Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Page 27

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Page 27
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 21 27 GAGNAUGASLAGÆÐABÓLGA (ARTERITIS TEMPORALIS) A ÍSLANDI 1984-19^0. Ólafur Baldursson ^ Kristján Steinsson , ^óhannes Björnsson , Halldór Steinsen . Lyflækningadeild Landspí^alans, Rannsóknar- stofa H.í. í meinafræói, Lyflækningadeild Landakotsspítala. Geró var aftursæ, faraldsfræðileg rannsókn á gagnaugaslagæóabólgu (GSB) á íslandi. Til- gangur rannsóknarinnar var aó kanna nýgengi GSB, einkenni og afbrigói i skoóun og rann- sóknum. Rannsóknin náói yfir 7 ára tímabil frá 1984-1990. Vió öflun gagna var stuóst vió tvenns konar skrár: 1) Skrá RH í meinafræói yfir innsend sýni úr gagnaugaslagæð. 2) Skrár sjúkrahúsa og annarra heilbrigóisstofnana yfir sjúkdómsgreiningar við útskrift. Sjúkra- skrár voru athugaóar skv fyrirframákveóinni aóferóalýsingu. Til staófestingar á sjúkdóms- greiningu voru höfð til hliósjónar ný flokk- unarskilmerki ACR frá 1990. Á rannsóknartimabilinu uppfylltu 129 einstakl- ingar þessi skilmerki, 90 konur og 39 karlar. Alls voru tekin sýni úr 744 einstaklingum og reyndist 121 hafa jákvætt sýni en 623 neikvætt. A sjúkrahúsi greindust 113 en utan sjúkrahúsa 16. Nýgengi fyrir 50 ára og eldri var 41.7/ 100 þús. fyrir konur og 20.2/100 þús. fyrir karla. Meðaltöf frá upphafi einkenna til greiningar var 4.7 mánuðir. Helstu afbrigói hjá þeim 129 einstaklingum sem uppfylltu flokkunarskilmerkin voru: meðalaldur vió greiningu 71.3 ár, höfuóverkur 78.6%, óeólileg gagnaugaslagæð vió skoóun 53.2% meóalsökkgildi 86.9 mm/klst. 1 73 tilfellum var tekió sýni úr annarri gagnaugaslagæó, en í 56 tilfellum ur báðum. Vefjasýni var jákvætt hjá 93.8%. Meóallengd sýna var 11.5 mm. Kannaóar voru sjúkdómsgreiningar 143 einstakl- inga af 623 með neikvæó vefjasýni. Helstu greiningar voru polymyalgia rheumatica hjá 35%, sýkingar hjá 16.1% og krabbamein hjá 10.5%. Meóallengd sýnis í þessum hópi var 14.0 mm. Vitaó er aó gagnaugaslagæóabólga er algengari á norólægum slóóum en í suóurálfu. Rannsóknir hafa sýnt mesta tióni á ákveónum svæóum í Dan- mörku, Svíþjóó og í Minnesota í Bandaríkjunum, en heildartíóni sjúkdómsins meóal þessara þjóóa er óþekkt. Rannsókn okkar náði til lands- ins alls. Beitt var nýjum flokkunarskilmerkjum. Yfir ^ 90% einstaklinga meó GSB höfóu jákvætt æóasýni. Niðurstöóur benda til þess aó ný- gengi gagnaugaslagæóabólgu sé óvenju mikió á íslandi. Einnig kom í ljós aó gagnsemishlut- fall vefjasýna var lágt. BRÁÐAR LIÐSÝKINGAR Á BORGARSPÍTALA OG LANDSPÍTALA 1 986-1990. Hr.efna_Guðmundsdóttir. Helgi Jónsson, Haraldur Briem. Lyflækningadeild Borgarspítala og Landspítala. Sýking í lið er alvarlegt vandamál og eru margir áhættuþættir þekktir fyrir þessari sýkingu. Gerð var afturvirk rannsókn á 40 sjúklingum eldri en 16 ára sem legið höfðu á Borgarspítala og Landspítala vegna sýkinga í lið. Leitast var sérstaklega við aö finna áhættuþætti sem tengdist liðsýkingum hjá sjúklingum meö staöfesta sýkingu í liö (23 sjúklingar). Tuttugu og þrír sjúklingar höfðu jákvæðar liðvökvaræktanir og töldust þeir hafa staðfesta liðsýkingu. Tíu þeirra höfðu örugga sögu um inngrip í lið, sjö höfðu aðra sýkingu, tíu höfðu gigtareinkenni og fimm höfðu aðra áhættuþætti. Aðeins einn sjúklingur hafði engan þekktan áhættuþátt. Algengustu liðsýkingar voru í hnjám (n=12) og axlarliöum (n=7). Staphylococcus aureus var algengasti sýkillinn (n=17). Ellefu sjúklingar hlutu verulegar liöskemmdir. Þrí dóu í legunni og tengdist sýkingin dánarorsök hjá tveimur þeirra. Tíu sjúklingar höfðu sterkan grun um sýkingu í lið en liðvökvaræktun var neikvæð. Fimm þeirra höföu sár yfir liðnum og höfðu þeir jafnframt merki um sýkingu í beini. Sjö sjúklingar voru með sýkingu í gerviliö. Staphylokokkar voru algengastir, S. aureus (n=3) og S. epidermidis (n=2). Meira bar á gram neikvæðum stöfum (n=3) og blandaðri sýkingu (n=2) heldur en hjá sjúklingum sem ekki höfðu gervilið. Miðað við fyrri rannsóknir hérlendis hefur tíöni liðsýkinga farið vaxandi og algengara að sjúklingar sýkist vegna liöástungu.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.