Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Blaðsíða 60

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1992, Blaðsíða 60
60 LÆKNABLAÐIÐ/FYLGIRIT 21 MÆLINGAR Á MÓTEFNUM GEGN HEUCOBACTER PYLORl í ÍSLENDINGUM Karl O. Kristinsson. Bjarni Þjóðleifsson, Erla Sigvaldadóttir, Ólafur Jensson, Torkel Wadström. Sýklafræðideild Landspítalans. Helicobacter pylori er talin vera ein af aðalorsökum magabólgu og skeifugarnasára og er mögulega ein af orsökum magakrabbameins. Greining sjúkdómsins hefur fram að þessu byggst á magaspeglun og ræktun á vefjasýnum úr magaslímhúð, en tilkoma nýrra prófa til mótefnamælinga hefur gert faraldsfræðirannsóknir einfaldari. Niðurstöður ræktana úr íslendingum hafa bent til hærri tíðni sjúkdómsins hér á landi en í nágrannalöndunum. Til að afla frekari upplýsinga um algengi og faraldsfræði sjúkdómsins hér á landi var þróað mótefnapróf og mótefni gegn bakteríunni mæld í heilbrigðum Islendingum. Blóðsýni voru tekin úr þremur hópum heilbrigðra einstaklinga á aldrinum 17-97 ára, þ.e. 161 blóðgjafa, 64 konum á meðgöngu og 27 vistmönnum á dvalarheimili fyrir aldraða. Mótefni (IgG) voru mæld með ELISA aðferð og mótefnavakinn var glýsín seyði af H. pylori. Mótefni hafa verið mæld hjá 252 einstaklingum. Meðalaldur þeirra var 38 ár (miðtala 34 ár) og um 38% þeirra höfðu mótefni gegn H. pylori. Algengi mótefna hækkaði með aldri, frá tæplega 30% í yngsta aldurshópnum upp í um 60% hjá elsta aldurshópnum. H. pylori sýkingar eru algengar á Islandi. Þær eru e.t.v. aðeins algengari hérlendis en í nágrannalöndum okkar, en sjaldgæfari en í þróunarlöndunum. Mótefnamælingar með ELISA aðferð eru einfaldar og henta vel tíl faraldsfræðilegra rannsókna. Mögulega geta þær að einhveiju leytí komið í staðinn fyrir greiningu með magaspeglun í framtíðinni. Dánartíðnl af völdum ulcus pepticum á íslandi 1951-1990. Hildur Thors, Helgi Sigurðsson, Einar Oddsson, Bjarni Þjoðleifsson. Lyflækningadeild Lsp. Mikil umskipti hafa orðið í meðferð ulcus pepticum seinustu áratugi. Erlendar og ísl- enskar rannsóknir benda til að einnig hafi orðið veruleg breyting á faraldsfræði sjúk- dómsins. Rannsóknin var gerð til að kanna hvort hægt væri að merkja breytingu á dánar- tíðni sem tengist meðferð. Einnig hvort dánar- tíðni geti varpað ljósi á faraldsfræðilegar breytingar á ulcus pepticum. Aðferðir: Dánartíðni ulcus pepticum var könnuð í utgefnum og óútgefnum gögnum frá Hagstofu Islands, sem byggð eru á dánarvottorðum. ICD utgáfur númer 6 til 9 voru í notkun á þessu timabili. Greint var á milli maga- og skeifu- garnarsára í öllum útgáfum en í 6., 7. og 8. var undirflokkun aðeins milli holsára og ekki holsára og má gera ráð fyrir að ekki holsár sé að miklum meirihluta blæðingar. Reiknuð var út meðaldánartíðni per ár fyrir 5 ára tímabil, aldursflokkana 20-49, 50-69 og eldri en 70 ára og karla og konur. Hiðurstöður: Alls dóu 266 úr ulcus pepticum á timabilinu 1951-90, 175 úr skeifugarnarsári og 91 úr magasári. Karlar voru 139 og konur 127. Af 266 dóu 84 (32%) úr holsári. Heildardánar- tiðni fór lækkandi á öllu tímabilinu en mis- mikið eftir aldursflokkum. Ekki var munur milli kynja eða maga- og skeifugarnarsára og er því breyting á dánartíðni kynnt saman fyrir bæði kyn og maga- og skeifugarnarsár. 1 aldursflokknum 20-49 ára féll dánartíðni úr 4 (100.000/ár) í 0 1976-80 en hjá 50-69 féll hún úr 15 í 0 1986-90. Hjá eldri en 70 ára féll dánartíðni úr 43 í 19 1961-65 en hækkaði síðan aftur í 38. Karl/kvenn hlutfallið var óbreytt fyrir magasár (1.0) allt tímabilið en lækkaði úr 1.8 í 0.9 milli 1951-70 og 1971-90 fyrir skeifugarnarsár. Ályktanir: Lækkun á dánartíðni í aldurshóp 20-70 ara er sennilega mest tilkomin vegna framfara í skurðlækningum og svæfingum. Hækk- andi dánartíðni hjá eldri en 70 ára síðustu 25 ár helst í hendur við aukna notkun á NSAID lyfjum a.m.k. seinni helming tímabilsins. Breytt kynhlutfall bendir til breytinga í faraldsfræði skeifugarnarsára þ.e. aukning hjá konum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.