Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Síða 59
LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 21
59
Könnun á notkun magalyfja (A02B) meðal
lslendinga.
Hildur Thors, Helgi Sigurðsson, Einar Oddsson,
Bjarni Þjoðleifsson. Lyflækningadeild Lsp.
Notkun Islendinga á magalyfjum er nú 2-3 sinn-
um meiri en annarra Norðurlandaþjóða. Tilgang-
ur rannsóknarinnar var að kanna hvernig
íslenskir læknar ávísa þessum lyfjum. Til að
forðast að rannsóknin sjálf truflaði ávísana-
venjur var hún framkvæmd í apótekum með hjálp
lyfjafræðinga án vitundar lækna.
Aðferðir: Rannsóknin var gerð í apótekum á
öllu landinu í apríl 1991. Lyfjafræðingar
skráðu upplýsingar um alla lyfseðla á lyf úr
flokki A02B og spurðu sjúklinginn um ástæðu
lyfjagjafar, rannsóknir og fyrri lyfjatöku.
Niðurstöður: Upplýsingar bárust um 2021 af-
greiðslu magalyfja (1062 konur og 959 karla)
og í 1131 (56%) tilvika fengust upplýsingar
frá sjúklingi sjálfum. Avísanir frá heilsu-
gæslulæknum voru 1306 (64%), frá meltingar-
sérfræðingum 307 (15%) og frá sjúkrahúsum 275
(14%). Ástæða lyfjagjafar var magasár 17%,
skeifugarnarsár 12%, magabólgur 21%, brjóst-
sviði 28%, meltingaróþægindi 9% og vegna auka-
verkana annarra lyfja 7%. Meltingarsérfræð-
ingar ávísa lyfjunum hlutfallslega oftar þegar
sjúklingur hefur sársjúkdóm og magabólgur en
þegar um aðra sjúkdóma er að ræða. Magaspeglun
eða röntgenrannsókn hafði verið framkvæmd hjá
HELICOBACTER PYLORI 0C MELTINGARSÁR
Kristján Öskarsson og Ásgeir Theodórs, lyf-
lækningadeild St. Oósefsspítaia í Hafnar-
firði og Borgarspítalans.
Flest meltingarsár gróa með hefðbundinni
lyfjameðferð. Endurkomutíðni sára er há
og 95-100% skeifugarnarsára koma aftur
innan 2 ára. Nokkrar rannsóknir sýna að
með því að uppræta (eradicate) bakteríuia
Helicobacter pylori (H. pylori) úr antrum
maga má tefja eða hindra sáramyndun. Með-
ferð með bismut samböndum ásamt ákveðnum
sýklalyfjum upprætir bakteríuna í allt
að 90% tilfella. Helst eru notuð saman
lyfin colloid bismút subcítrat (De-Nol),
metrónídazól og tetracýclín (DMT) eða De-
Nol, metrónídazól og ampicillín (DMA).
Aukaverkanir meðferðarinnar eru tíðar.
Markmið rannsóknarinnar er að athuga árang-
ur þriggja lyfja meðferðar til að uppræta
H. pylori, kanna aukaverkanir, endurkomu
sára og bera saman a) DMT og b) DMA. H.
pylori jákvæðir sjúklingar með skeifugarnar-
(27) eða magasár (8) fengu hefðbundna lyfja-
meðferð þar til sár voru gróin, en síðan
meðhöndlaðir með DMA eða DMT. Speglun var
framkvæmd við upphaf meðferðar og 1, 3,
6 og 12 mánuðum eftir að meðferð lauk.
Vefjasýni voru tekin úr antral slímhúð í
CLO-próf, ræktun og mótefnamælingar og
blóðsýni til blóðflokkunar, HLA-flokkunar,
se-gastrin- og mótefnamælingar. Lyfja-
skammtar: De-Nol 120 mg x 4 í 4-6 vikur,
67% sjúklinga þar af 48% á síðustu 5 árum, en
31% fengu lyfiö eftir viðtal við lækni ein-
göngu. H2-biokkar voru mest notaðir eða í 79%
tilvika, ómeprazól í 17% og önnur lyf í 4%
tilvika. Heilsugæslulæknar nota ómeprazól í
13% tilvika en meltingarsérfræðingar í 47%
tilvika. Algengasta notkun ómeprazóls er við
sársjúkdómi eða nær helmingur ávísana lyfsins.
Notkun Hj-blokka er fjölbreyttari, við öllum
sjúkdómum voru þeir mest notaðir. Af þeim
sjúklingum sem fengu H2-blokka höfðu 64% farið
í speglun eða röntgenrannsókn en 83% þeirra
sem fengu ómeprazól. í flestum tilvikum ráð-
leggur læknir skammt sem samsvarar skilgreind-
um dagskammti (DDD) eða minni skammt.
Ályktanir: Notkun magalyfja við staðfestum
sjukdomum virðist vel undirbyggð, en ætla má
að um 40% af notkuninni sé við meltingarónot-
um eða illa skilgreindum sjúkdómum. Ekki er
hægt að sjá út frá þessari rannsókn hvers
vegna íslendingar nota meira af magalyfjum en
aðrar þjóðir einkum vegna þess að sambærilegar
rannsóknir eru ekki finnaniegar.
metrónídazól 400 mg x3 í 10 d., tetracýclín
500 mg x4 í 15 d. eða ampicillín 500 mg
x4 í 15 d.
Af 35 sjuklingum er mögulegt að meta árangur
meðferðar hjá 28, 19 karlar, 9 konur, meðal-
aldur 52 ár (32-71 ár). Saga um meltingar-
sár er að meðaltali 12.5 ár (1-32 ár).
Eftirlitstími er 1-12 mánuðir, 3.4 mánuðir
að meðaltali. Um 68% sjúklinganna hefur
verið fylgt eftir í a.m.k. 3 mánuði. Fjórtán
sjúklingar fengu DMT og fjórtán sjúklingar
DMA. H. pylori neikv. urðu 25 sjúklingar
(89%). Enginn þeirra fékk sár á rannsókna-
tímabilinu. Þrír sjúklingar (11%) héldust
helicobacter jákv., en þeir höfðu allir
skeifugarnarsár og fengu DMA. Aukaverkanir
komu fram hjá 10 sjúklingum (35.7%), slapp-
leiki (28.6%), ógleði (11%), kviðverkir
(11%) og 2 sjúklingar (7%) fengu slæman,
en skammvinnan niðurgang. Sjúklingar með-
höndlaðir með DMA lýstu slappleika í 21.4%
(DMT 35.7%), ógleði 7% (DMT 14.3%) og kvið-
verkjum 7% (DMT 14.3%) tilfella. Tveir sjúkl-
ingar (14.3%) a DMT fengu niðurgang.
Ályktanir: 1) Skammtímaárangur af þriggja
lyfja meðferð til að uppræta H. pylori er góð-
ur. 2) Árangur þriggja lyfja meðferðar
verður ekki metinn að fullu nema með lengra
eftirliti. 3) DMT virðist gefa betri árangur
en DMA (100% vs. 78.5%). 4) Enginn hætti
meðferð vegna aukaverkana, sem eru tíðar
en oftast vægar.