Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Síða 12

Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Síða 12
12 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 ar. Pað var volksamt, en við vorum vanir sjónum. Eftirminnilegt er mér, þegar við þrír stóðum fyrsta sinni á Torfunesbryggju, kaldan vetrardag 1928. Mér fundust Vaðlaheiðin og Pollurinn vina- leg, en brekkan ofan bæjarins og gilið voru dálítið vafasöm. Strax og við komum upp á bryggjuna, sást á vinstri hönd fallegt tréhús með ferköntuðum turni, sem á stóð „Godmans Efterfl." Á þetta störðum við allir þrír, og enginn vissi hvað „Eft- erfl.“ þýddi. Pá komu verslanir með nöfnunum „Hamborg,“ „París" og „KEA,“ geysistórt nýbyggt steinhús. Lítið var talað, við vorum greinilega komnir í borg, og ég var ekki viss um, hvað íslenskan dygði mér. Eitthvað ympraði ég á þessu við Matthías, enda var hann foringinn. Hann nefndi strax nafna sinn Jochumsson, sem þar hefði verið prestur, og son hans Steingrím, sem væri héraðslæknirinn, og hér væri fullt af góðum íslendingum. Við fundum Menntaskólann, en þá var stóri gangurinn tómur. Allt í einu strunsar inn búldu- leitur maður með einkennilegu fasi og hristir ákaft úrfestina. Matthías bregður við, snýr sér að honum og hneigir sig og segir:“ Komið þér sælir, herra skólameistari." Mér brá mikið, en okkur var boðið inn á skrifstofu, og þar var talað. Fórum við svo að líta á heimkynnin. Okkur hafði verið komið fyrir í „innbænum,“ hver hjá sinni fjölskyldu. Brá mér í brún, er ég sá á leiðinni „Schiöth’s Bageri“ og rétt þar hjá „Höfner’s Hand- el". Pó tók út yfir, þegar á húsinu, sem ég átti að búa í, stóð „Fredriksen Urmager.” Matthías sá á mér aumingjasvipinn og sagði þetta myndu vera ágætis Islendinga, sem og reyndist. Ekki hafði mig órað fyrir því að lenda í svo dönskum bæ. Skömmu eftir að við komum, var haldin hin hefðbundna skólaveisla með broddborgurum bæjarins. Við fengum að vera með. Þetta var matarveisla í leikfimisal skólans með fjölmenni og mikið um ræðuhöld, en lítið um fjör, nema í ræðu Steingríms Matthíassonar, læknis. Við sátum ut- arlega á bekk. Allt í einu sprettur Matthías Jónas- son á fætur, slær í glas og talar, blaðalaust. Mér brá mikið og seig niður í sætinu og lét sem minnst á mér bera. Mér þótti þó Matthíasi sækjast vel ræðan og fór því að reisa mig. Hlaut hann og lófatak fyrir. Síðar heyrðist haft eftir skólameist- ara, að ræða Matthíasar hefði verið sú besta þetta kvöld, enda var skólameistari hlýr við hann á eftir. Matthías var gull að manni. Undirbúningur okkar að heiman reyndist vel. Gagnfræðingar frá Gagnfræðaskóla Akureyrar vorið 1928. Bekkjarmynd; fremri röð, talið frá vinstri: 1) Karl ísfeld; 2) Stcingrímur Þorsteinsson; 3) Eggert Steinþórsson; 4) Pétur T. Oddsson; 5) Júlíus Oddsson; 6) Agnar Oddsson; 7) Guðmundur Þorláksson; — aftari röð, talið frá vinstri: 8) Einar Asmundsson; 9) Páll Ólafsson; 10) Jón Þorsteinsson; 11) Sigurður Samúelsson; 12) Ólafur Björnsson; 13) Bragi Brynjólfsson; 14) Höskuldur Ólafsson; 15) Jón Jóhannesson. Á myndina vantar Rafn Jónsson og Björn Jóhannsson.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.