Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Page 38
38
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 21
CYTOMEGALOVEIRUSÝKINGAR HJÁ
HEILBRIGÐUM
Eli'nborg Bárðardóttir, Helea Kristjánsdóttir,
Ásbjörn Sigfússon, Þorgerður Árnadóttir,
Margrét Guðnadóttir, Sigurður B. Þorsteins-
son. Landspítalinn, Lyfjadeild, Rannsókna-
stofur í Ónæmisfræði og Veirufræði.
Inngangur og aðferðir: Flestir smitast af
CMV í æsku án teljandi einkenna. Veikindi
fullorðinna heilbrigðra einstaklinga af völd-
um CMV eru talin sjaldgæf. Tilgangur rann-
sóknarinnar var að kanna tíðni CMV sýk-
inga í heilbrigðum á íslandi og athuga
sjúkdómsgang og einkenni. Leitað var í
gögnum Veirurannsóknardeildar Lsp. að
svörum sem bentu til nýlegrar CMV
sýkingar á árunum 1989-90. Á grundvelli
beiðnaupplýsinga og sjúkraskráa voru
þeir einstaklingar útilokaðir sem voru
ónæmisbældir. Alls fundust 45 einst. sem
voru teknir til frekari skoðunar. Sjúkra-
gögn voru könnuð, mótefnamælingar
endurteknar og sjúklingar skoðaðir og gerð
blóð- og ónæmispróf.
Niðurstöður: Fullnægjandi upplýsingar
fengust um 40 einst. Af þeim voru 3 úti-
lokaðir vegna ónæmisbælingar og 11 vegna
þess að nýleg CMV sýking varð ekki stað-
fest. Því reyndust 26 hafa fengið nýja CMV
sýkingu með einkennum. Algengustu
einkenni voru langvarandi hiti og slappleiki.
Vandamál eins og Guillain-Barré og magasár
komu þó fyrir. Flestir voru veikir í 2 - 4
vikur áður en greining var staðfest. Heildar-
tími slappleika var venjulega 5 - 8 vikur og
margir voru frá vinnu í allt að 4 vikum.
Blóðrannsóknir í veikindum sýndu oftast
óeðlil.lifrarpróf og óeðlil.blóðmynd. Rann-
sóknir eftir veikindi voru eðlil. nema að í
Ijós kom margtæk fjölgun T-bælifruma.
Álvktun: Nýgengi fyrstu CMV sýkingar á
fullorðinsárum virðist mun hærra en áður
hefur verið talið. Einkenni sýkingar eru
margbreytileg en oftast almenns eðlis.
Hluti sjúklinga var veikur og frá vinnu svo
vikum skipti. Mikilvægt er að læknar hafi
CMV sýkingu í huga við langvarandi almenn
sýkingareinkenni hjá áður heilbrigðum
fullorðnum einstaklingum.
EFTIRVIRKNI LVFJA Á HEUCOBACTKR
PYLORI.
Sigurður Einarsson. Helgi. K. Sigurðsson. Sólvcig
Magnúsdóttir, Helga Erlendsdóttir, Magnús Gottfreðss. n
og Sigurður Guðmundsson.
Lyfjadeild og sýkladeild Borgarspítala, Reykjavík.
Sýnt hefur verið fram á samband tilvistar H. pylori i
magaslímhúð við magabólgu, magasár og jafntcl
slímmyndandi krabbamein í maga. Meðferð með lyfjum
virkum gegn H. pylori hefur flýtt græðslu sára. Þótt
bakteri'an sé yfirleitt mjög næm gegn flestum sýklalyfjum
in vitro, hefur einslyfsmeðferð dugað illa in vivo. Því
hcfur fjöllyfjameðferð, cinkum með bismuth, amoxicillin,
metronidazole eða tetracyclin rutt sér til rúms til viðbótar
við hefðbundna sýruhemjandi meðferð. Við könnuðum
cftirvirkni (postantibiotic effect) nokkurra lyfja, sem notuð
eru gegn H. pylori. Eftirvirkni er skilgreind sem
framhald lyfjaáhrtfa eftir að lyf er horfið af sýkingarstað,
og klíniskt gildi fyrirbærisins tengist einkum skömmtun
og notkunarmynstri sýklalyfja, þar sem t.d. lyf er valda
langri eftirvirkni er unnt að gefa sjaldnar en tfðkast hefur.
Eftirvirknin var mæld í BACTEC® blóðræktunarkerfi,
þar sem CCA-myndun baktería metin með innrauðum
ljósgleypnimælingum var notuð sem mælikvarði á vöxt.
Ampicillin, roxithromycin, metronidazole og colloidal
bismuth substrat (CBS), ein sér og í samsetningum, voru
látin verka á 2 klíniska stofna H. pylori (stofnar 10 og
24) f 2 klst. Styrkleiki lyfjanna svaraði annars vegar til 5-
lOxMIC og/eða hins vegar til hæsta sermigildis í 70 kg
manni eftir venjulcgan skammt. Lausnin var sfðan þynnt
103-falt í blóðræktunarflöskur (BACTEC 6A), sem í
hafði verið bætt 2 ml heilblóðs úr einstaklingi án sögu
um magaóþægindi. C02-myndun var sfðan mæld á 3-12
klst fresti f 48-72 klst. Samanlögð COo-myndun var
reiknuð út og eftirvirkni skilgreind sem vaxtarseinkun
meðhöndlaðra bakterfa borin saman við viðmiðunarvöxt.
Eftirvirkni var jafnframt mæld á venjulegan hátt með
líftalningu.
Fylgni (Pearson's stuðull) milli BACTEC® og
líftalningar reyndist r=0.833 fyrir stofn 10 og r=0.984
fyrir stofn 24, og fyrir báða stofna saman r=0.935
(n=23). Meðalmunur á PAE milli aðferða var 0.7±3.3
klst (meðaltal±SD). Roxithromycin olli marktækri
eftirvirkni (>5 klst.) gegn báðum stofnum, en
metronidazole og CBS gegn stofni 24 eingöngu (MIC
metronidazols gegn stofni 24 var enda 16-falt lægra en
gegn stofni 10). Lyf er ollu eftirvirkni ein sér gegn
báðum stofnum, ollu 5-10 klst. lengingu eftirvirkni í
samsetningum, stundum með samverkun (synergismus).
Á hinn bóginn lengdu lyf í samsetningu eftirvirkni lítið, ef
þau ollu stuttri eftirvirkni ein sér. Undantekning frá þessu
var lenging eftirvirkni ampicillins og metronidazols með
samverkun gegn stofni 10, en ein sér öllu þau stuttri
eftirvirkni.
Skv. þessum niðurstöðum er COs mæling einföld og
fljótleg til ákvörðunar eftirvirkni lyfja gegn H. pylori.
Marktæk eftirvirkni greindist eftir algeng lyf sem notuð
eru gegn H. pylori, einkum er þau voru notuð í
samsetningum. og kunna niðurstöður þessar að hafa áhrif
á skömmtun lyfjanna gegn sýklinum í framtíðinni.