Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Page 21

Læknablaðið : fylgirit - 31.07.1995, Page 21
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 21 Lárus Einarsson Níels Dungal (1897- (1902-1969), prófessor 1965), forstöðumaður við Arósarháskóla. Rannsóknastofu Há- skólans, prófessor. auðvitað að vera hlemmur yfir gatinu!“ Og þar með fékk hann ekki háa einkunn. Það var mikið hlegið. Þegar Guðmundur var héraðslæknir á Akur- eyri, var spítalinn þar fátækur af sáraumbúðum. Eitt sinn þurfti hann að gera „resectio" á hné á ungum manni næsta dag, og um kvöldið fyrir aðgerðina skrapp Guðmundur upp í Vaðlaheiði, safnaði saman töluverðu af mosa, ég held dýja- mosa, og notaði sem sáraumbúnað; og svo vel tókst til, að sárið greri „per primam." Lárus Einarsson er mér einna hugstæðastur kennara minna í læknadeild. Lárus var aukakenn- ari í lífeðlisfræði og vefjafræði 1933-1935, en einn- ig aðstoðarlæknir á Kleppi og átti víst að stunda vísindastörf þar. Allir, sem til þekkja, vita, hve aðstaða sú, sem Lárusi var boðin hérlendis, var ömurleg, og það var því eðlilegt, að maður með hans menntun flentist ekki hér, enda voru Danir fljótir til að festa sér hann. Mér er vel kunnugt um, hve Lárus var mikils metinn af dönskum stúdentum fyrir kennslustörfin svo og meðal danskra og erlendra vísindamanna fyrir vísinda- störf sín, enda hlaut hann fyrir þau ýmiss konar heiðurslaun og viðurkenningar. Sem kennari var hann léttur og ljúfur, skýr í framsögn og óvenju- lega fastmæltur. Þau fræði, sem hann bar á borð fyrir okkur, fóru ekki fram hjá neinum, sem vildi hlusta. Persónan geislaði af lífskrafti, sem smitaði frá sér, enda var maðurinn þá ungur. Lárus Ein- arsson var meðal virtustu manna í íslenskri lækna- stétt. í miðhluta var Níels Dungal sá kennari, sem mest sópaði að, enda var lyfjafræði árin 1933-1936 aukabiti hjá Jóni Hjaltalín, áður en Kristinn Stef- ánsson kom. Dungal byrjaði haustið 1926 í Kirkjustræti 12. Það ár var hann skipaður dósent. Þar var þá allt í niðurníðslu og hafði verið svo, síðan að Stefán Jónsson fór í ársbyrjun 1923. Níels Dungal var svo skipaður prófessor í sjúkdóma- fræði og réttarlæknisfræði 1932. Dungal virtist okkur stúdentunum vera fínn maður, bæði í taui og svo kvennamaður, en hann giftist r.ú nokkru síðar. Dungal var myndarmenni í fasi og framkomu, skemmtilegur og skýr kennari og mátulega ýkinn. Rannsóknastofa Háskólans við Barónsstíg var reist 1934. Dungal stundaði sitt framhaldsnám fyrst og fremst í Þýskalandi, en líka í Austurríki og Kaupmannahöfn. Hann var Cambridgefarar 1934. Talið frá vinstri: Sigurður Samúelsson, Baldur Johnsen, læknir, Auður Auðuns, lögfræðingur, Lára Eggertsdóttir, Páll Hallgrímsson, sýslumaður og Bjarni Bjarnason, hæstaréttar- dómari.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.