Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Síða 52

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Síða 52
52 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 21 Apolípoprotín A1 og apolipo- protín B: blóöstyrkur og tengsl við styrk blóðfita í 216 heilbrigðum íslendingum. Marcella Iniguez, Sigríöur Þorfinnsdóttir, Matthías Kjeld. Rannsóknarstofan í Dómus Medica og Rannsókn 6, Rannsóknarstofu Landspítalans. Mælingar á apolípoprotínum með mótefnaaðferðum verða fljótlega valkostur fyrir lækna til þess að meta áhættu í hjarta og æðasjúkdómum og komið hefur í Ijós að þau eru sérhæfari en mælingar á þríglyceríðum og kólesteróli og kólesteról þáttum (HDL, LDL). Kransæðasjúklingar hafa oftast lægri apolipoprotín A1 (Apo A) styrk og hærri apolipoprotín B (Apo B) styrk en viðmiðunarhópar. Mismunandi staðlar hafa verið í notkun fyrir þessi efni en stefnt er að alþjóðlegum staðli. Við höfum mælt Apo A1 og Apo B ásamt tríglyceríðum, kólesteróli, HDL og LDL í 216 heilbrigðum íslendingum. Mælingin á apolípoprotínunum var gerð með prófefnum frá Sigma Diagnostics, og unnin á sjálfvirku mælitæki, Cobas Mira, Roche. Hin efnin voru mæld með ensímaðferðum einnig á sjálfvirku mælitæki. Meðalgildi (± staðalfrávik) voru eftirfarandi: Konur/Karlar: Kólesteról 5.75 (1.66)/5.45 (1.17) nmól/l, þríglyceríðar 1.27 (0.51)/1.32 (0.71) mmól/l, Apo A1 178 (25)/ 161 (22.3) mg/dl, Apo B 96.8 (32.8) / 99.1 (28.7) mg/dl, HDL1.63 (0.42) / 1.51 (0.42) nmól/l, LDL 2.1 (0.61) / 1.9 (0.48) nmól/l. Það var jákvæð og marktæk fylgni milli aldurs annars vegar og kólesteróls, þríglyceríða og Apo B í báðum kynjum. Apo A1, HDL og LDL hafði marktæka fylgni við aldur í körlum en ekki í konum. Kólesteról hafði jákvæða, marktæka fylgni við bæði Apo A1 og Apo B í körlum og konum en þríglyceríðar aðeins við Apo B. Apo A1 fylgdi HDL og LDL jákvætt og mjög marktækt í báðum kynjum en Apo B fylgdi þeim neikvætt og ekki marktækt. Meðalgildi Apo A1 eru hærri og Apo B lægri í þessari könnun en í könnun, sem birt var frá Hjartavernd 1991. Kólesterólgildi karla eru mun lægri en gildi Hjartaverndar frá 1973 eða 6.49 (1.12) nmól/l. Kólesterólgildi hafa lækkað í íslendingum á síðustu árum en munur aðferða skýrir einnig mun á mældum styrk. ÁHRIF EDRF-HINDRUNAR Á BRÁÐA BJÚG- MYNDUN I' ÞVERRÁKÁTTUM VÖÐVA ROTTU. Maenús K, Magnússon. Robert L. Lindberg & Fredrick N. Miller. Lyflæknisdeild Landspítalans. f bráðu bólgusvari er eitt það fyrsta sem gerist að próteinleki verður úr blóðrásinni sem er forsenda bjúgmyndunar. fMLP (L- formyl-methionine-leucyl-phenyl-alanine) (chemoattractant) veldur bjúgmyndun og virðist hún háð samloðun/samspili kleyfkyrndra hvítkorna og æðaþelsfruma. Rannsökuð voru áhrif fMLP á próteinleka í smáæðum í þverrákáttum rottuvöðva og athugað hvort hindrun á EDRF (endothelium-derived relaxant factor) hefði áhrif á þennan próteinleka. Cremastervöðvi var við „in-vivo" aðstæður strengdur yfir smásjárgler og baðaður í Krebs lausn. í gegnum flúrskins-smásjá var fylgst með breytingum sem urðu á próteinleka og vídd smáæða. Til að mæla próteinleka var sprautað í rotturnar flúrskinsmerktu albúmíni og magn flúrskins mælt í svæðum aðlægt við bláæðlinga(post-capillary venules). Við gjöf fMLP varð skyndilegur próteinleki úr bláæðlingum sem náði hámarki á um 10 mín. og náði síðan nýju jafnvægi (um 60% af hámarkssvari) og hélst þannig til loka tilraunar(90 mín.) Ekki urðu marktækar breytingar á vídd æða. Formeðhöndlun með „compound 48/80“ sem hindrar örvun mastfruma hafði engin áhrif á verkun fMLP. Formeðhöndlun með hydro- quinone sem hindrar verkun EDRF olli því að próteinleki eftir örvun með fMLP var marktækt hærri en eftir fMLP eitt sér. Ekki var marktækur munur á æðavídd eftir formeðhöndlun með hydroquinone. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til; 1) a ð f M L P valdi próteinlekaí bláæðlingum sem ekki er háð mastfrumu örvun, 2) þennan próteinleka má auka með því að hindra EDRF verkun og 3) aukningin sem EDRF hindrun veldur er ekki háð breytingum á æðavídd.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.