Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Qupperneq 49

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Qupperneq 49
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 21 49 SPEGLUNARDEILD FSA Nick Cariglia M.D.. FSA Akureyri Frá 1988 meir en 1000 aðgerðir/ári, starfrækt 3 daga í viku. Meðaltal á ári 650 magaspeglanir, 200 endaþarmsspeglanir, 150 ristilspeglanir, 40 berkjuspeglanir, 20 brisþræðingar, eða að meðaltali 89 aðgerðir/mánuði. 1988 voru 23% aðgerða framkvæmdar af H-deildar sérfræðingum, en 1991 6%. Frá 1979 hefur röntgenrannsóknum á maga og ristli fækkað um rúmlega 70%. Síðan ristilspeglanir hófust á FSA 1980, hafa greind colorectal krabbameinstilfelli tvöfalda- st: 3.7 tilfelli/ári 1970-1979; 8 tilfelli/ári 1980-1991 og fleiri greinast í Duke's A flokki; 0% 1970-1979, 10% 1980-1989, 19% 1990-1991. Fækkun hefur orðið á greindum tilfellum af magakrabbameini: 7 tilfelli/ári 1960-1970; 5.8 tilfelli/ári 1971-1991 með 20% "Early gastric cancer" 1971-1991. HEILDARMAGN KOLESTEROLS f BLÓÐI FRAMHALDSSKÓLANEMA Á AKUREYRI. ÞORSTEINN SKÚLASON, LÆKNIR JÓN ÞÓR SVERRISSON. LÆKNIR LYFLBCNINGADEILD FSA, AKUREYRI. í febrúar og marz 1989 var mælt heildarmagn kolesterols í blóði hjá þeim 254 nemendum í framhaldsskólum á Akureyri, sem þá voru 18-20 ára. í rannsókninni tóku þátt 109 karlar og 145 konur. Þátttakendur svöruðu spurningum um áhættuþætti æðasjúkdóma, búsetu o.fl. Heildarkolesterol var mælt í háræðablóði eftir 8-10 klst. föstu. Notaður var Refletron (Boehringer-Mannheim) mælir. Meðaltöl voru borin saman með Student's T-Test með 5% skekkjumörkum. Meðalhæð karla var 181 cm, en kvenna 167 cm. Meðalþyngd karla var 74.5 kg, en kvenna 61.3 kg. Af 254 nemendum reyktu 46 (18%). Jákvæða ættarsögu um kransæðasjúkdóma höfðu 25 karlar (23%) og 38 konur (26%). Heildarkolesterol hjá hópnum var á bilinu 2.7-8.1 mmol/1, meðaltal 5.0 mmol/1. Hjá körlum var meðalgildi kolesterols 4.8 mmol/1 (2.7-7.3), hjá konum 5.1 mmol/1 (2.8- 8.1). Þessi munur er tölfræðilega marktækur (p<0.05). Bæði karlar og konur sem höfðu jákvæða sögu um kransæðasjúkdóm í ætt, höfðu hærra meðalkolesterolgildi en þeir, sem höfðu ekki sögu um slíka sjúkdóma í ætt. Hjá konum var þessi munur marktækur, en ekki hjá körlum. Ekki var hægt að sýna fram á marktæka fylgni likamsþyngdar við heildarkolesterolgildi. Kolesterolgildi reykingafólks voru ekki marktækt frábrugðin gildum þeirra sem ekki reyktu. Ekki var heldur munur á kolesterolgildum eftir búsetu í dreifbýli eða þéttbýli. Litlar upplýsingar eru til um kolesterolgildi íslendinga um tvitugt, en meðalgildi kolesterols i blóði hjá bæði körlum og konum reyndist talsvert hærra í okkar rannsókn heldur en í rannsókn, sem gerð var í Hollandi, þar sem litið var á meðalgildi heildarkolesterols í blóði hjá körlum og konum á aldrinum 5-30 ára.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.