og út úr húsinu í framtíðinni og nágrannarnir munu ekki þora að kíkja óvænt í heimsókn til byssuglaða pabbans. Hann mun þó væntanlega gá betur að sér næst þegar hann verður var við mannaferðir í húsi sínu. Byssuglaður lögreglumaður í Bandaríkjunum: Skaut dóttur sína Ef Franziske er á lífi í dag er hún orðin fjórtán ára gömul en síðast sást til hennar þann þriðja ágúst árið 1996. Móðuramma stúlkunnar bíður ennþá eftir að fá fréttir af ör- lögum stúlkunnar sinnar. Tilhugs- unin um að fara í gröfina án þess að vita nokkuð er henni ógnvekjandi. Lögreglan hefur nokkrum sinnum yfirheyrt nágranna mæðgnanna vegna málsins en hann hefur ekki verið dæmdur. Það var rétt upp úr hádegi á laugardegi að Gabriele sagði móður sinni að hún ætlaði í göngutúr með litlu dóttur sína, Franziske. Mæð- gurnar bjuggu hjá móður Gabriele, Margot Kallenberg í þýska bæn- um Ramstäd sem er í suðurhluta landins. Þær hugðust ganga í gegn- um skóginn til nágrannabæjarins Warza eins og þær höfðu margsinn- is gert til að versla. Margt fólk varð á vegi þeirra á þessari göngu sem síð- ar gat vitnað til um að hafa séð þær. Um klukkan fjögur voru þær stadd- ar hjá kaupmanni einum í Warza og hann er sá síðasti sem sá þær á lífi, fyrir utan gjörningsmanninn. Lík- legast er að Garbriele hafi ákveðið að halda heim á leið eftir að hafa verslað hjá honum og þær farið sömu leið tilbaka. Lögreglan kölluð til Þegar klukkan var ellefu um kvöldið gat Margot ekki lengur stillt sig um að hringja í lögregluna og tilkynna að hún óttaðist um dóttur sína og barnabarn. Leit var þegar sett í gang og daginn eftir bættust hermenn, hestamenn og sveitungar mæðgnanna við leitarhópinn. Þrátt fyrir vel skipulagða og ítarlega leit bar hún fyrst árangur eftir tvo daga. Þá fannst nakið lík Gabriele í kjarri á bersvæði í skóginum. Hún var þrjá- tíu og sjö ára gömul. Föt hennar og dótturinnar fundust einnig þar ná- lægt. Mikil rigning síðar þennan sama dag gerði lögreglunni hins vegar erfitt fyrir. Fáar vísbendingar bárust lög- reglunni frá almenningi en spjót- in beindust fljótt að Bernd Röhr, fimmtíu og tveggja ára bæjarbúa sem var fráskilinn og bjó ásamt rúmlega þrítugri dóttur sinni. Bæj- arbúar höfðu lengri slúðrað um að Bernd kynni að vera faðir Franziske en móðir hennar hafði aldrei gef- ið upp faðerni barnsins. Ekki einu sinni foreldrar hennar vissu hver faðirinn var. Margir sögðust hafa séð Garbriele og Bernd saman ná- lægt þeim stað þar sem lík hennar fannst. Ein af tilgátum lögreglunn- ar var sú að móðirin hefði reynt að fá Bernd til að greiða með barninu sem hann hefði neitað þar sem ekki lágu fyrir sannanir um að hann væri raunverulegur faðir þess. Erfitt er að fá botn í þessa tilgátu þegar ekki er hægt að taka lífsýni úr litlu stúlk- unni. Bernd var hins vegar marg- sinnis kallaður til yfirheyrslu og fjórum mánuðum síðar, í desem- ber sama ár var hann ákærður fyrir morð á mæðgunum. Hann hefur þó ekki verið dæmdur en setið inni fyr- ir önnur brot á þessum tíma. Getur ekki sofið Í tíu ár hefur Margot Kallenberg, sem er sjötíu ára gömul lifað við óvissuna og segist gerast sér grein fyrir að líkurnar á að hún fái að sjá barnabarnið sitt á lífi séu sáralitlar og verði minni og minni með hverj- um deginum. Hún á erfitt með svefn þar sem litla stúlkan birtist henni brosandi í hvert skipti sem hún loki augunum. Á daginn gerir hún lítið annað en að hugsa til mæðgnanna og segir það gera sig að óhamingju- sömustu ömmu og móður í heimi. Hún segir morðið á dóttur sinni vera hræðilegt en óvissan um örlög Franziske vera verri og hún óskar þess að hún fái botn í málið fljótt. Gabriele liggur í kirkjugarði í Rem- städt og Margot segir að það yrði sér huggun að geta líka heimsótt leiði dótturdóttur sinnar. Þá myndi alla vega enginn vafi leika á því hvar stúlkan litla væri. Þýska lögreglan lýsir ennþá eftir Franzisku og er að finna upplýsing- ar um hana á heimsíðunni wir-su- chen-dich.de. Hengdi sig og börnin Systir ungrar móður kom að henni og þremur börnum hennar látnum á heimili þeirra í Texas í Bandaríkjunum. Móð- irin hafði hengt sig og börn- in sín með þessum afleiðing- um en yngsta barnið sem er átta mánaða var með lífsmarki og var bjargað. Konan bjó ein með börnin sín í niðurníddu hjólhýsahverfi og hafði lengi þjáðst af þunglyndi. Lögregl- an telur víst að um sjálfsmorð hafi verið að ræða hjá konunni vegna sögu hennar og eins þar sem hjólhýsinu hafði verið læst innan frá. Dópaður undir stýri Popparinn George Michael hafði tekið inn blöndu af alls kyns eiturlyfjum þegar lögreglan kom að honum sofandi undir stýri á bíl sínum síðastliðið haust. Þetta kom fram við réttarhöld yfir söngvaranum sem er nú á tónleikaferðalagi um Evrópu. George Michael sem er fjörutíu og þriggja ára gamall á yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsi vegna málsins. Piparsprey í stað byssu Danska lögreglan verður vopnuð piparspreyi í framtíð- inni ef frumvarp þess efnis verð- ur samþykkt á þinginu. Verð- ur spreyið þriðja vopnið sem lögregluþjónar þar í landi bera ásamt byssu og kylfu. Prófanir á spreyinu hafa gefið góða raun og eins hefur árangurinn af notkun þess verið góður í Finn- landi. En til samanburðar skaut finnska löggan aðeins sjö skot- um af byssum sínum í fyrra en sú danska tæplega tvöhundruð og fimmtíu og voru fjögur þeirra banaskot. Gátu ekki rakið byss- una til Palme Byssa sem fannst í sænsku vatni í nóvember síðastliðnum reyndist of illa farin til að hægt væri að rekja hana til morðsins á Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóðar. Þetta tilkynnti sænska lögreglan í byrjun vikunnar en vonir voru bundnar við að byss- an kynni að verða lögreglunni til hjálpar við lausn þessa tuttugu og eins árs gamla morðmáls. Í kjölfar nafnlausrar ábendingar náðu kafarar á vegum sænsks dagblaðs í byssuna í vetur og afhentu hana lögreglunni til rannsóknar. Tíu ár eru liðin frá því að Gabriele Kallenberg var myrt þegar hún var á leið heim með þriggja ára dóttur sína, Franziske. Lík móðurinnar fannst stuttu síðar en ekkert hefur spurst til litlu stúlkunnar. Amma hennar segir óbærilegt að lifa við óvissuna: Rænt eða dRepin? Ekkert hefur til Franziske spurst síðan hún hvarf þriggja ára gömul árið 1996. Lík móður hennar fannst hins vegar nakið ásamt fötum þeirra mæðgna. Kerra Franziske fannst ekki langt frá staðnum þar sem lík móður hennar lá.Þýskur skógur Mæðgurnar höfðu farið í gönguferð um skóglendið í nágrenni við heimabæ sinn í suðurhluta Þýskalands. Þýska lögreglan grunaði fimmtíu og tveggja ára gamlan mann fyrir morðið á móður stúlkunnar en hann hefur ekki verið dæmdur. Handbyssa Bandarískur lögreglumaður skaut dóttur sína sem hann taldi vera innbrotsþjóf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.