Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Page 33

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Page 33
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 21 33 SEGALEYSANDI MEÐFERÐ KRANSÆÐASTlFLU Á LANDAKOTI 1986 - 1991. , Ásgeir Jónsson, Jón Högnason, Steinn Jónsson. Landakotsspítali, lyflæknisdeild. Gerö var tramsæ rannsókn á áhrifum blóösegaleysandi meöferöar viö kransæöastíflu. Rannsóknin tók til 36 sjúklinga sem viö komu á sjúkrahús höföu haft viðvarandi kransæöaverk skemur en 6 klst. frá byrjun stööugra verkja, hjartalínuritsbreytingar er samrýmdust kransæöastíllu og engar trábendingar. Streptokinasameöferö fengu 32 sjúklingar en 4 TPA og var hlutfall milli kynja 32 karlar og 4 konur, meðalaldur reyndist vera 56,7 ár. Meöaltími frá byrjun einkenna þar til meðferö hófst var 173 mfnútur. 18 sjúklingar voru meö kransæöastíflu í framvegg, 17 í bakvegg og 1 í hliðarvegg. Fylgt var vinnuáætlun varöandi gjöf lyfja, blóörannsóknir og skráö klínísk svörun, EKG svörun og fylgikvillar. Einn sjúklingur dó, tveir fengu blæöingu í kjölfar meðferöar en helstu fylgikvillar voru hjartsláttaróregla hjá 23 sjúkl. sem svöruöu lyfjameöferð. Af þessum sjúklingum var gerö hjartaþræöing í 27 tilfella og var æö opin í 66,7% tilvika. Niöurstaöan er aö blóösegaleysandi meöferö er gagnleg meöferö viö bráöri kransæöastíflu og alvarlegir fylgikvillar sjaldgæfir. SAMANBURÐUR Á HEPARÍN OG COUMARIN BLÓÐÞYNNINGU FYRIR RAFVENDINGAR VEGNA TAKTTRUFLANA FRÁ GÁTTUM. Davfð O. Amar. Ragnar Danielsen. Lyflækningadeild Landspítalans. Aukin hætta á segareki fylgir rafvendingum vegna hjartsláttartruflana frá gáttum. Því er mælt með blóðþynningarmeðferð fyrir og í allt að fjórar vikur eftirrafvendingu. Yfirleitteru coumarin lyf notuð, en við hjartadeild Landspítalans hefur skammtíma- blóðþynning með heparíni verið talsvert notuð í þessum tilgangi. Fáar rannsóknir hafa kannað gagn- semi slíkrar meðferðar. Tilgangur þessarar rannsóknar var að bera saman árangur af blóðþynningu með heparíni og comarin lyfjum hjá 175 sjúklingum (135 karlar) sem fóru í rafvendingu vegna hjartsláttar- truflanafrágáttum áárunum 1984-1992. Meðalaldur hópsins var 65 + 10 ár. Fyrir rafvendingu, samkvæmt ákvörðun hjartasérfræðings, fengu 83 sjúklingar (hópur A) nieðferð í 13 daga með heparíni, 54 langtímameðferð með coumarin lyfjum (hópur B) og 38 enga blóðþynningu. Gáttatif var til staðar hjá 72% sjúklinganna, 25% höfðu gáttaflökkt en 3% aðrar ofansleglatakttruflanir. Hjartalokusjúkdómur var til staðar hjá 18%. Hlutfall sjúklinga með lokusjúkdóm var hæst í hópi B (p< 0.01). Annars var aldur, kynjahlutfall, undirliggjandi hjartasjúkdómar og notkun hjartalyfja svipuð í hópunum. Gáttatif var algengara í hópi B en hópi A en gáttaflökkt og aðrar taktruflanir tiltölulega sjaldgæfar (p<0.01). Fjöldi sjúklinga þar sem takttruflun hafði varað lengur en eina viku eða óþekkt var samskonar í hópum A og B, en takttruflun sem hafði varað skemur en eina viku var sjaldgæf í B (p<0.001). Sjúklingar með lokusjúkdóm eða langvarandi gáttatif fóru síður í sinus takt. Alls fóru 75% í sinus takt og var það hlutfall svipað í öllum hópunum. Sex sjúklingar (3,4%) fengu einkenni um segarek á fyrstu fjórum vikunum eftir rafvendinguna. Allir sex sjúklingarnir höfðu verið með gáttatif og farið í sinus takt við rafvendinguna. Fjórir voru úr hópi A en tveir úr hópi B en munurinn milli hópanna var ekki marktækur. Segarek er tiltölulega sjaldgæfur fylgikvilli rafvendingar vegna taktruflana frá gáttum. Ekki var munur milli heparín og coumarin hópanna hvað tíðni segareks varðar. í völdum tilfellum virðist blóðþynning með heparíni henta til að draga úr segarekshættu við rafvendingu.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.