Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Page 20

Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Page 20
20 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 fræði, og nennti ég ekkert að gera þann vetur, ég keypti mér ekki einu sinni líffærafræði. Lækna- deildin stóð miðað við íslenskar aðstæður á göml- um merg. Læknaskólinn var stofnaður 1876 og Bjarni Pálsson, okkar fyrsti landlæknir, hafði skyldur um læknakennslu. Efnafræðin var hjá Trausta Ólafssyni og var ekkert nám, sem heitið gæti. Við vorum í Fjósinu, bak við Menntaskólann. Trausti var dálítið lit- laus, hann var ekkert fjörugur kennari. Ég vil ekki kalla hann leiðinlegan, en hann var nánast skráþurr, en alltaf góður, þegar maður talaði við hann. Skipti sér of lítið af manni. Agúst H. Bjarnason kenndi sálfræði. Pað var sko þurradramb. Ég hef aldrei á æfi minni komist í kynni við annan eins þyrkingshátt. Hann var alveg stífur, maðurinn. Svo var hann að vöðlast með íslensku nöfnin, sem voru svo hjákátleg, að maður bara hló. Alveg uppi á háalofti sálarlofts- ins og hanabjálka í sálfræðinni. Maður hugsaði til þess, ef Guðmundur Finnbogason hefði fengið þetta embætti, það hefði verið skemmtilegra. Líffærafræði kenndi maður, sem var hvorki þurr né leiðinlegur, það var Guðmundur Hannes- son. Enginn kennari myndi byrja fyrirlestra í dag með því segja: „Ah, ha, hvað segið þið mér frá Rússlandi núna?“ — Það þögðu allir, því við viss- um, að hann ætlaði að svara því sjálfur. Og þá horfði hann alltaf á Björn Sigurðsson á Keldum, enda var Björn „rauðastur“ okkar allra. Snemma heyrði ég þessa alkunnu sögu um Guðmund Hannesson. Rætt var um rannsóknir á þvagi. Bregður þá prófessorinn fingri sínum í þvagglas, setur svo fingur í munn sér og segir: „Smakki nú fleiri, hvort ekki er hland.“ Stúdentar hikuðu. Einngekk þófram, stakkfingri íglasið og fingrinum síðan upp í sig. Þá hló prófessorinn og sagði. „Ekki tókuð þér vel eftir, ég stakk löngu- töng í glasið, en sleikti baugfingur!“ í mannfræðirannsókn, sem hann gerði, stóð Guðmundur í dyrunum á Alþingishúsinu, og ef framhjá gekk svona myndarlegur maður, þá hnippti hann í hann: „Komdu hérna, manni minn!!“ — það var svona, sem var valið! Guð- mundur var mikils metinn og réttilega. Hvort ég mat hann mikils sem kennara í líffærafræði, er önnur saga. Guðmundur kenndi líka heilbrigðisfræði og hafði voðalega gaman af því. í prófunum fékk Brynjúlfur Dagsson einu sinni verkefnið „Kamar f sveit“. Brynjúlfur var mikill kjaftaskur, en var heldur latur við lesturinn. Þetta átti nú við hann og hann böðlast áfram, og við hlustuðum allir, það var móðins að hlusta, þegar prófað var. Og kallinn: „Já, já, já, og meira?“ — Og Brynki heldur áfram: „Já, það þarf að vera stórt gatið.“ „Já, auðvitað, já, og hvað meira?“ „Það verður að vera mikið hreint í kringum þetta, og fatan verður að vera stærri en gatið,“ — svarar Brynki. „Já, já, já, hvað meira?“ En Brynki var á gati, og gat ekki sagt það, sem kallinn vildi, og svo endaði það með því, að kallinn sló í borðið og segði: „Nú, það á

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.