Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Qupperneq 20

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Qupperneq 20
20 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 21 ALGENGI OG NÝGENGI IKTSÝKI HJÁ EINSTAKLINGUM MEÐ HÆKKAÐA GIGTARÞÆTTI. Höfundar: Þorbjörn Jónsson, Jón Þorsteinsson. Helgi Valdimarsson. Rannsóknastofa í ónæmisfræði og Lyflækningadeild Landspitalans. Hækkun á gigtarþáttum (rheumatoid fators, RF) finnst helst í sjúklingum með iktsýki (RA) og i skyldum sjúkdómum. RF hafa oftast verið mældir með kekkunarprófum, svo sem Rose-Waaler og latex, en með ELISA tækni má mæla sérstaklega einstakar RF gerðir (IgM, IgG og IgA RF). Þrátt fyrir miklar rannsóknir í meira en hálfa öld er hlutdeild RF í tilurð og framvindu iktsýki ekki enn ljós. Ýmsar faraldursfræðilegar rannsóknir á RF hafa sýnt að einungis lítill hluti einstaklinga með jákvæð kekkjunarpróf hafa eða fá iktsýki. Algengi og ný- gengi iktsýki meðal einstaklinga sem hafa hækkun á einstökum RF gerðum hefur ekki fyrr verið metið. Algengi og nýgengi iktsýki var kannað hjá 329 RF jákvæðum og neikvæðum einstaklingum sem höfðu tekið þátt í hóprannsókn Hjartaverndar á árunum 1974 til 1983 og síðan mætt til framhalds- rannsóknar árið 1987. Þá var lagður fyrir þátt- takendur spurningalisti um heilsufar, liðir voru skoðaðir með tilliti til iktsýki og blóðsýni tekið til RF mælinga. RF jákvæðir einstaklingar með iktsýki höfðu oftar hækkun á IgG RF og IgA RF heldur en RF jákvæðir einstaklingar sem ekki voru með iktsýki. Þannig var iktsýki nokkru algengari hjá einstaklingum með hækkun á IgG RF eða IgA RF heldur en hjá þeim sem höfðu hækkun á IgM RF. Algengi iktsýki jókst með vaxandi RF magni. Innan við 5% einstaklinga með hækkun á einni RF gerð voru með iktsýki samanborið við meira en 30% ef tvær eða þrjár RF gerðir voru hækkaðar. Fimm einstaklingar fengu iktsýki eftir að fyrsta blóðsýni var tekið (1974- 1983) og höfðu þeir þá þegar allir haft hækkun á RF. Einstaklingar með hækkun á IgA RF eða IgG RF voru i marktækt aukinni áhættu á að fá iktsýki borið saman við RF neikvæða. Niðurstöðurnar benda til að hækkun á IgA RF og IgG RF hafi sterkari tengsl við iktsýki og áhættu á þeim sjúkdómi heldur en hækkun á IgM RF. EINANGRUÐ HÆKKUN Á IgA GIGTARÞÆTTI (RF) - SJÚKDÓMSEINKENNI OG GREININGAR. Höfundar: Kristián F.rlendsson. Björn Rúnar Lúðviksson, Þorbjörn Jónsson, Ásbörn Sigfússon. Rannsóknastofa í ónæmisfræði og Lyflækningadeild Landspítalans. Gigtarþættir (RF) er mótefni sem beinast gegn halahluta mótefna af IgG gerð. RF finnast helst og í mestu magni i sjúklingum með iktsýki (RA) en einnig i ýmsum öðrum bandvefssjúkdómum, sýkingum, krabbameini og í litlum hluta heilbrigðra einstaklinga. Áður voru RF eingöngu mældir með kekkjunar- prófum, sem ekki gera greinarmun á einstökum RF gerðum. Nú er hins vegar hægt með ELISA tækni að mæla hverja RF gerð sérstaklega. Sumar rannsóknir hafa bent til að hækkun á IgA RF tengdist bólgum utan liða (extra-articular manifestations) í sjúklingum með RA en aðrir hafa talið að IgG RF eða IgM RF tengdist frekar slíkum einkennum. Hugsanlegt er að þessi mismunur stafi af því að flestir sjúklingar með RA hafa hækkun á fleiri en einni RF gerð. Til að varpa Ijósi á þetta var ákveðið að kanna sjúkdómsmyndir sjúklinga með einangraða hækkun á IgA RF og bera saman við sjúklinga sem hefðu hækkun á IgM RF án hækkunar á IgA RF. í afturskyggnri rannsókn voru athuguð sjúkdómseinkenni og greiningar 28 einstaklinga sem mælst höfðu með einangraða hækkun á IgA RF. Til samanburðar voru valdir 14 einstaklingar með hækkun á IgM RF og/eða IgG RF. Helmingur sjúklinga í báðum hópum reyndist hafa iktsýki og um 30% aðra gigtarsjúkdóma, s.s. rauða úlfa (SLE), blandaðan bandvefssjúkdóm (MCTD), hryggikt (AS) eða Reiter’s sjúkdóm. Einkenni frá slimhúðum og kirtlum fundust í 61% gigtarsjúklinga með hækkun á IgA RF samanborið við 18% í samanburðarhópnum (P=0.020). Niðurstöðurnar geta bent til þess að hækkun á IgA RF sé merki um ræsingu ónæmiskerfisins í slimhimnum og kirtlum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.