Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Side 49

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Side 49
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 21 49 SPEGLUNARDEILD FSA Nick Cariglia M.D.. FSA Akureyri Frá 1988 meir en 1000 aðgerðir/ári, starfrækt 3 daga í viku. Meðaltal á ári 650 magaspeglanir, 200 endaþarmsspeglanir, 150 ristilspeglanir, 40 berkjuspeglanir, 20 brisþræðingar, eða að meðaltali 89 aðgerðir/mánuði. 1988 voru 23% aðgerða framkvæmdar af H-deildar sérfræðingum, en 1991 6%. Frá 1979 hefur röntgenrannsóknum á maga og ristli fækkað um rúmlega 70%. Síðan ristilspeglanir hófust á FSA 1980, hafa greind colorectal krabbameinstilfelli tvöfalda- st: 3.7 tilfelli/ári 1970-1979; 8 tilfelli/ári 1980-1991 og fleiri greinast í Duke's A flokki; 0% 1970-1979, 10% 1980-1989, 19% 1990-1991. Fækkun hefur orðið á greindum tilfellum af magakrabbameini: 7 tilfelli/ári 1960-1970; 5.8 tilfelli/ári 1971-1991 með 20% "Early gastric cancer" 1971-1991. HEILDARMAGN KOLESTEROLS f BLÓÐI FRAMHALDSSKÓLANEMA Á AKUREYRI. ÞORSTEINN SKÚLASON, LÆKNIR JÓN ÞÓR SVERRISSON. LÆKNIR LYFLBCNINGADEILD FSA, AKUREYRI. í febrúar og marz 1989 var mælt heildarmagn kolesterols í blóði hjá þeim 254 nemendum í framhaldsskólum á Akureyri, sem þá voru 18-20 ára. í rannsókninni tóku þátt 109 karlar og 145 konur. Þátttakendur svöruðu spurningum um áhættuþætti æðasjúkdóma, búsetu o.fl. Heildarkolesterol var mælt í háræðablóði eftir 8-10 klst. föstu. Notaður var Refletron (Boehringer-Mannheim) mælir. Meðaltöl voru borin saman með Student's T-Test með 5% skekkjumörkum. Meðalhæð karla var 181 cm, en kvenna 167 cm. Meðalþyngd karla var 74.5 kg, en kvenna 61.3 kg. Af 254 nemendum reyktu 46 (18%). Jákvæða ættarsögu um kransæðasjúkdóma höfðu 25 karlar (23%) og 38 konur (26%). Heildarkolesterol hjá hópnum var á bilinu 2.7-8.1 mmol/1, meðaltal 5.0 mmol/1. Hjá körlum var meðalgildi kolesterols 4.8 mmol/1 (2.7-7.3), hjá konum 5.1 mmol/1 (2.8- 8.1). Þessi munur er tölfræðilega marktækur (p<0.05). Bæði karlar og konur sem höfðu jákvæða sögu um kransæðasjúkdóm í ætt, höfðu hærra meðalkolesterolgildi en þeir, sem höfðu ekki sögu um slíka sjúkdóma í ætt. Hjá konum var þessi munur marktækur, en ekki hjá körlum. Ekki var hægt að sýna fram á marktæka fylgni likamsþyngdar við heildarkolesterolgildi. Kolesterolgildi reykingafólks voru ekki marktækt frábrugðin gildum þeirra sem ekki reyktu. Ekki var heldur munur á kolesterolgildum eftir búsetu í dreifbýli eða þéttbýli. Litlar upplýsingar eru til um kolesterolgildi íslendinga um tvitugt, en meðalgildi kolesterols i blóði hjá bæði körlum og konum reyndist talsvert hærra í okkar rannsókn heldur en í rannsókn, sem gerð var í Hollandi, þar sem litið var á meðalgildi heildarkolesterols í blóði hjá körlum og konum á aldrinum 5-30 ára.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.