Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Qupperneq 10

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Qupperneq 10
10 KÖNNUN Á LANGTÍMA FYLGIKVILLUM HJÁ SJÚKLINGUM MEÐ INSÚLÍNHÁÐA (TÝPU 1) SYKURSÝKI. LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 21 Sigri'ður Jakobsdóttir. Sif Ormarsdóttir, Ragnar Danielsen, Þórir Heigason. Lyflækningadeild Landspítalans, Reykjavík. Sjúklingar meö insúlínháöa sykursýki fá langtíma fylgikvilla í um 30-50% tilfella samkvæmt flestum erlendum rannsóknum. Tilgangur þessarar afturvirku könnunar var aö meta algengi fylgikvilla í augum og nýrum hjá insúlínháðum sykursjúkum á Islandi. Nú liggja fyrir gögn um 309 sjúklinga sem komið hafa á göngudeild sykursjúka á Landspítalanum, en þangaö mæta u.þ.b. 80-90% þessara sjúklinga til eftir- lits. Sjúkiingamir voru á aldrinum 14 til 86 ára (meöal- aldur 41 + 16 ár) og þeir höföu að meðaltali haft sykursýki í 16 + 10 ár. Alls voru 50% meö sjónu- skemmdir; 41% meö bakgmnns breytingar í augn- botnum og 9% með nýæöamyndun. Algengi sjónu- skemmda jókst eftir því hve lengi sykursýkin haföi varað. Eftir 0-4 ár vom aðeins 3% meö augnbotna- breytingar (0% nýæðar), eftir 10-14 ár 38% (2% nýæöar) og eftir >20 ár vom 82% meö sjónuskemmdir (24% nýæöar). Alls 29 (9%) sjúklingar höföu fengiö lasermeðferö vegna sjónuskemmda og 6 (2%) voru lögblindir. Eggjahvítumigu höföu alls 33% sjúklinganna; hjá 2/3 var hún tímabundin og hjá 1/3 reyndist hún viö- varandi. Á fyrstu 0-4 ámm sykursýkinnar var enginn hinna sykursjúku meö viðvarandi eggjahvítumigu, en hún jókst með Iengd sjúkdómsins og fannst hjá 20% sjúklinganna eftir 20 ár. Af þeim sem vom meö ný- æðamyndun í sjónu vom 41% með viövarandi eggja- hvítumigu. Um 4% einstaklinga meö viövarandi eggjahvítumigu vom meö engar sjónuskemmdir. Um 2% hafa þurft á blóöskilunarmeðferö aö halda og 2% hafa farið í nýrnaígæöslu. í heildina var háþrýstingur greindur hjá 19% sjúklinganna; algengi var 8% eftir 0-4 ár, 17% eftir 10-14 ár, 31% eftir >20 ár. Ofangreindar niöurstööur gefa hugmynd um hvemig langtíma augn- og nýrnafylgikvillum er háttaö meöal einstaklinga meö insúlínháða sykursýki á Islandi. Unnið er aö frekari gagnasöfnun og úrvinnslu um ofangreinda fylgikvilla hjá á þessum sjúklingahópi. ÍSLENSK BÖRN MEÐ SYKURSÝKI: NÝGENGI I TVO ÁRATUGI 1970-1989 Árni V. ÞórsRan.l Magnús R. Jónasson,2 Ragnar Danielsen3 og Þórir Helgason.2 Barnadeild Landakots- spítala,1 Göngudeild sykursjúkra2 og Lyflæknisdeild Landspítalans.3 Á tuttugu ámm, 1970-1989, greindust 120 íslensk börn yngri en 15 ára með insúlínháða sykursýki. Meðalstærð þessa aldurshóps var um 64.600. Aldursstaðlað nýgengi sjúkdómsins / 100.000 á ári, var að meðaltali 9.4 (95% confidence interval 7,8-11,3); svipað meðal drengja og stúlkna, 9.9 (7,7-12,7) og 8.8 (6,7-11,5). Ekki var tölfræðilega marktæk breyting á nýgenginu á tímabilinu í heild. Á sjöunda áratugnum var nýgengið 8.0 (6,0-10,6) og á hinum áttunda 10.8 (8,4-13,4), (p>0.10). Nýgengi fyrir aldurshópana 0-4, 5-9, og 10-14 ára, var2,6 (1,3-4,7), 8.9 (6,3-12,2) og 16.5 (13,0-20,9). Algengi /1000 var svipað í árslok 1979, 0.45 (0,30-0,65) og í árslok 1989, 0.57 (0,40- 0,79). I samantekt er nýgengi og algengi sykursýki bama á íslandi helmingi til þrisvar sinnum lægra en á hinum Norðurlöndunum. Þessar niðurstöður kunna að benda til mikilvægi umhverfisþátta í orsök sjúkdómsins. Þær styðja hinsvegar ekki nýlegar kenningar um áhættutengsl insúlínháðrar sykursýki við hnattstöðu og/eða hitastig viðkomandi lands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.