Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Qupperneq 33

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Qupperneq 33
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 21 33 SEGALEYSANDI MEÐFERÐ KRANSÆÐASTlFLU Á LANDAKOTI 1986 - 1991. , Ásgeir Jónsson, Jón Högnason, Steinn Jónsson. Landakotsspítali, lyflæknisdeild. Gerö var tramsæ rannsókn á áhrifum blóösegaleysandi meöferöar viö kransæöastíflu. Rannsóknin tók til 36 sjúklinga sem viö komu á sjúkrahús höföu haft viðvarandi kransæöaverk skemur en 6 klst. frá byrjun stööugra verkja, hjartalínuritsbreytingar er samrýmdust kransæöastíllu og engar trábendingar. Streptokinasameöferö fengu 32 sjúklingar en 4 TPA og var hlutfall milli kynja 32 karlar og 4 konur, meðalaldur reyndist vera 56,7 ár. Meöaltími frá byrjun einkenna þar til meðferö hófst var 173 mfnútur. 18 sjúklingar voru meö kransæöastíflu í framvegg, 17 í bakvegg og 1 í hliðarvegg. Fylgt var vinnuáætlun varöandi gjöf lyfja, blóörannsóknir og skráö klínísk svörun, EKG svörun og fylgikvillar. Einn sjúklingur dó, tveir fengu blæöingu í kjölfar meðferöar en helstu fylgikvillar voru hjartsláttaróregla hjá 23 sjúkl. sem svöruöu lyfjameöferð. Af þessum sjúklingum var gerö hjartaþræöing í 27 tilfella og var æö opin í 66,7% tilvika. Niöurstaöan er aö blóösegaleysandi meöferö er gagnleg meöferö viö bráöri kransæöastíflu og alvarlegir fylgikvillar sjaldgæfir. SAMANBURÐUR Á HEPARÍN OG COUMARIN BLÓÐÞYNNINGU FYRIR RAFVENDINGAR VEGNA TAKTTRUFLANA FRÁ GÁTTUM. Davfð O. Amar. Ragnar Danielsen. Lyflækningadeild Landspítalans. Aukin hætta á segareki fylgir rafvendingum vegna hjartsláttartruflana frá gáttum. Því er mælt með blóðþynningarmeðferð fyrir og í allt að fjórar vikur eftirrafvendingu. Yfirleitteru coumarin lyf notuð, en við hjartadeild Landspítalans hefur skammtíma- blóðþynning með heparíni verið talsvert notuð í þessum tilgangi. Fáar rannsóknir hafa kannað gagn- semi slíkrar meðferðar. Tilgangur þessarar rannsóknar var að bera saman árangur af blóðþynningu með heparíni og comarin lyfjum hjá 175 sjúklingum (135 karlar) sem fóru í rafvendingu vegna hjartsláttar- truflanafrágáttum áárunum 1984-1992. Meðalaldur hópsins var 65 + 10 ár. Fyrir rafvendingu, samkvæmt ákvörðun hjartasérfræðings, fengu 83 sjúklingar (hópur A) nieðferð í 13 daga með heparíni, 54 langtímameðferð með coumarin lyfjum (hópur B) og 38 enga blóðþynningu. Gáttatif var til staðar hjá 72% sjúklinganna, 25% höfðu gáttaflökkt en 3% aðrar ofansleglatakttruflanir. Hjartalokusjúkdómur var til staðar hjá 18%. Hlutfall sjúklinga með lokusjúkdóm var hæst í hópi B (p< 0.01). Annars var aldur, kynjahlutfall, undirliggjandi hjartasjúkdómar og notkun hjartalyfja svipuð í hópunum. Gáttatif var algengara í hópi B en hópi A en gáttaflökkt og aðrar taktruflanir tiltölulega sjaldgæfar (p<0.01). Fjöldi sjúklinga þar sem takttruflun hafði varað lengur en eina viku eða óþekkt var samskonar í hópum A og B, en takttruflun sem hafði varað skemur en eina viku var sjaldgæf í B (p<0.001). Sjúklingar með lokusjúkdóm eða langvarandi gáttatif fóru síður í sinus takt. Alls fóru 75% í sinus takt og var það hlutfall svipað í öllum hópunum. Sex sjúklingar (3,4%) fengu einkenni um segarek á fyrstu fjórum vikunum eftir rafvendinguna. Allir sex sjúklingarnir höfðu verið með gáttatif og farið í sinus takt við rafvendinguna. Fjórir voru úr hópi A en tveir úr hópi B en munurinn milli hópanna var ekki marktækur. Segarek er tiltölulega sjaldgæfur fylgikvilli rafvendingar vegna taktruflana frá gáttum. Ekki var munur milli heparín og coumarin hópanna hvað tíðni segareks varðar. í völdum tilfellum virðist blóðþynning með heparíni henta til að draga úr segarekshættu við rafvendingu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.