Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Síða 10

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Síða 10
10 KÖNNUN Á LANGTÍMA FYLGIKVILLUM HJÁ SJÚKLINGUM MEÐ INSÚLÍNHÁÐA (TÝPU 1) SYKURSÝKI. LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 21 Sigri'ður Jakobsdóttir. Sif Ormarsdóttir, Ragnar Danielsen, Þórir Heigason. Lyflækningadeild Landspítalans, Reykjavík. Sjúklingar meö insúlínháöa sykursýki fá langtíma fylgikvilla í um 30-50% tilfella samkvæmt flestum erlendum rannsóknum. Tilgangur þessarar afturvirku könnunar var aö meta algengi fylgikvilla í augum og nýrum hjá insúlínháðum sykursjúkum á Islandi. Nú liggja fyrir gögn um 309 sjúklinga sem komið hafa á göngudeild sykursjúka á Landspítalanum, en þangaö mæta u.þ.b. 80-90% þessara sjúklinga til eftir- lits. Sjúkiingamir voru á aldrinum 14 til 86 ára (meöal- aldur 41 + 16 ár) og þeir höföu að meðaltali haft sykursýki í 16 + 10 ár. Alls voru 50% meö sjónu- skemmdir; 41% meö bakgmnns breytingar í augn- botnum og 9% með nýæöamyndun. Algengi sjónu- skemmda jókst eftir því hve lengi sykursýkin haföi varað. Eftir 0-4 ár vom aðeins 3% meö augnbotna- breytingar (0% nýæðar), eftir 10-14 ár 38% (2% nýæöar) og eftir >20 ár vom 82% meö sjónuskemmdir (24% nýæöar). Alls 29 (9%) sjúklingar höföu fengiö lasermeðferö vegna sjónuskemmda og 6 (2%) voru lögblindir. Eggjahvítumigu höföu alls 33% sjúklinganna; hjá 2/3 var hún tímabundin og hjá 1/3 reyndist hún viö- varandi. Á fyrstu 0-4 ámm sykursýkinnar var enginn hinna sykursjúku meö viðvarandi eggjahvítumigu, en hún jókst með Iengd sjúkdómsins og fannst hjá 20% sjúklinganna eftir 20 ár. Af þeim sem vom meö ný- æðamyndun í sjónu vom 41% með viövarandi eggja- hvítumigu. Um 4% einstaklinga meö viövarandi eggjahvítumigu vom meö engar sjónuskemmdir. Um 2% hafa þurft á blóöskilunarmeðferö aö halda og 2% hafa farið í nýrnaígæöslu. í heildina var háþrýstingur greindur hjá 19% sjúklinganna; algengi var 8% eftir 0-4 ár, 17% eftir 10-14 ár, 31% eftir >20 ár. Ofangreindar niöurstööur gefa hugmynd um hvemig langtíma augn- og nýrnafylgikvillum er háttaö meöal einstaklinga meö insúlínháða sykursýki á Islandi. Unnið er aö frekari gagnasöfnun og úrvinnslu um ofangreinda fylgikvilla hjá á þessum sjúklingahópi. ÍSLENSK BÖRN MEÐ SYKURSÝKI: NÝGENGI I TVO ÁRATUGI 1970-1989 Árni V. ÞórsRan.l Magnús R. Jónasson,2 Ragnar Danielsen3 og Þórir Helgason.2 Barnadeild Landakots- spítala,1 Göngudeild sykursjúkra2 og Lyflæknisdeild Landspítalans.3 Á tuttugu ámm, 1970-1989, greindust 120 íslensk börn yngri en 15 ára með insúlínháða sykursýki. Meðalstærð þessa aldurshóps var um 64.600. Aldursstaðlað nýgengi sjúkdómsins / 100.000 á ári, var að meðaltali 9.4 (95% confidence interval 7,8-11,3); svipað meðal drengja og stúlkna, 9.9 (7,7-12,7) og 8.8 (6,7-11,5). Ekki var tölfræðilega marktæk breyting á nýgenginu á tímabilinu í heild. Á sjöunda áratugnum var nýgengið 8.0 (6,0-10,6) og á hinum áttunda 10.8 (8,4-13,4), (p>0.10). Nýgengi fyrir aldurshópana 0-4, 5-9, og 10-14 ára, var2,6 (1,3-4,7), 8.9 (6,3-12,2) og 16.5 (13,0-20,9). Algengi /1000 var svipað í árslok 1979, 0.45 (0,30-0,65) og í árslok 1989, 0.57 (0,40- 0,79). I samantekt er nýgengi og algengi sykursýki bama á íslandi helmingi til þrisvar sinnum lægra en á hinum Norðurlöndunum. Þessar niðurstöður kunna að benda til mikilvægi umhverfisþátta í orsök sjúkdómsins. Þær styðja hinsvegar ekki nýlegar kenningar um áhættutengsl insúlínháðrar sykursýki við hnattstöðu og/eða hitastig viðkomandi lands.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.