Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Side 48
48
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 21
DAUÐASLYS SJÓMANNA Á SJÓ OG í LANDI
Vilhjálmur Rafnsson, Hólmfríöur Gunnarsdóttir,
Vinnueftirlit ríkisins, Bíldshöföa 16,112 Reykjavík.
Athugun sem gerö var á dauöaslysum sjómanna sýndi
aö á 20 ára tímabili fækkaöi sjóslysum ekki ótvírætt
(1). Sjósókn er talin hættuleg atvinnugrein en slys
sjomanna í landi hafa ekki veriö rannsökuð. Þessi
athugun var gerö til að kanna hvort sjómenn eru
hópur, sem er hættara viö öllum slysum heldur en
öörum íslenskum körlum.
Þetta er aftursýn hóprannsókn þar sem fylgst er meö
dánartíöni félaga í Lífeyrissjóði sjómanna arin 1966-
1989. Félagaskrá sjóðsins var borin saman viö
dánarmeinaskrá Hagstofu íslands og haföi áöur
fengist til þess leyfi Tölvunefndar. Væntigildiö var
reiknað út á grunni mannára miðaö viö dánartíðni
allra íslenskra karla í fimm ára aldurshópum eftir
árum og dánarmeinum. Síöan var reiknaö staölaö
dánarhlutfall (standardized mortality rate, SMR) og
95% öryggismörk (CI).
SMR allra slysa var 1.92, 771 haföi farist en
væntigildiö var 400.59. SMR vegna drukknana á sjó
var 2.75. Manndauöi vegna annarra slysa var einnig
meiri meöal sjómanna en annarra íslenskra karla.
SMR umferöarslysa var 1.75, eitrana 1.60,
áfengiseitrana 1.91, fallslysa 1.56, annarra slysa 1.71
og drukknana, sem ekki voru sjóslys, 1.64.
Dánartalan var einnig hærri í þessum hópi en
meöal annarra karla vegna sjálfmoröa (SMR 1.42, CI
1.21-1.67), manndrápa (SMR 2.59, CI 1.60-3.95) og
áverka sem ekki er vitað hvort stafa af slysni eöa
ásetningi (SMR 1.90, CI 1.28-1.67). SMR vegna
nokkurra þessara slysa hækkaði meö lengri
huliöstíma og lengri starfstíma.
Sjómenn farast fremur af slysförum en aörir íslenskir
karlar. Þaö kom ekki á óvart aö sjóslys væru tíöari í
þessum hópi, en dánartala þeirra var einnig mun
hærri í öörum slysum. Sjómenn eru því sérstakur
hópur sem er í mikilli slysahættu. Hugsanlegt er aö
þeir sem velja sjómennsku taki fremur áhættu en
aörir karlar eða aö starfiö móti hegöun manna
þannig, aö þeim sé hættara viö alvarlegum slysum.
1) Rafnsson V, Gunnarsdóttir H. Fatal accidents
among seamen 1966-1986. Br J Ind Med (í prentun).
LYFLÆKNINGADEILD II FSA-FIMM DAGA DEILD
NICK CARIGLIA M.D., FSA, AKUREYRI
Lyfjadeild II er 9 rúma fimm daga deild
(mánudagur-föstudagur), tengd Lyfja-
deild FSA. Síðan í júní '89 hefur þessi
deild sinnt meira en 1100 sjúklingum
eða að meðaltali 37 sjúklingum á
mánuði. Meira en 70% sjúklinga er sinnt
af einum lyflækni (höfundi).
Frá júní '89 til desember '91 inn-
rituðust 607 karlar og 361 kona, meðal-
aldur 65 ár.
Síðan '89 hefur fjöldi sjúklinga utan
Eyjafjarðarsvæðis aukist úr 6% 1989 í
20% 1991.
47% sjúklinga þarfnast 4 nátta dvalar,
;5% þurfa áf ramhaldandi dvöl á öðrum
ideildum s júkrahússins.
Deildin sinnir 31% af öllum Lyfja-
deildarsjúklingum í 27% af rúmum Lyfja-
deildar á móti 17% af heildarkostnaði.
Síðan deildin tók til starfa, hefur
biðlisti Lyfjadeildar verið nánast
^nginn og tímasetning innlagna verið
betur skipulögð.