Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2007, Qupperneq 59
Federline
fær hlutverk
Kevin Federline, fyrrverandi
eiginmaður Britney Spears, er einn
þeirra sem leikur í kvikmyndinni
Night Watch, sem skartar Keanu
Reeves í aðalhlutverki. Federline sem
er bæði dansari og rappari að
atvinnu hefur ekki leikið í kvikmynd
áður, en er sagður muna leika lítið,
en eftirtektarvert hlutverk. Það er
óskarsverðlaunahafinn Forrest
Whitaker sem leikur illmennið í
myndinni, sem fjallar um sérsveit
innan lögreglunnar.
Frumsýningar helgarinnar
Á webehigh.com eru upplýsingar um hvernig eigi að nálgast kannabisefni í öllum heimshornum.
Erfitt að ná í kannabis hér
Heimasíðan webehigh.com er
nokkuð merkilegt fyrirbæri. Þar eru
upplýsingar fyrir ferðamenn um
hvernig eigi að útvega sér kannabis-
efni í borgum víða um heiminn. Til
dæmis eru á borgarlista síðunnar
átta borgir í Indlandi, Taívan, Ung-
verjalandi, Hondúras, Tonga, Íran,
Fílabeinsströndinni, Sameinuðu
arabísku furstadæmunum og svo
lengi mætti telja. Þá er Reykjavík
einnig á listanum. Upplýsingarnar
eru oftar en ekki mjög nákvæmar
og skiptast í flokka. Þá er tekið fram
hver sektin er við að vera gómaður
með kannabisefni í hverju landi fyr-
ir sig og ákveðinn mælikvarði um
hversu illa séð efnin eru í viðkom-
andi borg. Höfundur greinarinn-
ar um Ísland segir það afar erfitt að
verða sér úti um kannabis á Íslandi,
enda sé efnið afar ólöglegt og illa
séð. Ferðalöngum er ráðlagt að fara
á bari og spjalla við fólk á aldrinum
20-25 ára. „Í samræðunum skaltu
reyna að spyrja einstaklinginn um
viðhorf hans til kannabisefna og
ef hann er jákvæður ertu dottinn
í lukkupottinn. Ef hann vill ekk-
ert ræða það, skaltu reyna að finna
annan einstakling á svipuðum aldri
og byrja upp á nýtt,“ segir á heima-
síðunni. Á síðunni stendur að Ís-
lendingar séu mun meira gefnir fyrir
sopann heldur en hitt og þess vegna
sé kannabismenningin í landinu lít-
il. Góðar fréttir fyrir flesta, en sorg-
legar fyrir „frjálslynda“ ferðamenn.
dori@dv.is
Hinn þaulreyndi leikari Michael
Madsen sem er þekktastur fyrir hlut-
verk sín í Resvoir Dogs og Kill Bill tel-
ur að fjaðrafokið í kringum mynd-
ina Grindehouse geti orðið til þess
að aldrei verði af Sin City 2. „Mynd-
in hefur ekki verið tekin upp ennþá
og ég veit ekki hvort að hún verði það
nokkur tíman,“ lét Madsen hafa eft-
ir sér þegar hann var kynna nýjustu
myndina sína, Boarding Gate.
Grindehouse orsökin
„Ég held að Grindehouse hafi
eiginlega ekki virkað,“ sagði Mad-
sen en Robert Rodriguez leikstýr-
ir öðrum helmingi Grindehouse á
móti Íslandsvininum Quentin Tar-
antino. „Ég er ekki alveg viss hvaða
áhrif Grindehouse á eftir að hafa
á gerð Sin City 2 en þau gætu verið
slæm.“ Grindehouse samanstendur
af myndunum Death Proof og Planet
Terror eftir þá félaga og hefur aðsókn
á myndina verið hræðileg. Í kjölfar-
ið hefur mikill tími hjá Rodriguez og
Tarantino farið í að kynna myndina
og reyna bjarga henni.
Þá segir Madsen að eina ástæð-
an fyrir því að hann hafi ákveðið
að leika lítið hlutverk í fyrri mynd-
inni hafi verið til að fá stærra í þeirri
seinni. „Ég hef ekki einu sinni séð
handrit fyrir myndina,“ segir Madsen
en tökur á Sin City 2 áttu að hefjast í
júní. „Ég veit ekki hvort myndin verði
en ég vona það svo sannarlega og ég
vona að ég verði í henni,“ sagði Mad-
sen að lokum.
Depp og Banderas í Sin City 2?
Ljóst er að það yrði mikið áfall
fyrir aðdáendur Sin City ef að ekk-
ert verði af framhaldsmyndinni en
áætlanir voru þegar uppi um að gera
þriðju myndina. Fjöldi leikara hefur
þegar staðfest þáttöku sína í Sin City
2. Þar ber helst að nefna Clive Owen,
Brittany Murphy, Jessica Alba, Mick-
ey Rourke, Rosario Dawson og Mich-
ael Clarke Duncan.
Þá hafa nokkrir stórleikara til við-
bótar verið orðaðir við myndina. Þau
Johnny Depp, Antonio Banderas og
Rachel Weisz hafa öll verið tengd
við myndina en ekkert verið staðfest
ennþá.
Handritið tilbúið
Hasarblaðahöfundurinn Frank
Miller hefur þó slegið aðeins á
áhyggjur aðdáenda Sin City og full-
yrðir að handritið fyrir myndina
sé tilbúið. Miller telur þó líklegt að
vinna við Sin City 2 hefjist ekki fyrr
en að hann og Rodriguez hafi lokið
við núverandi verkefni sín. Það þýðir
að umtalsverð töf verður á myndinni
en Miller vinnur núna að myndinni
The Spirit og Rodriguez að Barbar-
ella en lítið hefur verið gefið upp um
báðar myndirnar.
asgeir@dv.is
Fær eflaust
ekki hlutverk
Eins og flestir vita þá fór leikkonan
Lindsay Lohan í meðferð í annað
skipti á stuttum tíma nú í vikunni.
Eitt virðist þó hafa gleymst í
meðferðaræsingnum að Lindsay var
búin að ráða sig til þess að leika í
kvikmyndinni Poor Things, en
upptökur á henni áttu að hefjast í
vikunni. Kvikmyndin skartar þeim
Shirley MacLaine, Olympiu Dukasis,
Channing Tatum og Rosario Dawson
í aðalhlutverki. Blaðafulltrúi
leikkonunnar segir ekkert ákveðið
um hlutverkið, en getur ekki staðfest
að leikkonan muni heiðra samkomu-
lag sitt við framleiðendurna.
Batman tek-
in upp í Imax
Nokkur atriði í næstu Batman mynd,
The Dark Knight munu vera tekin
upp með Imax tækni. Eitt þessara
atriði verður atriðið þar sem Joker,
óvinur Batman er kynntur til leiks.
Imax kvikmyndahús eru 280 talsins
út um allan heim, en þau bjóða upp
á mun stærri og skýrari skjái en
gengur og gerist og þannig er hægt
að gera nokkuð flottar brellur séu
kvikmyndir teknar sérstaklega upp
fyrir skjáina. Leikstjórinn Christoph-
er Nolan segir að Imax sé framtíð
hasarmynda. „Það er ótrúlegt að sjá
kvikmynd í Imax og allt önnur
upplifun fyrir áhorfendur. Ég vildi að
við gætum gert alla myndina með
þessum hætti,“ segir leikstjórinn.
Ekki uppvakningar eins
og við þekkjum þá
Leikarinn Michael Madsen óttast að myndin Grindehouse verði jafnvel banabiti Sin
City 2. Frank Miller segir að gerð myndarinnar tefjist.
FÖSTudagur 1. júní 2007DV Bíó 59
GrindEhousE að
Granda sin City 2
Michael Madsen Óttast að
ekkert verði af Sin City 2
sökum grindehouse.
Segir handritið klárt Frank Miller telur að þó nokkrar tafir verði
á myndinni en hún verði án efa gerð.
Johnny Depp og Antonio Banderas Eru
orðaðir við hlutverk í Sin City 2 ásamt
rachel Weisz.
Kannabisefni Erfitt að nálgast þau á íslandi, þar
sem íslendingar eru meira gefnir fyrir áfengi.