Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Qupperneq 39
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 21
39
EFTIRVIRKNI SÝKLALYFJA OG DRÁP S.
AUREUS OG K. PNE UMONIAE VIÐ
MISMUNANDI HITASTIG.
Hrefna Guðmundsdóttir. Helga Erlendsdóttir
og Sigurður Guðmundsson. Borgarspítalinn,
Reykjavík.
Eftirvirkni sýklalyfja er háð tegund sýkils
og sýklalyfi, þéttni þess og lengd verkunar,
fjölda lyfja og sýrustigi umhverfisins. Við
athuguðum áhrif mismunandi hitastigs
(35.5°C, 38.5°C og 41.5°C) in vitro á
vaxtarhraða, MIC, sýkladráp og eftirvirkni
fjögurra stofna af S. aureus eftir verkun
díkloxacillíns og rífampicíns; og þriggja
stofna K. pneumoniae eftir verkun
ceftazidíms, imipenems, gentamicíns og
cíprófloxacíns. Til að meta eftirvirkni voru
lyfjaáhrif numin brott með þynningu.
Vaxtarhraði var metinn hjá viðmiðunarsýni
(engin lyfjaáhrif) eftir 3 klst og drápshraði
eftir 6 klst stöðug Iyfjaáhrif.
Vaxtarhraði S. aureus var 1.6±0.2 og K.
pneumoniae 2.1±0.1 logiocfu/ml/3klst.
(meðaltal±staðalfrávik) og breyttist <0.4
logiocfu/ml/3klst eftir hitastigi. MIC
díkloxacillíns og rífampicíns gegn S. aureus
var 2-16 falt lægri við 41.5°C heldur en við
lægra hitastig, en engin áhrif á MIC gegn K.
pneumoniae greindust. Dráp S. aureus var á
bilinu 1-2 og K. pneumoniae 1-4
logiocfu/ml/6klst eftir lyfjategund og
lyfjaþéttni og breyttist <0.5 fyrir S. aureus
og <1.1 logi0cfu/ml/6klst fyrir K.
pneumoniae eftir hitastigi. Á svipaðan hátt
hafði mismunandi hitastig lítil áhrif á
eftirvirkni. Meðal eftirvirkni (±
staðalskekkja) fyrir díkioxacillíns gegn S.
aureus var á bilinu 1.5±0.2 til 1.7±0.3 klst
og rífampicíns 2.2±0.2 til 2.6±0.3 klst.
Eftirvirkni ceftazidíms gegn K. pneumoniae
var -0.4±0.1 til -0.2±0.1 klst og imipenems
-0.1 ± 1 til 0.1±0.2 klst, eftir gentamicín
0.6±0.2 til 0.8±0.1 klst og cíprófloxacín
1.5±0.2 til 2.1±0.2 klst (p=NS).
Við ályktum því að aukið hitastig hafi
áhrif á MIC fyrir S. aureus en ekki fyrir K.
pneumoniae. Hins vegar er vaxtarhraði,
sýkladráp og eftirvirkni sýklaiyfja beggja
sýklategundanna óháð hitastigi.
EFTIR VIRKNI OG SÝKLADRÁP EFTIR
SAMSETNINGAR LYFJA I VÖÐVASÝKTUM
MÚSUM.
Siguxðui__Guðmundsson og Helga Erlendsdóttir.
Lyfjadeild og sýkladeild Borgarspítala, Reykjavík.
Eftirvirkni sýklalyfja er skilgreind sem framhald
lyfjaáhrifa eftir að lyf er horfið af sýkingarstað. Klíniskt
gildí tengist skömmtun sýklalyfja þar sem gefa má lyf
sem langa eftirverkun hafa sjaldnar en áður. Sýklalyf f
samsetningum eru oft notuð við meðferð ýmissa sýkinga.
>au eru hins vegar skömmtuð eins og þegar lyfin eru
notuð ein sér. Gætu þvf áhrif lyfjasamsetninga á
eftirvirkni breytt skömmtunarvenjum lyfja, og dregið
þannig úr aukaverkunum og kostnaði. Við höfum áður
sýnt fram á verulega lengingu eftirvirkni in vitro bæði
með samlagningu (addition) og samverkun (synergismus)
eftir 2 og 3 lyf saman miðað við notkun eins lyfs sér. f
framhaldi af því hófum við dýratilraunir á samsetningum
lyfja
Nolaðar eru ICR mýs, -25 g að þyngd, ónæmisbældar
með gjöf cyclophosphamfðs. Lyfferlar (pharmacokinetics)
cefazolins (CZL), ceftazidims (CTZ), imipencms (IMI),
gentamicins (G), tobramycins (T) og rifampins (RIF)
voru kannaðir með raðsöfnun blóðsýna frá retro-orbital
sinus eftir lyfjagjöf, og þéttni sfðan mæld með
sýklafræðilegri aðferð. Mýs voru sýktar með dælingu
ÍO^-IO^ cfu S. aureus ATCC 25923 eða P. aeruginosa
ATCC 27853 í læri músanna. Gegn S. aureus voru notuð
CZL (3.125 mg/kg) og G (8 mg/kg), og gegn P.
aeruginosa IMI (200 mg/kg), T (8 mg/kg) og RIF 25-75
mg/kg). Lyfin voru gefin ein sér eða í samsetningum
undir húð í einum skammti 2 klst. eftir sýkingu.
Músunum var síðan slátrað á 1-4 klst. fresti í alít að 24
klst., lærvöðvar fjarlægðir, malaðir, raðþynntir f ísköldu
saltvatni og dreift á Mueller-Hinton agar til
bakteríutalningar. Eftirvirkni var skilgreind sem munur á
þeim tíma sem sýklar f meðferðarmúsum uxu um 1 logio
miðað við viðmiðunarmýs, að frádregnum þeim tíma
sem sermiþéttni var yfir MIC.
Helmingunartfmi rifampins var 366±73 mín., en hinna
frá 13±5 til 22±3 mín. Sermiþéttni var yfir MIC f 1.2-2.7
klst. Eftirvirkni var eftirfarandi:
5. aureus klst. P. aeruginosa klst
CZL 2.1 IMI 1.8
G 6.7 T 3.3
RIF 5.6-7.4
CZL+G 7.6 IMI+T 6.1
IMI+RIF 7.3
T+RIF 11.4
IMI+T+RIF 9.3
Samsetningar þær sem kannaðar hafa verið lengja
eftirhrif með samlagningu. RIF hefur mjög langa
eftirvirkni gegn P. aeruginosa og ræður mestu um lengd
eftirvirkni þeirra samsetninga þar sem því er beitt. f þeim
athugunum sem gerðar hafa verið hingað til, hefur ekki
verið sýnt fram á samverkun (synergismus)fn v/vo.
Niðurstöður þessar geta haft áhrif á klíniskar rannsóknir á
gjöf sýklalyfja, en áður þarf að kanna fleiri stofna og
framkvæma síðan lyfhrifa- og meðferðarrannsóknir f
dýrum